Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Burt með núverandi flokka við stjórn Reykjavíkurborgar.
Fimmtudagur, 21. apríl 2011
Ég tel bráðnauðsynlegt að sett verði í gang stjórnsýsluúttekt á þeim aðferðum sem núverandi meirihluti í Reykjavík hefur orðið uppvís um að viðhafa í formi sparnaðaraðgerða þar sem þetta stærsta sveitarfélag landsins ræðst á lögbundin verkefni, meðan fjármagni er veitt á sama tíma í verkefni sem ekki falla innan ramma laga til fjárveitinga.
Málaflokkurinn er skólar og börn í skólum þar sem raska á verulega skilyrðum þeim er verið hafa í þeim efnum, meðan fjármagni er varið í aðra þætti sem eins og áður sagði falla utan lögbundinna verkefna.
Enginn skyldi sætta sig við slíkt og brotthvarf fulltrúa minnihlutans úr embættum við stjórn borgarinnar við þessi kaflaskil er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt.
Við höfum nefnilega fengið miklu meira en nóg af óviðunandi stjórnsýslu hér á landi og hér tekur steininn úr, þar sem menn fengu tækifæri til þess að sjá að sér, en gerðu ekki.
Burt með þessa flokka úr stjórn borgarinnar.
kv.Guðrún María.
Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
" Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot..... "
Fimmtudagur, 21. apríl 2011
Varnarsigur segir Steingrímur, en einhver var það sem skoraði markið til þess að þessum sigri væri landað, eða hvað ?
Var það kanski meirihluti þjóðarinnar, sem forsetinn hafði sent boltann til ?
Svo ekki sé minnst á forsetann sem tók við boltanum er niðurstaðan var ljós og ræddi málin, meðal annars um matsgerðir matsfyrirtækja þar sem sá hinn sami var í sókninni og skoraði mikilvægt mark.
Liðsheildin skiptir máli í þessu efni, þetta eru strákarnir okkar.
kv.Guðrún María.
Varnarsigur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverjum skyldi henta að Besti flokkurinn geri mistök og verði ekki endurkosinn ?
Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Hræðsla gömlu flokkanna við Besta flokkinn er ógnun við flokkakerfið það vita flestir sem vilja vita.
Fáum hefði hins vegar dottið í hug að nýgræðingsháttur á stjórnmálasviðinu myndi leiða til þess að sá flokkur myndi láta sér detta í hug svo drastískar tillögur sem þær sem sá hinn sami hefur róið í gegn í borgarstjórn með tilstyrk samstarfsflokksins Samfylkingar.
Getur það verið að þessi ákvarðanataka Besta flokksins verði til þess að valda verulegu fylgistapi samstarfsflokksins Samfylkingarinnar,
eða verður það " bara " Besti flokkurinn sem þurrkast út í næstu kosningum ?
Hvers konar ákvarðanataka í stjórnsýslu er pólítik, þar sem reynslan er kennari svo fremi reynslu sé til að dreifa.
kv.Guðrún María.
Sameiningartillögur samþykktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar er Umboðsmaður barna og ráðherrar skóla og velferðarmála ?
Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Það er því miður rétt að hér er um að ræða afskaplega mikil afglöp í stjórnsýslu, þar sem hægt er að skrifa á annan flokkinn vankunnáttu þ.e Besta flokkinn en hinn ekki Samfylkingu sem sat í stjórn borgarinnar í R-lista samstarfi um tíma og byggði mikið upp af því skólastarfi sem nú er verið að rífa niður.
Það atriði að rífa niður starf skóla í grunnþjónustu við samfélag er alvarlegt mál á þeim tímum sem við upplifum hér á landi nú þar sem viðkomandi aðilar er stjórna skyldu ALDREI sakaðir um það samráðsleysi sem hér hefur því miður ráðið ferð.
Flestir gera sér grein fyrir því að aðhald og sparnaður er eitthvað sem alltaf þarf að vera til staðar í opinberri þjónustu en forgangsraða þarf fjármagni hvað varðar lögbundin verkefni sveitarfélaga annars vegar og ólögbundin hins vegar þar sem grunnþjónustu skyldi ætíð ofar ólögbundnum verkefnum, eðli máls samkvæmt.
Fari sveitarfélög hvort sem um er að ræða höfuðborg landsins eða önnur sveitarfélög út af sporinu í ákvarðanatöku um sparnað hvað varðar lögbundin verkefni meðan fjármagni er veitt í ólögbundin verkefni, tel ég að það sé ráðuneyta málaflokksins að gera athugasemdir við slíkt.
Jafnframt er Umboðsmaður Barna hér á landi.
kv.Guðrún María.
Stjórnsýslulegt níðingsverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvern hafa þeir talað við hér á landi ?
Þriðjudagur, 19. apríl 2011
Mikið væri nú gaman að vita hvaðan hin mikla undrun Uffe Elleman Jensen og Mogens Lykketoft er komin.
Það skyldi þó aldrei vera að þeir hefðu rætt við einhverja hér á landi sem hugsanlega kynnu að hafa mótað þessa afstöðu þeirra til mála.
Að öðru leyti væri það mjög ánægjulegt ef einhver byði þeim hingað til lands til fræðslu um lýðræðisvitund Íslendinga nú á dögum.
Kanski ættum við Íslendingar frekar að bjóða Margréti Danadrottningu hingað, hver veit.
kv.Guðrún María.
Undrandi á forseta Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sorgleg vanvirðing borgaryfirvalda í Reykjavík við faglegt starf í skólum.
Þriðjudagur, 19. apríl 2011
Sé það virkilega svo að halda eigi þessari hugmyndafræði til streitu af hálfu sitjandi aðila við stjórn borgarinnar þá er þar með tilkominn fullkomin vanvirðing gagnvart faglegu starfi og menntun þeirra er þar hafa lagt hönd á plóginn.
Ef menn átta sig virkilega ekki á því að auðveldara er að rífa niður en byggja upp í þessu efni, þá skortir viðkomandi valdhafa vitneskju um eðli mála.
Ég starfaði sex ár á leikskóla í Reykjavík á sínum tíma, sem ófaglærður starfsmaður og sótti þau námskeið sem mér var mögulegt sem gaf mér einhverjar 43 einingar á uppeldissviði, sem hafa vissulega nýst mér vel en þá borgaði sig ekki fyrir mig að mennta mig meira því byrjunarlaun leikskólakennara voru svo lág, það hið sama breyttist eitthvað með tíð og tíma, en hinn mikli skortur á faglærðu fólki við störf með börnum var þá tilfinnanlegur.
Það er hörmuleg afturför og virðingarleysi gagnvart menntun á þessu sviði að hrinda í gegn breytingum sem þessum með því að segja upp stjórnendum skóla fram og til baka sem mun óhjákvæmilega, hafa áhrif á aðstæður barna og umhverfi til lengri og skemmri tíma.
kv.Guðrún María.
Hætt verði við sameiningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvótakerfið, fimm hundrað og fimmtugasti kapítuli.
Þriðjudagur, 19. apríl 2011
Össur hrópar þjóðaratkvæði um kvótann, það er einfalt að hrópa upp en annað að segja en í að komast.
Raunin er sú að hvers konar breytingar á kvótakerfi sjávarútvegs urðu æ torveldari eftir því sem leið á tilvist þessa kerfis, sökum þess að kvótinn var veðsettur í fjármálasstofnunum, sem ætti að vera efst á baugi sem rannsóknarefni um íslenskt samfélag og þau mistök sem þar komu til sögu.
Andvaraleysi Alþingis við að sníða ágalla af kerfinu í áföngum hefur verið algert til lengri og skemmri tíma, sem hefur aðeins þýtt eitt að enn erfiðara er framkvæma kerfisbreytingar.
Kvóti er aðeins takmörkuð heimild til veiða, heimild sem veitt er eitt ár í senn, milli fiskveiðiára, þannig er laganna hljóðan en inn í sömu lög var sett ákvæði á sínum tíma er Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra, að heimilað væri framsal á kvóta millum útgerða, leiga eða sala, þ.e framsal.
Aldrei, ég endurtek aldrei skyldi það hið sama ákvæði hafa komist inn í sama lagabálk þar sem það hið sama stangaðist á við fyrstu grein sömu laga um fiskveiðistjórn.
Fiskveiðistjórnunarlöggjöfin er því miður frá þeim tíma klúður sem aldrei hefur tekist að leiðrétta, og eftir því sem menn högnuðust meira á braskheimildum þeim sem komust inn i lagasetninguna því meiri hamagangur varð til að verja óbreytt kerfi, og ólög sem góðir lögmenn sjá í hendi sér að stangast hvert á annars horn voru látin ganga áfram með tilheyrandi vandræðum allra handa.
Nýliðun í kerfinu var gerð ómöguleg vegna kostnaðar til þess hins arna.
Þáverandi Þróunarsjóður sjávarútvegs keypti smábátasjómenn út úr kerfinu með gylliboðum undir formerkjum meintrar hagræðingar í greininni eins stórvitlaust og það nú var.
Stærri og færri einingar var formúlan lengst af en mæling á sóun aðferðafræðinnar var illa finnanleg fyrr en brottkast náðist á mynd, þá var sett á fót nefnd til að skoða brottkastið.
Flestir íslenskir sjómenn þekkja og vita ágalla á þessu kerfi sem verið hafa frá upphafi þess að braskið var lögleitt, þeir vita einnig um umgengni við fiskimiðin sem og byggðaröskun þá sem framsalsbraskið orsakaði.
Það breytir því ekki að sjómenn hafa þurft að starfa við þau skilyrði sem kerfisskipulagið inniheldur á hverjum tíma og meðan Alþingismenn hafa ekki komið í gegn breytingum tíl bóta hefur þurft að starfa við sömu aðstæður.
Hvorki fyrningarleið né uppboðsmarkaður á kvóta er að mínu viti leið út úr þessu kerfi nú, því miður, þótt taka þurfi ákvörðun um að afnema framsal alfarið.
Aðrar kerfisbreytingar er hins vegar hægt að framkvæma í áföngum, þar sem sjálfbær nýting fiskimiðanna á hafsvæðinu kring um landið er forsenda breytinga s.s samsetningu fiskiskipastólsins, eftir efnum og aðstæðum, sem og festing heimilda til veiða við einstök landssvæði sem er eðlileg að mínu viti.
Þjóðaratkvæði um hvort þjóðin vilji núverandi kerfi já eða nei þarf ekki að spyrja að, menn vita að þjóðin vill breyta þessu kerfi og það er kjörinna fulltrúa að leggja fram tillögur um það hið sama.
Fyrir mig var það afar ánægjulegt að samþykkja fyrstu tillögur Framsóknarflokksins að breytingum á þessu kerfi á flokksþinginu á dögunum ekki allar með því móti sem ég hefi hér rætt um, en skref til umbóta.
kv.Guðrún María.
Þjóðaratkvæði um kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðildarumsókn að Evrópusambandinu eru mestu mistök þessarar ríkisstjórnar.
Mánudagur, 18. apríl 2011
Samfylkingin sem fer með forsvar í ríkisstjórn landsins gerði það að sínu fyrsta verki að koma í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu, í andstöðu við hluta flokksmanna í samstarfsflokknum, þar sem eftirmálar þess hins sama eru nú afar ótryggur stjórnameirihluti vegna brotthvarfs þingmanna til stuðnings við stjórnina.
Klaufaskapur þess efnis að leita ekki til þjóðarinnar og spyrja um vilja þess að ganga til viðræðna mun reynast vinstri flokkunum dýrkeypt mistök, við stjórnvöl landsins, mistök sem þeir hinir sömu flokkar munu þurfa að meðtaka, rétt eins og höfnun þjóðarinnar á því að samþykkja samninga um Icesaveskuldaklafann í formi laga frá Alþingi.
Umsókn um aðild að Evrópusambandinu var nefnilega tekin fram fyrir það atriði að bjarga landinu út úr hremmingum hruns, sem segir meira en mörg orð um forgangsröðun af stefnuskrám flokka með tilliti til þess að ganga í augu eigin flokksmanna.
Meira og minna hefur mál þetta litað mörg önnur og brýnni verkefni við að fást á sviði stjórnmálanna hér á landi og andvaraleysi sitjandi ríkisstjórnar gagnvart innanlandshagsmunum hefur því miður verið vel sýnilegt.
Með öðrum orðum núverandi ríkisstjórn hefur ekki eygt skóginn fyrir trjánum í sinni vegferð við stjórnvölinn vegna einblýni á Evrópusambandið í annarri hverri athöfn.
kv.Guðrún Maria.
Batnandi mönnum er best að lifa.
Mánudagur, 18. apríl 2011
Óhjákvæmilega er það nokkuð sérstök upplifun að sjá fulltrúa núverandi ríkissstjórnarflokka sem töldu okkur trú um það samþykkja yfir okkur samningsklafa sem núverandi stjórn hafði leitt í lög, tala máli þjóðarinnar erlendis, nú, algjörlega á öndverðum meiði, við eigin fyrri afstöðu í málinu.
Hafi einhver efast um að Ragnar Reykás, endurspegli ýmislegt í pólítik, þá hygg ég að efasemdarmönnum sem slíkum fækki.
kv.Guðrún María.
Leggja ekki stein í götu okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsóknarflokkurinn á ekkert erindi í núverandi ríkisstjórn.
Sunnudagur, 17. apríl 2011
Ég er ósammála Siv Friðleifsdóttur í þessu efni varðandi það atriði að Framsóknarflokkurinn eigi erindi í núverandi ríkisstjórn.
Á nýafstöðnu flokksþingi var samþykkt ályktun þess efnis Framsóknarflokkurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. Þar kemur fram mjög skýr afstaða flokksmanna.
Þetta viðtal sem vitnað er í sýnist mér sama efnis og birtist í blaðinu Hafnfirðingi, við Siv, sem kom út núna fyrir helgina.
Siv Friðleifsdóttir er dugnaðarforkur í pólítik og ég trúi því ekki að hún muni gera áhuga sinn á aðild að Evrópusambandinu sem sérstakt ágreiningsefni við samflokksmenn sína, enda litið eðlilegra en að skiptar skoðanir séu innan flokka um mál sem slíkt.
kv.Guðrún María.
Frjálslyndur hópur finnur sig ekki í flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |