Aðildarumsókn að Evrópusambandinu eru mestu mistök þessarar ríkisstjórnar.

Samfylkingin sem fer með forsvar í ríkisstjórn landsins gerði það að sínu fyrsta verki að koma í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu, í andstöðu við hluta flokksmanna í samstarfsflokknum, þar sem eftirmálar þess hins sama eru nú afar ótryggur stjórnameirihluti vegna brotthvarfs þingmanna til stuðnings við stjórnina.

Klaufaskapur þess efnis að leita ekki til þjóðarinnar og spyrja um vilja þess að ganga til viðræðna mun reynast vinstri flokkunum dýrkeypt mistök, við stjórnvöl landsins, mistök sem þeir hinir sömu flokkar munu þurfa að meðtaka, rétt eins og höfnun þjóðarinnar á því að samþykkja samninga um Icesaveskuldaklafann í formi laga frá Alþingi.

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu var nefnilega tekin fram fyrir það atriði að bjarga landinu út úr hremmingum hruns, sem segir meira en mörg orð um forgangsröðun af stefnuskrám flokka með tilliti til þess að ganga í augu eigin flokksmanna.

Meira og minna hefur mál þetta litað mörg önnur og brýnni verkefni við að fást á sviði stjórnmálanna hér á landi og andvaraleysi sitjandi ríkisstjórnar gagnvart innanlandshagsmunum hefur því miður verið vel sýnilegt.

Með öðrum orðum núverandi ríkisstjórn hefur ekki eygt skóginn fyrir trjánum í sinni vegferð við stjórnvölinn vegna einblýni á Evrópusambandið í annarri hverri athöfn.

kv.Guðrún Maria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myndi frekar kalla það kalkúlerað tilræði í stað mistaka.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 08:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ekki verra nafn Jón Steinar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.4.2011 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband