Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Gleðilega þjóðhátíð Eyjamenn.
Laugardagur, 4. ágúst 2012
Það er og verður alltaf sjarmi yfir þjóðhátíð í Eyjum, og í mínum huga er það brekkusöngurinn sem stendur upp úr á hátíðinni nú sem áður.
Vegna vinsælda þessarrar hátíðar er þar einnig að finna helstu listamenn þjóðarinnar á músiksviðinu hverju sinni.
Veðurguðirnir leika hins vegar stórt hlutverk um hversu ánægjuleg dvöl á þjóðhátíð er í tjaldi, eðli máls samkvæmt.
Heimaklettur býður gesti velkomna hvort sem ferðast sjóleiðina eða með flugi og Herjólfsdalurinn er náttúruleg umgjörð til hátíðahalds með skjóli fyrir norðannæðingi.
Óska Eyjamönnum og þjóðhátíðargestum til hamingju með hátíðina.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vel gengur á þjóðhátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Núverandi stjórnarskrá er betri en fyrirliggjandi tillögur um breytingar.
Fimmtudagur, 2. ágúst 2012
Krafan um breytingar á stjórnarskrá landsins er orðin að eins konar pólitískum hráskinnaleik, þar sem breytingar persé eru eins konar aðalatriði, að mér finnst burtséð frá tilgangi þeirra hinna sömu breytinga.
Endurskoðun stjórnarskrár hefur lengi verið á dagskrá Alþingis en eftir hrunið var sú hin sama endurskoðun eitthvað sem menn hengdu hatt sinn á sem sérstakan kapítula til einhvers konar framfara sem mér er ekki sýnilegt með hvaða móti skal verða.
Kosning til stjórnlagaþings sem dæmd var ógild var síðan hundsuð af stjórnvöldum og skipað í ráð samkvæmt þeim sem hlutu flest atkvæði í hinni ógildu kosningu, sem störfuðu og skiluðu tillögum sem að mínu viti eru álika því og stjórnarskráin hafi verið sett í hrærivél og bökuð með auka lyftidufti sem er loðið orðaval allra handa og fagurgali sem aldrei verður til skýrleika um lagasetningu í einu landi.
Alþingi gerði ekkert með málið og nú eiga landsmenn að fá að kjósa um þessa hrærivélahugmyndafræði um nýja stjórnarskrá óbreytta í haust í boði ríkisstjórnarinnar.
Ég víl hafa núverandi stjórnarskrá áfram svo mikið er víst.
kv.Guðrún María.
![]() |
Stjórnarskráin ramminn sem hélt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Yfirdrifinn Evrópumarkaðshyggja, með tvöföldu stjórnkerfi sambandsþjóða.
Miðvikudagur, 1. ágúst 2012
Hvað kostar báknið í Brussel ?
Kostar það kanski ekki neitt að hafa tvöfalt stjórnkerfi um mál öll frá því smæsta upp í það stærsta ?
Ég sagði það fyrir um það bil áratug að hugmyndir Evrópusambandsins að gerð stjórnarskrár myndu þýða það að sambandið liði undir lok, en þær hinar sömu hugmyndir fannst mér afskaplega ríkt dæmi um valdaoffar hvers konar sem myndi snúast i öndverðu sína.
kv.Guðrún Maria.
![]() |
Atvinnuleysi aldrei meira í evrulöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Getur ekki snúist um " íslenskan framkvæmdastjóra " ....
Miðvikudagur, 1. ágúst 2012
Afskaplega eru þetta nú sérkennileg vinnubrögð varðandi það atriði að veita undanþágu þar sem svo virðist vera að forsendan sé sú að framkvæmdastjóri félagsins sé ´" íslenskur " sem aftur vekur upp spurningar um þjóðerni framkvæmdastjóra geti undir einhverjum kringumstæðum skipt máli í þessu sambandi.
Í mínum huga snýst þetta mál um það atriði hversu mikið magn af landi erum við tilbúin að selja í einu lagi til erlendra fjárfesta, punktur.
Helminginn af landinu, einn þriðja eða hvað ?
Afskaplega lítil umræða hefur farið fram á stjórnmálasviðinu um þessi mál fyrr en þetta mál kom til sögu, og stefnumótun því eftir því.
kv.Guðrún María.
![]() |
Minnisblaðið sem talað er um |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þegar vandamál evrunnar hefur verið leyst, er ekki víst að Össur verði við stjórnvölinn.
Miðvikudagur, 1. ágúst 2012
Að öllum líkindum mun núverandi utanríkisráðherra ekki þurfa að sannfæra Íslendinga um ágæti þess að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, því lausnin á vanda evrunnar er ekki í sjónmáli.
En auðvitað tala menn eins og valdatími þeirra hinna sömu sé eilífur.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mögulegt eftir lausn evruvandans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |