Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Núverandi ríkisstjórn mun taka mark á Feneyjanefndinni, málið verður sett í salt.

Tilraunir sitjandi valdhafa til þess að slá sig til ríddara  um endurskoðun stjórnarskrár landsins fóru að mínu viti algjörlega út um þúfur við álit Feneyjanefndarinnar á drögum hins skipaða stjórnlagaráðs.

Það mun heyra til tíðinda ef núverandi stjórnarflokkar taka ekki mark á þeim athugasemdum sem koma fram frá nefnd þessari en  sömu athugasemdir höfðu áður verið framsettar af helstu sérfræðingum hér innanlands.

Blind trú hinna skipuðu stjórnlagaráðsmanna á ágæti eigin tillagna eru sér kapítúli út af fyrir sig í þessu máli, annað verður ekki sagt, sem og tilraunir til lýðskrums af hálfu þeira er sitja á þingi og neita að taka tillit til athugasemda um þetta vanbúna mál.

Raunin er sú að það hefur verið nóg af loðinni lagasetningu á Alþingi þótt ekki bætist við að stjórnarskrá landsins verði undirlögð af slíku orðafjálgi sem illa eða ekki er hægt að finna stað, hvað þá grundvölll skilvirkrar lagasetningar um hin ýmsu mál.

 

 kv.Guðrún María.

 


mbl.is Stjórnarskráin kallar á lagabreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eru þessar tillögur EKKI grundvöllur nýrrar stjórnarskrár.

Allt hið mikla lýðskrum sem gengið hefur yfir vora þjóð varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar er með ólíkindum, þar sem sitjandi stjórnvöld skipuðu ráð efstu manna i kosningu sem var ógilt af Hæstarétti.

Tillögugerðin var síðan ekki tekin til þinglegrar meðferðar, þannig að kjörnir fulltrúar á þingi sem þjóðin kaus fengu ekki að fjalla um málið efnislega, en tillögugerðinni vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem afskaplega léleg þáttaka var fyrir hendi.

 Slík vinnubrögð eru og verða ætíð óásættanleg.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar og hluti stjórnarandstöðu hefur reynt að telja fólki trú um mikilvægi þess að koma máli þessu í gegn að virðist með von um vinsældir í kosningum á vori komanda, án breytinga á tillögugerðinni sem aldrei nokkurn tímann getur talist grundvöllur stjórnarskrár eins og ég hefi margsinnis rætt hér áður.

Það verður fróðlegt að vita hve mikið mark verður tekið á Feneyjanefndinni.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Flókin ákvæði í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn fyrir Ísland.

Ég óska félögum mínum og vinum í Framsóknarflokknum til hamingju með samstöðu og dugnað á vettvangi stjórnmálanna og glæsilega kosningu á flokksþinginu.

  

 Sé það einhver einn flokkur sem á erindi við stjórnvölinn að loknum kosningum þá er það Framsóknarflokkurinn, þar sem samvinna að úrlausnum um þjóðfélagslegar framfarir,  með skýrri stefnumótun um mál öll, er til staðar.

Í Framsókn er öflugasta fólk sem ég hefi kynnst í stjórnmálastarfi hér á landi sem mun uppskera eins og til hefur verið sáð.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


mbl.is Sigmundur fékk 97,6% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarabarátta í ógöngum hér á landi sem endranær.

Hvers vegna í ósköpunum hefur ekki verið hægt að koma því í kring að eitt stéttarfélag starfsmanna LSH, sé samningsaðili við ríkið um laun, með allar þær starfsstéttir innanborðs ?

Vissulega skal það viðurkennt að nú er verið að reyna að gera stofnanasamning þ.e. samning sem á við um þá hina sömu starfssemi við félag hjúkrunarfræðinga, en félag hjúkrunarfræðinga er sannarlega ekki eina stéttin sem starfar á LSH, heldur fullt af öðrum félögum s.s sjúkraliða, ófaglærðra, lækna og annarra sem einnig eru hluti af þeirri keðju sem inniheldur eitt stykki sjúkrahús á Íslandi.

Hvers konar tilraunir til þess að verðmeta eigin fag of hátt umfram aðra, eins og mér fannst því miður koma fram í máli formanns félags hjúkrunarfræðinga í Kastljósi kvöldsins varðandi það að álag hefði bitnað meira þeirri hinni sömu starfsstétt en öðrum, er lítt til þess fallið að skapa þá sátt og þá samvinnu sem Lög um réttindi sjúklinga kveða á um að skuli ríkja til handa þeim hinum sömu.

Vissulega er til staðar samúð hjá mér gagnvart erfiðum aðstæðum þeirra sem taka laun á vinnumarkaði en sitja uppi með skuldir hvaða stétt og staða sem þar á í hlut.

Hópuppsagnir sem hluti af kjarabaráttu er hins vegar afskaplega leið aðferð til þess að ná fram kjarabótum að mínu álti, einkum og sér í lagi á eina neyðarsjúkrahúsi landsins, til handa einni stétt þar innan dyra.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


mbl.is Með 381 þúsund í dagvinnulaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að fá tölur um laun upp á borðið í þessu efni ?

Hvaða tölulegar upphæðir eru hjúkrunarfræðingar að fara fram á ?

Er aukið vinnuframlag skiptimynt í því efni líkt og svo oft áður svo ekki sé minnst á stjórnunarnám allra handa sem svo mjög var í tisku hér um tíma að koma inn í samninga þessa ?

 Hvaða prósentutölulega hækkun launa eru hjúkrunarfræðingar að fara fram á og hve mikla prósentutölulega hækkun er ríkið að bjóða ?

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is „Hvergi nærri nóg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn er afl nýrra tíma á Íslandi.

Mér kæmi það ekki á óvart að Framsóknarflokkurinn muni að loknum næstu þingkosningum verða með sterkari stöðu en áður í íslenskum stjórnmálum.

Ástæðan er einföld, flokkurinn hefur staðið vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar í stjórnarandstöðu jafnt sem við stjórnvölinn gegnum tíð og tíma.

Hófsamur miðjuflokkur sem þorir að taka afstöðu til mála allra hverju sinni, og standa við þá hina sömu afstöðu.

Öflugt fólk á Alþingi og nýtt fólk í framboði fyrir flokkinn vekur vonir um styrkari landsstjórn á komandi árum.

 

kv.Guðrún María. 

 

  

 


mbl.is Framsókn eykur verulega við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er samhæfing meðferðarstofnana í lagi hér á landi ?

Svar mitt er Nei, svo hefur ekki verið.

Lokuð meðferðarúrræði fyrir börn sem ánetjast fíkniefnum hér á landi hafa ekki annað þörf mér best vitanlega í áraraðir, má þar nefna BUGL, og Stuðla og einhver heimili úti á landi með nokkur pláss til þess arna.

Vogur er opið úrræði án samstarfs við barnaverndarnefndir sem ég tel skort á samhæfingu, hvað börn varðar, þar sem barn getur gengið þangað inn í meðferð og út sama daginn.

Stuðlar í Reykjavík eiga að anna öllu höfuðborgarsvæðinu þar með talið Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ, til þess að taka ungmenni til neyðarvistunar í ástandi af völdum vimuefna.

Fyrir löngu löngu síðan hefði annaðhvort þurft að auka starfsseminna ellegar koma á fót slíkum stað í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgina.

Það hefur ekki verið gert.

Fjármagn í þennan málaflokk hefur ekki fengið forgöngu til þess að grípa inn í af alvöru og fjársvelt Lögregla ber hitann og þungann af vandamálum þessum allra handa nú sem fyrr, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Þetta er ekki skaðlaus planta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband