Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Það er komið sumar.

Angan af nýslegnu grasi er minn uppáhalds  sumarilmur, sem rekja má án efa til þess að toppur sumarsins var heyskapur í sveitinni forðum daga.

Sumarið er hins vegar yndislegt jafnt i borg og sveit og spurningin bara að njóta þess sem mest með útiveru.

RIMG0021.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalgöngustígurinn minn i Hafnarfirði.

 

Undanfarið hefur verið dásamlegt veður til útiveru og ég er svo heppin að kring um mig er

gósenland til þess að labba um í náttúrunni.

 

RIMG0009.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að labba með lækjarnið er toppurinn á tilverunni.

 

Njótum sumarsins með útiveru.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


Er þetta forsmekkur að því sem koma skal í dómsmálum sem þessum ?

Nú er ekki ljóst hvort máli þessu verður áfrýjað en niðurstaðan er ef til vill forsmekkur að því sem koma skal í tilraunum til þess að sækja ábyrgð fjármálagerninga hér á landi.

Tíminn mun leiða það í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Allir sýknaðir í Exeter málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunadansinn í íslenskri pólítík.

Meira og minna hefur það verið viðkvæðið frá því að vinstri flokkarnir settust við valdatauma, að þeir væru " góða ríkisstjórnin " þar sem hrunið væri hinum að kenna, líkt og þeir sjálfir hafi ekki verið þáttakendur í pólítik.

Hin " góða " rikisstjórn hefur nú lagt slíkar álögur og skatta á landsmenn að aldrei hefur áður nokkuð viðlíka sést á byggðu bóli, en stjórnin ætlast til þess að sama tíma að hagkerfið dafni við það hið sama, sem það gerir ekki.

Aðalmarkmiðið virðist vera að reka ríkissjóð á núlli í kreppunni, en láta heimilin borga kolvitlaus lánakjör hins yfirtoppaða loftbóluþjóðfélags fyrir hrun, þannig að fjármálafyritækin tapi sem fæstum krónum.

Kjarasamningsgerð á vinnuarkaði er eins konar sjónarspil rétt eins og fyrri daginn því áður en launahækkanir koma i hús, hefur verðbólgudraugurinn kveðið dyra á sinni rándýru drossíu verðtryggingunni.

Það er með ólíkindum að við Íslendingar skulum hafa sætt okkur við verðtryggingarvitleysuna öll þessi ár, og jafn stórfurðulegt að Alþingi skuli engu hafa áorkað til breytinga í þessu efni, áratugum saman.

Nú um stundir er eitt stykki nefnd að skoða verðtryggingu, skyldi hún komast að því að taka hana af dagskrá ?

Það verður fróðlegt að sjá.

kv.Guðrún María.


Arðbær sjávarútvegur hlýtur að byggja á vitund um lífríki sjávar.

Hvað vita menn um ástand lífríkis sjávar kring um landið, varðandi viðgang og vöxt fiskistofna til framtíðar ?

Getur það verið að vitneskja um hafsbotninn sé í algjöru lágmarki sem og rannsóknir á áhrifum veiðarfæra í núverandi kerfi fiskveiða hér á landi ?

Hve mörg prósent islenska fiskiskipaflotans veiðir með þungum botnveiðarfærum
sem raska lífríki sjávar á hafsbotni ?

Hversu langt upp að landsteinum er veitt með þungum botnveiðarfærum ?

Hve mikinn tíma árs ?

Hversu mikill hluti íslenska fiskiskipaflotans, hve mörg prósent, getur talist stunda sjálfbærar veiðar ?

kv.Guðrún María.


Umboðslaus ríkisstjórn, klofin í herðar niður í afstöðu til Evrópusambandsins.

Það er æði hjákátlegt að sjá utanríkisráðherra hjala fjálglega um það að samningar gangi fljótt ef aðir hlusta bara á rök okkar.

Ríkístjórn sú sem ráðherran tileyrir er ekki sammála um inngöngu í sambandið, hvað þá að þeim hafi dottið í hug að spyrja þjóðina hvort hún væri tilbúin til þess að ganga til samninga.

Mál þetta er því allt í íslenskum pólítískum hátíðabúningi enn sem komið er, þar sem ein fjöður kann að verða að sjö hænsnum.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Sjávarútvegskafla lokað síðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að leggja sjávarútvegsmál upp í þessum viðræðum ?

Nú vill svo til að fyrir Alþingi liggur frumvarp að breytingum á kerfi sjávarútvegs frá stjórnvöldum.

Hvaða áherslur mun samninganefnd í þessum málaflokki leggja upp með í þessar viðræður, kerfis sem er gildandi eða þær kerfisbreytingar sem fyrir dyrum eru ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Viðræður um aðild að ESB að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Verkefni mitt þetta sumarið er að halda áfram við að ná heilsu minni til baka með sjúkraþjálfun tvisvar í viku og hreyfingu þess að milli.

Mér finnst það ekki ganga nógu vel að losna við verkina þrátt fyrir að gera allt rétt eins og mér er sagt að gera en í góða veðrinu undanfarið hef ég verið að reyna að ganga aðeins lengra en áður en það var eitthvað sem var ekki nógu gott, því miður.

Ég bít á jaxlinn og bölva í hljóði og stundum upphátt, eins og það bæti nú eitthvað en þannig er það bara.

Held ég sé búin að lesa flest allt lesefni sem finna má á netinu um rannsóknir á bakáverkum hér á landi, meðferð og horfum, en veit að vandamálið er að fá vöðvasystemið til þess að virka saman að nýju eftir að samfall í hryggjarliðum kemur til sögu í kjölfar áverka.

Ég veit það líka að þetta er mikið pússluspil þess efnis að hreyfa sig nóg en samt ekki of mikið þannig að maður verði ekki verri.

Hjá mér er þetta greinilega langhlaup en ekki hundrað metra hlaup,að ná mínu heilsutetri til baka þessu sinni og við það verður maður að una.

kv.Guðrún María.


Ættin frá Rauðsbakka undir Eyjafjöllum.

Steinunn Jónsdóttir amma mín heitin, er ein fjórtán systkina frá Rauðsbakka undir Eyjafjöllum, en síðari árin, bjó hún og starfaði í Vestmannaeyjum.

Guðrún systir hennar heitin, bjó á Miðbælisbökkum, var fósturmóðir föður míns Óskars Ketilssonar, sem tók við búi fósturforeldra sinna, en mér hlotnaðist sá heiður að vera skírð í höfuðið á Guðrúnu heitinni.

Þorbjörg systir þeirra heitin bjó á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, og Jónina heitin, bjó í Steinum, en Markús bróðir þeirra, heitin hélt búskap á Rauðsbakka um tíma.

Valgerður ein systranna flutti til Fáskrúðsfjarðar og bjó þar sinn aldur mér best vitanlega en á síðari árum kynntist ég óvænt dóttur hennar Karólínu sem nú er fallin frá, og barnabarni þar sem við vorum nágrannar.

Kristín bjó í Gíslholti í Vestmannaeyjum en Jóhanna systir þeirra bjó einnig í Eyjum sem og Sigríður sem bjó á Landagötu 16, en þangað kom ég oft sem barn i heimsókn og einnig í Gíslholt.

Jafnframt fluttist eitt systkina frá Rauðsbakka að Stóru Mörk,  og þar er frændgarður, en frændgarðurinn frá Rauðsbakka er orðinn stór og mikil og mér finnst það tímabært að fara að taka saman upplýsingar um ættina og til þess eru þessi orð rituð, og mín vitneskja er takmörkuð og fleri sem vita meira og betur en ég.

 

RIMG0012.JPG_0001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rauðsbakki í gamla daga.

 

 

með góðri kveðju.

Guðrún María. 

 

 


Læknar og fíkniefnavandamálið.

Það hefur verið dregið fram að undanförnu í þáttum Kastljóss rikissjónvarpsins að hluti af því fíkniefnaflóði sem flæðir um í samfélagi voru lyf sem ávísuð eru af læknum til sjúklinga.

Það er ekki eins og það á að vera og hvers konar aðhald sem þarf til þess að sporna við slíku er eitthvað sem er nauðsynlegt.

Eins og oft áður hleypur hópur manna í vörn fyrir lækna í voru fámennissamfélagi þar sem viðkomandi aðila má ekki nefna á nafn þótt viðkomandi séu opinberir starfsmenn og starfi fyrir skattfé almennings í þessu landi.

Hér er á ferðinni hinn aldagamli undirlægjuháttur og klíkuskapur.

Raunin er sú öllum getur orðið á og aðhald og eftirlit er eitthvað sem hvoru tveggja þarf og verður að vera í lagi á öllum timum.

Reyndur ökumaður getur ekið út í skurð þótt hann hafi aldrei gert það áður.

Hið gífurlega flóð lyfja sem til staðar eru við jafnt mögulegum vandamálum sem ómögulegum hefur leitt til þess að læknar hafa í auknum mæli hneigst til þess að ávísa lyfjum um of, að mínu áliti, með því viðbótarvandamáli á stundum, að hluti þessara lyfja sem hægt er að fá hjá læknum er orðinn hluti af fíkniefnamarkaði í landinu sem er stóralvarlegt mál og heilbrigðisyfirvalda við að fást.

Vonandi skilar aukið aðhald af hálfu yfirvalda, sér í bættum aðferðum.

kv.Guðrún María.


Íslendingar fresti aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá það atriði að öll hin mikla óvissa í Evrópu sem og áframhaldandi tilvist Evrópusambandsins sem myntbandalags er í uppnámi.

Nú þegar ætti það hið sama að vera nægileg forsenda til þess að fresta aðildarviðræðum af hálfu stjórnvalda hér á landi, svo fremi þau hin sömu séu ekki blinduð af sýn á þrönga pólítíska sérhagsmuni einstakra flokka hér innanlands um inngöngu í Esb.

Krafa þess efnis að Ísland fresti aðildarviðræðunum, mun án efa verða háværari með hverjum degi sem líður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísland ökumaðurinn á vegi samningsviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband