Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Gjörsamlega algalið lýðskrum og vanvirðing við stjórnarskrá landsins.

Það er alveg hreint með ólikindum að menn skuli láta sér detta í hug að setja fram mál í svona búningi með slíkum vinnubrögðum og það eina sem vantar í þetta er það atriði að .. ef svarið við fyrstu spurningu er nei, þá getur þú sleppt að svara hinu.......

Spurningin um það hvort menn séu sammála tillögugerð stjórnlagaráðs, EFTIR
AÐ HÚN HAFI VERIÐ YFIRFARIN, er ótrúleg

...... hvernig yfirfarinn, hver veit hvernig sú yfirferð verður ??

Hvernig á einhver að geta svarað þeirri spurningu ?

Vonandi er að þingheimur vísi þessarri tillögu út af borðinu, og svona vinnubrögð heyri sögunni til.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendur eiga að fá að vita hversu mörg prósent hver leggur á hvaða vöru.

Það er nú ekki í fyrsta skiptið sem sem verðlækkanir skila sér illa hér á landi, enda aðhald lítið sem ekki neitt, eins og fyrri daginn.

Það ætti ekki að þurfa að vera ýkja flókið mál að rýna agnar ögn ofan í álagningu á algengum neysluvörum hér á landi, en það er eins og prósent álagningar séu heilög kú, sem enginn þorir að snerta eða hreyfa við.

Ef aðhaldið er ekki til staðar þá breytist litið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lækkun á kaffi skilar sér illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullvinnsla sjávarafurða á Íslandi, eykur atvinnu og hag þjóðarinnar.

Því ber að fagna að menn skuli vera með það verkefni til staðar að vinna að fullvinnslu sjávarafurða hér heima, því það skiptir eina þjóð miklu máli, hver verðmætasköpun er hvað varðar fullunna útflutningsvöru í stað hráefna til vinnslu annars staðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gróska í hliðargreinum í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna situr fulltrúi flokks sem ekki á sæti á Alþingi í Landsdómi ?

Getur það verið að það sé núverandi stjórnvöldum til hagsbóta að hafa ekki endurkosið Landsdóm eins og lög kveða á um ?

Er eitthvað eðlilegt við það að fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins sitji í núverandi Landsdómi ?

Flokks sem missti brautargengi sitt á Alþingi í síðustu þingkosningum.

Eru þessi vinnubrögð eðlileg ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Þetta var hálfsannleiksrannsókn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjir stjórnmálaflokkar á færibandi.

Það er nú aldeilis ágætt að hafa bjartsýni að leiðarljósi og tilbreyting ef menn taka til við það að hætta að velta sér upp úr " töpuðum milljörðum í hruninu " með illinda, erju og gremjustemmingunni sem forsendu stjórnmálabaráttunnar.

Já virkileg tilbreyting.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segjast hófsamir þjóðernissinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífsreyndur maður þekkir rétt manna til þess að tjá sig í fjölmiðlum.

Mér hefur alltaf þótt vænt um Jón Baldvin og fjölskyldu hans og þykir enn og held að þar fari ágætis fólk.

Hins vegar er það svo að jafnvel ágætis fólki getur orðið á og ef það hið sama kemur fram sem tjáning þess sem þar telur á sér hafa verið brotið, þá er réttur viðkomandi til þess að tjá sig fullkominn og enginn tilgangur að reyna að skjóta á sendiboðann í þvi efni líkt og mér sýnist hér vera framsett.

Óska öllum hlutaðeigandi kærleiks og friðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Braut allar helstu grundvallarreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármunavarsla lífeyrissjóða launamanna skal og skyldi vera óháð pólítikusum og atvinnurekendum.

Pólítískt kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum, hvort sem um er að ræða hér í Hafnarfirði eða annars staðar eiga ekki að koma nálægt fjárfestingum í lífeyrissjóðum launamanna, algjörlega burtséð frá þvi hvaða flokkur á í hlut.

Sama máli gildir um atvinnurekendur almennt, þeir hinir sömu sitja hinum megin borðs í kjarasamningum og eiga ekki undir neinum formerkjum að hafa nokkuð um fjármuni launamanna sinna að segja.

Fjármunavarsla þessi er innheimt með lagaboði og ábyrgð þeirra er hafa slíkt með höndum skyldi í samræmi við það hið sama.

Því miður skortir all mikla samræmingu á þessu sviði hér á landi þar sem alls konar sérsjóðir hafa verið settir á fót, með að virðist lítilli heildaryfirsýn.

Það tók mig til dæmis nokkur símtöl við leit að réttindum mínum þar sem ég var fyrst upplýst um réttindi í Eftirlaunasjóð þessum en síðar kom í ljós að akkúrat er ég hóf störf hafði verið breytt um og mínar greiðslur fóru til Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.

Þangað beindi ég erindi minu sem tekur þrjá mánuði sagt og skrifað þrjá mánuði að afgreiða.....

kv.Guðrún María.


mbl.is „Útúrsnúningar og afneitun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfurðulegt mál.

Því miður er það eitthvað sem ekki kemur heim og saman varðandi upplýsingar þær sem formaður stjórnar Fjármálaeftirlits virðist hafa fram að færa í þessu sambandi og hafa með uppsögn forstjórans úr starfi að gera.

Hafi verið í lagi með viðkomandi forstjóra er hann var ráðinn til starfa að mati stjórnar þeirrar sem þá sat, hlýtur núverandi stjórn að hafa tekið mark á því hinu sama og það atriði að umfjöllun fjölmiðla hafi átt þátt í einhverju þar um er afar undarlegt.

Varla verður þessi aðferðafræði ókeypis fyrir okkur skattborgara þessa lands.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki hægt að áminna Gunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu sjálfbært samfélag viljum við byggja ?

Hin gegndarlausa neysluhyggja er eitthvað sem sannarlega er þörf að velta fyrir sér í samhengi við sjálfbærni eins samfélags.

Hvers vegna erum við með mikið magn af ræktuðu landi sem liggur ónýtt til landbúnaðarframleiðslu ? Gætum við ekki reynt að leyfa framleiðslu sem lýtur að þörfum smærri eininga, öllum til hagsbóta ?

Hvers vegna erum við með heimsins bestu fiskimið allt í kring um okkar land án þess að sjómenn hafi frelsi til handfæraveiða sér til sjálfsbjargar sem og tekjuaukningar fyrir smærri samfélög sjávarbyggða ?

Getur verið að umhverfisverndarmenn hafi ekki séð skóginn fyrir trjánum varðandi nöldur um vatnsaflsvirkjanir hér á landi, þar sem breytt skipan mála í gömlu atvinnuvegunum gæti hugsanlega skilað þjóðinni tugum prósenta meiri sjálfbærni en það atriði að fresta vatnsaflsvirkjunum eða minnka umfang þess hins sama ?

Nýliðun og fjölbreytni við atvinnusköpun sem og ný tækifæri þar sem umgengni manna við landið er í samræmi við virðingu við móður náttáru er eitthvað sem framtíðin ber í skauti sér að mínu viti.

Lífrænn landbúnaður og fiskveiðar án botnveiðarfæra eru framtíðarsöluvara á heimsmarkaði matvæla.

kv.Guðrún María.


Sitjandi ríkisstjórnarflokkar munu dregnir til ábyrgðar á sóun fjármuna við Esb, ferli.

Meðan flestir fjölmiðlar velta sér upp úr vitnaleiðslum í Landsdómi um hvort þessi sagði þetta eða hitt, hefur engin fyrir þvi að spyrja sitjandi stjórnvöld um það HVORT aðlögun að Evrópusambandinu sé í gangi, án þess að þjóðin hafi verið spurð um vilja til aðildar eða ekki.

Er það sjálfsagt að Evrópusambandið
hendi peningum út í bláinn í þessu sambandi, ellegar eðlilegt að stofnanir hins opinbera taki til við " aðlögun " að einhverju sem ekki er þegar til staðar sem ákvörðun um meirihlutavilja þjóðarinnar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Mótmæla aðlögun að ESB fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband