Um daginn og veginn.

Við Sunnlendingar fengum óvenjulega þurran febrúarmánuð, en svo hefur hið týpíska veðurfar hér um slóðir tekið við þar sem annað hvort rignir eða snjóar annan hvern klukkutíma sitt á hvað, ellegar við fáum rök með öskubyl, og þá á ég við eldfjallaösku sem nóg er af á svæðinu austanverðu og skilar sér út um allt í roki.

Síðastliðið sumar var vætusamt en fátt er svo með öllu illt segir máltækið og vætan síðasta sumar hjálpaði til við það að færa ösku ofan í jarðveginn og binda eitthvað af því magni sem jöklarnir tveir Eyjafjallajökull og Öræfajökull náðu að spúa úr sér.

Ég hef verið í minni sjúkraþjálfun eftir sem áður til þess að byggja mitt heilsutetur sem ekki hefur verið upp á marga fiska síðustu ár en það hið sama er vinna fyrir mig, þar sem vonin um það að geta náð einhverjum stöðugleika í heilsufari er leiðarljós.

Tíminn teygist að páskum og vori og Tjaldurinn hefur tekið land hér sunnalands sem þýðir vorkomu en vonandi fáum við aðeins vætuminna sumar þetta árið, það væri indælt.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband