Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Ef fagstéttirnar eru meðvirkar um óviðunandi ástand heilbrigðismála, hvernig á þá eitthvað að breytast ?

Raunin er sú að fátt breytist ef sá sem veit um hlutina, ræðir þá ekki  og hreyfir ekki  andmælum um nauðsynlegar breytingar til hins betra.
 
Fagmenntun heilbrigðisstétta skyldi að mínu viti innihalda metnað um gildi starfanna. 
 
Það gildir um heilbrigðiskerfið eins og öll kerfi mannsins, hvers eðlis sem eru.
 
Þessi orð fyrrum Landlæknis um LSH líta út sem viðurkenning á því að léleg þjónusta sé sett fram sem súper þjónusta, með þáttöku sjúklinga án vitundar um slíkt þ.e.a.s ef ég skil það rétt.
 
 
 
" Allt þetta höfum við látið yfir okkur og sjúklinga okkar ganga án þess að við höfum hreyft verulegum andmælum. Hvernig stendur á þessu? Við erum seinþreytt til vandræða og ef til vill er langlundargeð og jafnvel meðvirkni okkur í blóð borin. "
 
Eiga sjúklingar sjálfir að berjast fyrir betri aðstæðum fyrir heilbrigðisstéttir eftir að hafa fengið að vita eitt í dag og annað a morgun á LSH , eða er það fagstétta að samræma skipulagi og vinnubrögð og vekja athygli á því sem betur má fara og sýna fram á að fjármagn skorti í nauðsynlegustu þætti til þess að veita megi grunnþjónustu lögum samkvæmt ?
 
Ellegar þurfi að lækka skilgreint þjónustustig.
 
 
kv.Guðrún María. 
 
 
 
 

 
 
 

mbl.is „Einfaldlega þjóðarskömm“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru heildarhagsmunir íslenskra heimila fólgnir í því að flytja hænsni yfir hafið, sem hægt er að framleiða hér ?

Ég verð að játa að ég skil þetta nú ekki alveg, þ.e hvernig það getur verið " ódýrara " fyrir neytandann að taka ekki aðeins þátt í því að greiða framleiðslukostnað í landi hinum megin Atlantsála, heldur einnig flutningskostnaði yfir hafið.

Getur verið að innflytjandinn ætli að taka á sig flutningskostnaðinn, til að niðurgreiða vöruna ?

Hvað mína tilfinningu varðar sem neytanda þá hefi ekki annað getað séð en innflutt magn af slíku sé til staðar hér nú þegar í  nægilegum mæli.

Um hvað eru menn að tala ?

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Mest innflutt fóður og vinnuafl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar, farið varlega með eld.

Margra daga skortur á úrkomu orsakar þurrk og moldryk á svæðum sem eru auð af snjó á þessum tíma, sem Suðurlandið er að mestu.

Jafnframt er meira eldsefni þar sem minni nýting er á ræktuðu landi þar sem gróður hefur fengið að vaxa óáreitt um tíma, en einnig hafa vaxið upp skógræktarsvæði þar sem enginn skógur var áður mjög víða.

Það verður aldrei of oft brýnt fyrir mönnum að huga að þessum hlutum.

Var á ferð við Hellu í dag þegar slökkviliðið fór fram úr mér með blikkandi ljós ásamt björgunarsveitarbíl til viðbótar á leið til þess að slökkva þennan eld en mig minnir að sama slökkvilið hafi ekki fyrir löngu síðan verið i sams konar verkefnum.

Síðast í gærkveldi heyrði maður fréttir úr Skorradal af sinueldum, og einhvern veginn finnst manni þetta of mikið.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is „Þetta eru kjöraðstæður fyrir eldinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband