Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Heimsmet í pólítiskum útúrsnúningum.
Miðvikudagur, 29. febrúar 2012
Hefði ekki verið einfaldara fyrir Valgerði að segja að stjórnarmeirihlutinn,
vildi ekki endurskoða þetta mál, þótt ekki sé ljóst að meirihluti sé enn fyrir því á þingi að halda áfram með málið ?
kv.Guðrún María.
Fólk á ekki alltaf að gera allt sem það má | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Núverandi ráðamenn í ríkisstjórn landsins lögðu þessa óvissuferð um stjórnskipun.
Þriðjudagur, 28. febrúar 2012
Það er sannarlega rétt hjá Ólafi að sú óvissa um stjórnskipun sem endurskoðun stjórnarskrár leiðir af sér, er ekki boðleg þjóðinni, hvað þá að ætla að leggja í kosningu samhliða forsetaframboði þar sem frambjóðandi hefur ekki minnstu hugmynd um hvers konar embætti viðkomandi á að gegna, þar sem málið er í vinnslu.
Núverandi ríkisstjórn er höfundurinn að þessari hugmyndafræði stjórnleysis og ringlulreiðar sem er í raun nægilega mikil á sviði efnahagsmála nú þegar, þótt ekki komi einnig til óvissa um stjórnskipun landsins á sama tíma.
Raunin er sú að núverandi stjórnarmeirihluti virðist hafa horn í síðu forsetans þar sem sá hinn sami tok fram fyrir hendur ríkisstjórnar og vísaði Icesavemálinu til þjóðarinnar, og hvort ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum, með óvissu um embættið á að vera búmerang í því efni, er ekki gott um að segja, en kæmi ekki á óvart.
kv.Guðrún María.
Forsetinn gagnrýnir stjórnlagaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinstri hreyfingin Grænt framboð getur slitið stjórnarsamstarfinu.
Mánudagur, 27. febrúar 2012
Trúverðugleiki VG er horfin þar sem flokkurinn hefur gengið á bak stefnu sinnar varðandi Evrópusambandið, og eina leið flokksins til að lifa sem flokkur er að ganga út úr núverandi stjórnarsamstarfi, með Samfylkingunni.
Áskorun Ögmundar á Össur í þessu efni varðandi kosningar um Esb er gal og gap að mínu viti þar sem þjóðin átti að fá að kjósa um það hvort gengið yrði til viðræðna sem ekki var gert.
Umsókn að Evrópusambandinu þarf að draga til baka við fyrsta tækifæri enda í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.
kv.Guðrún María.
Ögmundur skorar á Össur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Jafna meira, jafna betur....
Sunnudagur, 26. febrúar 2012
..Jafna allt á jörðu hér,
jafna þar til enginn getur,
jafnað það sem eftir er. "
Allt hið mikla málskrúð um jöfnuð hér og þar er endalaust einkum og sér í lagi af hálfu sitjandi ráðamanna sem standa til dæmis frammi fyrir því nú að jafna stöðu lántakenda hér á landi, er oftar en ekki orð á blaði því þegar til kastanna kemur að finna útfærsluna, gefast menn upp við framkvæmd mála.
Það á vel við um kvótakerfi sjávarútvegs þar sem menn gáfust upp þar sem áhrif hagsmunaaðila sem fyrir voru í greininni vógu það þungt að hvers konar tilraunir til breytinga hafa farið fyrir ofan garð og neðan, áratugum saman sem er sérstakt rannsóknarefni i raun.
Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur ekki borið á borð alvöru kerfisbreytingar í þessu efni, því miður.
kv.Guðrún María.
Fylgja eigi eftir stefnu VG í kvótamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Algalið.
Sunnudagur, 26. febrúar 2012
Þegar svo er komið að þingmenn og í þessu tilviki sitjandi stjórnarmeirihluti hyggst henda sínum skyldum í samræmi við fyrri ákvarðanatöku um stjórnlagaráð eftir að stjórnlagaþingskosning var dæmd ógild, yfir á almenning í landinu undir formerkjum " meints liberalisma " er það ljóst að málið er dautt og allur sá kostnaður sem til er kominn við þetta tilstand tilgangslaus í raun.
Alþingi ber að mínu viti að fara yfir allar tillögur um breytingar frá grein til greinar frá núverandi stjórnarskrá til samræmis við þær hugmyndir sem ráðið hefur lagt til, allt annað er algalið.
kv.Guðrún María.
Furða sig á farvegi stjórnlagamálsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gervihagvöxturinn drýpur sem smjör af strái með ofursköttum hins opinbera.
Laugardagur, 25. febrúar 2012
Hefði einhverjum dottið það í hug fyrirfram að vinstri stjórn í landinu myndi fara þá leið að skattleggja almenning með ofursköttun út úr hruni.
Fjármálakerfið er meira og minna allt í uppnámi sökum þess að menn sáu ekki nauðsyn þess að fara í almennar aðgerðir til niðurfærslu skulda, hvað þá að aftengja vísítölu, við þær hinar sömu aðstæður.
Uppskeran er efnahagslegt kaos, þar sem enginn veit hvaðan á sig stendur veðrið eins og staðan er.
Gervihagvöxturinn drýpur sem smjör af hverju strái þar sem kaupmáttaraukning hjá almenningi er engin en álíka starfssemi fyrirtækja er að hluta til sú sama og fyrir hrun, með alls konar hókus pókus aðferðum við afskriftir skulda og handa pata hagræðingum, þar sem öllu er haldið gangandi sem aftur leiðir af sér mismunun í samkeppni á grundvelli markaðar.
Betur má ef duga skal og þvi fyrr sem menn átta sig á því að sníða einu samfélagi stakk eftir vexti að raunveruleika því betra.
kv.Guðrún María.
Björguðum Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna er ekki hægt að nota lestarsamgöngur hér á landi ?
Fimmtudagur, 23. febrúar 2012
Að vissu leyti hefur bílamenningin minnkað sjálfkrafa við bensínverðshækkanir en hækkanir bílastæðagjalda eru fráleit hugmynd til þess að minnka bílaumferð.
Hvatinn að minni notkun bifreiða þarf að vera jákvæður og það atriði að minnka kostnað við það að nota strætó, er líklegri til árangurs.
Ég skil það hins vegar ekki hvers vegna í ósköpunum hefur ekki nú þegar verið skoðað betur að koma á lestarsamgöngum, Mjödd, Miðbær, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Keflavík.
Við framleiðum rafmagn með vatnsorku hvað veldur því að við getum ekki enn nýtt það hið sama til almenningsamgangna ?
kv.Guðrún María.
Vilja breytta bílamenningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þessi málsmeðferð er lýðskrum sitjandi stjórnvalda í landinu.
Fimmtudagur, 23. febrúar 2012
Það er alveg rétt hjá Pawel að með þessu móti er verið að drepa þessu máli á dreif og algjörlega út úr kú að reyna að taka mið af ráðgefandi atkvæðagreiðslu um mál sem þetta af eða á til endurskoðunnar síðar.
Í raun og veru er vinnan ónýtt og málið allt á núllpunkti, eftir slíka endemis
vitleysu sem þessi farvegur býður upp á.
Lýðskrumstilraunir sitjandi stjórnvalda í máli þessu eru fáheyrðar.
kv.Guðrún María.
Þingið brást stjórnlagaráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Núgildandi stjórnarskrá er betri en hugmyndir um breytingar.
Miðvikudagur, 22. febrúar 2012
Telji einhver að þær hugmyndir að breytingum á stjórnarkránni séu til þess fallnar að skýra umgjörð laga hér á landi, frá þeirri stjórnarskrá sem nú er í gildi, þá þætti mér vænt um að heyra þau hin sömu sjónarmið, en þau get ég ekki séð, því miður, heldur þvert á móti.
Ég sagði það um daginn og segi það enn að menn skyldu ekki vaða út í eitthvert lýðskrum varðandi þessi mál og það atriði að setja fram ráðgefandi skoðanakönnun samhliða forsetakosningum, meðan engin efnisleg umræða hefur farið fram á Alþingi um tillögur þessar af hálfu þingsins er fáránlegt.
kv.Guðrún María.
Greiðslan fyrir stuðning Hreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upphaf lönguföstu var kjötát, síðan skyldi borða fisk fram að páskum.
Miðvikudagur, 22. febrúar 2012
Hvaðan sem orðið sprengi er komið, virðist kjötát fyrir Öskudag, upphafsdag lönguföstu hafa verið lengi iðkað hér á landi og sá tími þ.e. langafasta hafa verið einn helgasti tími ársins.
Ekki mátti snerta kjöt frá öskudegi fram á páskadagsmorgun, né heldur viðhafa skemmtanir, og jafnvel var forðast að nefna kjét á þessum tíma.
Þetta má finna í bókinni Íslenskir Þjóðhættir, eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
kv.Guðrún María.
Sprengidagur er misskilningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |