Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Að geta lesið sér til gagns.

Það skiptir vissulega miklu máli að geta lesið snemma, gagnvart öllu námi sem á eftir kemur.

Hins vegar lifum við í upplýsingasamfélagi þar sem áreiti sjónrænna miðla hafa án efa nokkuð með það að gera að bókalestur á yngri árum er ekki eins spennandi en ekki er víst að skólakerfið geti nokkuð að því hinu sama gert.

Þegar mín kynslóð minna jafnaldra nú komin yfir fimmtugt var að hefja skólagöngu þá var nýkomið sjónvarp hér á landi, en sjálf var ég svo heppin að vera læs er ég hóf skólagöngu.

Innan við fermingu las ég allt sem ég gat lesið og til var á mínu heimili svo fremi það teldist nógu áhugavert, sumar bækur sem ég lagði frá mér á þeim tíma af því þær voru ekkert spennandi hefi ég lesið nú í dag og fundist afar áhugaverðar.

Ég las upp allt bókasafnið í Þingholtunum í Reykjavík þar sem ég bjó um tíma er ég var í barnseignarfríi frá vinnu, en eftir það hefi ég ekki lesið mjög mikið, en skrifað þeim mun meira.

Nú í dag, les ég flest á netinu, það skal viðurkennt, en áhugi minn á fróðleik hefur breyst með árunum eins og gengur og gerist.

Án efa þarf að efla lestur barna með  öllu því móti sem mögulegt er og sjálfsagt er að samkeyra niðurstöður lesskimana innan allra skóla sveitarfélaga, það ætti ekki að vera mjög flókið, þar sem hver skóli hefur sínar mælingar.

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


mbl.is Lesskimun ekki tekin saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gaman saman.

Það menning ef tveir koma saman, svo ekki sé minnst á fleiri.

Hvers konar menningarlegir viðburðir, hvort sem um er að ræða menningarnótt í Reykjavík eða bæjarhátiðir hér og þar um landið eru af hinu góða.

Það skapast samkennd um eitthvað skemmtilegt og jákvætt.

Ennþá hefi ég ekki sótt menningarnótt í höfuðborginni sem heitið geti en á það kanski eftir, hver veit

Ég var þess hins vegar aðnjótandi að horfa á flugeldasýningu á netinu frá Jökulsárlóni nú í

kvöld, þökk sé tækninni og það var eins og áður afar flott.

Eldur og ís eru einstakt samspil svo mikið er víst, hvort sem um er að ræða manngert sprengitilstand ellegar móður náttúru.

Ekkert elskum við Íslendingar meira en flugeldasýningar sem er án efa hluti af víkingaeðli voru sem tekur á sig nýjar birtingarmyndir nú til dags.

Ég er engin undantekning.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 


Um daginn og veginn á síðsumri.

Það hefur verið ósköp notalegt að fá sólardaga hér sunnanlands undanfarið eftir rigningu á rigningu ofan lengst af.

Veðurfarið hefur óhjákvæmilega áhrif á líðan manns, það skal viðurkennt.

Nú er komin sá tími að skólar fara í gang og lífið fer inn í dagfarslega rútínu þar sem flest allir fjölskyldumeðlimir eru í prógrammi hvern dag, vinnu eða skóla.

Það er enn svolítið skrýtið að tilheyra ekki þessum hópi, þ.e, vera án þess að vinna eða vera einhvers konar prógrammi, hins vegar er það vissulega heilmikið verkefni að reyna að viðhalda lélegu heilsufari í sem bestu formi, til þess eins að geta ráðið við daglegar athafnir til handa sér sjálfum.

Þrjóskan fleytir mér áfram líkt og fyrri daginn, þess efnis að reyna að gera allt sem ég get sjálf til þess að koðna ekki niður í frekari ómögulegheit.

Allt gengur hins vegar upp og niður, sitt á hvað hjá mér með mína bakheilsu, og passleg hreyfing, ekki of mikil samt ásamt því að sleppa því að lyfta þungum hlutum ellegar erfiða of mikið í einu við eitthvað, er samspil sem er verkefni hvers dags og því til viðbótar að stilla sig af í rúminu með púðum og undirlagi til þess að reyna að sofna án verkja.

Samspil nægilega mikillar hreyfingar og umhugsun um mataræði getur komið í veg fyrir það að offituvandamál verði viðbótarkvilli við bakvesenið.

Mér finnst hins vegar afskaplega gaman að prjóna og hafa eitthvað í höndunum og þar verð ég að passa mig að sitja ekki of lengi í einu við það hið sama, þótt gamla hugsunin að klára allt í akkorði sé alltaf til staðar við allt sem maður tekur sér fyrir hendur.

Ég hef þó mína sjúkraþjálfun einu sinni í viku núna og það er prógramm sem hjálpar.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


Skortur á samráði í Reykjavík ?

Ég átti leið um þetta svæði um daginn og það skal viðurkennt að ég varð orðlaus, það sem mönnum getur nú dottið í hug og það á stað þar sem allsendis er ekki hægt að segja að beinlínis sé greiðfært um bílaumferð, þ.e fremur þröng gata.

Svo virðist sem íbúar komi af fjöllum og samráð sé lítið sem ekki neitt um þessar framkvæmdir, hvað veldur ?

Hvað hefur orðið af öllum skipulagsformúlunum og hinu virka íbúalýðræði ?

Á hinn bóginn er það afskaplega jákvætt að útbúa hjólreiðastíga, EN var ekki hægt að lengja gangstéttina út á götuna og laga hana í leiðinni sem mér sýnist nú full þörf á, og marka línu í miðjuna milli gangandi fólks og hjólandi ?

Væntanlega mun þessi framkvæmd lúta endurskoðun, en síendurteknar framkvæmdir í sama verkinu kosta fjármuni af skattfé borgaranna og því skyldi það atriði meðferðis við hugmyndir sem slíkar.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Næstum hver einasti skrifar undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlaði ríkisstjórn VG og Samfylkingar að reka opinbera stjórnsýslu á styrkjum frá Evrópusambandinu ?

Það hefur verið hálf hjákátlegt að hlýða á vælufréttir einkum á ruv um það að Ipa styrkir Evrópusambandsins sem reiknað hafði verið með af hálfu hinna ýmsu aðila  í tíð fyrri ríkisstjórnar, kæmu ekki vegna nýrrar afstöðu til aðildarferlis að sambandi þessu.

Hverjum átti það að koma á óvart ?

Kom það á óvart að ný ríkisstjórn tæki við að loknum þingkosningum ? 

Gal og gapgangur fyrrum stjórnarþingmanns VG í þessu efni er jafnframt eitthvað sem telja má hjákátlegt en svo sem ekki nýtt á þeim bænum. 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Segir Vigdísi saka forstöðumenn um landráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessað sumarið.

Það hefur verið indælt að njóta sólardaga undanfarið hér á Suðurlandinu, hér á Selfossi og austur undir Fjöllum um helgina, þar sem var blankalogn í norðanáttinni eins og oft áður.

Nokkurra daga þurrki og norðan roki fylgdi hins vegar öskumistur sem við höfum jú verið blessunarlega laus við á þessu rigningarsumri.

Þetta öskumistur var all venjulegt í vetur sem leið austur í Fljótshlíð, þar sem ekki hafði fest snjó á jörð um tíma.

Það var eftirtektarvert að sjá hve mjög Eyjafjöllin öll hafa gróið vel upp sem aftur heftir öskufokið til lengri tíma litið, en sennilega á rigningarmagnið í sumar sinn þátt í því hinu sama.

RIMG0028.JPGRIMG0040.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvær myndir teknar af fjöru í mistrinu og logninu undir Fjöllunum um helgina.

 

Fjaran er alltaf jafn mikið aðdráttarafl ekki hvað síst í góðu veðri en ég gat ekki á mér setið að mynda sandfossa við árfarveginn.

 

RIMG0043.JPG

 

 

 

 

 

 

 

RIMG0047.JPGRIMG0046.JPG

Þjóðhátíð Vestmannaeyja.

Hverjum hefði dottið það í hug að sú þjóðhátíð sem Eyjamenn héldu forðum daga, sökum þess að þeir komust ekki til lands, væri orðin að aðalhátíð landsmanna sem flykkjast út í Eyjar ?

Hin sérstöku einkenni þjóðhátíðar hafa lengi vel verið að viðhalda hefðum og venjum sem skapast hafa gegn um tíðina og eiga uppruna sinn í Eyjum.

Með öðrum orðum Vestmannaeyjamenningin hefur svifið yfir vötnum , enda hátíð þessi þjóðhátíð Vestmanneyinga.

 Fyrir mig prívat og persónulega er söknuður að Vestmanneyingnum Árna Johnsen sem brekkusöngvara enda tók hann við af Ása í Bæ og bar gæfu til þess að halda í ákveðnum hefðum í heiðri svo sem þjóðsöng Íslands sem lokasöng og fleiru.

Það fara fáir í spor þeirra tveggja en auðvitað tekur maður við af manni og það er mikil reynsla að feta í fótspor þau hinu sömu í þessu efni, og Ingó veðurguð því í miklu hlutverki þar að lútandi þetta árið.

 

Það er hins vegar að ég tel ágætt að hugleiða hversu mikið af Vestmanneyskri menningu, skal áfram viðhalda á þjóðhátíð í Eyjum og hversu mikið menn vilja flytja ofan af landi með þeim sem þangað sækja hátíð þessa heim, burtséð frá brekkusöng einum og sér.

Brekkusöngurinn er reyndar kominn upp á land frá Eyjum sem og brennur um þessa helgi vegna vinsælda þjóðhátíðarinnar.

Þjóðhátíðin má ekki verða að markaðsvöru því þá missir hún gildi sitt að mínu viti.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


mbl.is Þúsundir í Dalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Blessað sumarið kom loksins hér sunnanlands eða þannig sko og maður þakkar fyrir hvern hlýjan dag sem kemur.

Þessi tími þegar fer að rökkva aftur á kvöldin er notalegur sérstaklega þegar sólskinsdagar fylgja.

Hef verið að berjast með heilsutetrið rétt eins og fyrri daginn, hóf æfingar tvisvar í viku í sjúkraþjálfun fyrst í stað en þurfti að taka niðurdýfu í þvi hinu sama. Tók mér smá hlé og var þá ekki blóðþrýstingurinn að plaga mig, gat verið .... og stend í því nú um stundir að stilla hann af í samráði við lækni.

Þegar maður getur ekki hreyft sig nógu mikið þá er það hið sama vandamál hugsanlega skammt undan, en þolinmæði þrautir vinnur allar segir máltækið og hafa verður það í sinni.

Fór í blóðrannnsóknatékk og allt kom í lagi út úr því hinu sama og það er vel, en geri lítið annað þessa daga en að mæla og mæla mig sjálfa og vona að eitthvað norm finnist út úr breytingum á lyfjum þar að lútandi.

Verslunnarmannahelgin mun væntanlega fara í það tilstand hjá mér þessu sinni en hvort maður fer eitthvað er gerir eitthvað meira, kemur í ljós.

 

 

kv.Guðrún María. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband