Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Miðstýrðir kjarasamningar með hagvaxtarvæntingaveðmálum.

Það atriði að báðir aðilar vinnumarkaðar sitji saman á fundi með stjórnvöldum við gerð kjarasamnninga fyrir launamenn í landinu er síst af öllu leiðarljós framtíðar.

Það er stjórnvalda að skapa skilyrði en ekki sitja á fundi með aðilum vinnumarkaðar þvi þar með eru frjálsir kjarasamningar hjómið eitt í raun.

Er ekki miklu einfaldara að ríkisstjórnin leggi fram launafrumvörp um ríkislaun í landinu ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Verðum að veðja á framtíðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð á Alþingi.

Á sama tíma og hingað kemur loftrýmisgæsla frá Nato, lýsir fyrrum ráðherra VG, því yfir að hún treysti bandalaginu ekki fyrir horn, eins sérstakt og það nú er.

Hins vegar ef til vill lýsandi dæmi um tilraunir til þess að þvo hendur sínar af óþægilegri ákvarðanatöku sem viðkomandi stjórnvöld standa að sem valdhafar í landinu.

VG, var í lófa lagið að gera athugasemdir við málið fyrr á stigum þess, í stað þess að koma af fjöllum seint og um síðir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Treysti NATO ekki fyrir horn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa ráðamenn eytt miklum tíma að tala kjark í þjóðina ?

Svar mitt er NEI, það hafa þeir ekki gert, þótt sjaldan eða aldrei hafi verið meiri ástæða til þess arna.

Þess í stað hafa alls konar deilur og erjur í stjórnarsamstarfinu og vandamál um framgang stjórnarstefnunnar verið helsta fréttaefni öllum stundum frá því þessi ríkisstjórn settist við valdatauma.

Nýjasta dæmið er þáttaka stjórnvalda í hernaðaraðgerðum í Líbýu.

Meðan almenningur í landinu horfir á ráðamenn bítast innbyrðis um keisarans skegg í hvorum flokki fyrir sig er sitja þó saman í ríkisstjórn, er það vart til þess að auka vonir um samvinnu um þjóðarhagsmuni til framtíðar.

Hin mikla pólítíska tímaskekkja þess efnis að setja aðildarumsókn að Evrópusambandinu í gang á tímum heimskreppu, ásamt því að klúfa þjóðina í fylkingar þegar hvað mest þörf var til samvinnu, ber vott um skort á heildaryfirsýn.

Með öðrum orðum reyna að sækja vatnið yfir lækinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íslendingar ekki bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsleg óstjórn upp úr hruni.

Núverandi valdhafar völdu ranga leið, þ.e leið skattahækkana í stað þess að lækka skatta og örva hagkerfið og forða fjöldanum öllum af annars konar vandamálum við að fást.

Þess í stað hefur sú leið verið valin að plástra þetta og hitt, hér og þar.

Alls konar sértækar aðgerðir í formi þess að setja stóra fjármuni úr ríkiskassanum í hitt og þetta nær endalaust, verður til þess að spurningin vaknar um það hvar og hvenær slíkt skal taka enda ?

Ofsköttun hvort sem um er að ræða fyritæki eða einstaklinga skilar sér ekki og þegar svo er komið að ekki tekst að innheimta lengur alla þá skatta og gjöld sem hinu opinbera dettur í hug að leggja á , þá er illa komið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skattar hækkuðu lánin um 18,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri kanski hægt að ræða tilvísanakerfi í tímum sparnaðar ?

Það væri nú fróðlegt fyrir almenning að fá tölulegar upplýsingar upp á borðið í þessu efni, það er, um hvað er verið að ræða í þessu sambandi ?

Er eitthvað eðlilegt að íbúar á fjölmennasta svæði landsins geti gengið beint í sérfræðiþjónustu með niðurgreiðslum af hálfu allra, meðan hluti landsmanna á ekki aðgengi að slíku, nema með aukakostnaði ?

Ég er ansi hrædd um að ýmis álitamál um skipulag eins kerfis gætu hugsanlega komið upp á borðið nú á þessum tímum hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sérfræðilæknar hafna frestun samningsslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá segir þú bara af þér Ögmundur, eða hvað ?

Kanski þarf Steingrímur einnig að segja af sér til þess að standa með sannfæringu sinni varðandi það atriði að sjá til þess að íslensk stjórnvöld séu ekki hluti af stríðsrekstri í heiminum.

Ef ég þekki rétt þá er þetta " gal og gap " sams konar og " Ísland úr Nato , herinn burt " sem löngum hefur verið stungið undir stól þegar kemur að einhvers konar aðkomu að stjórnartaumum hingað til.

Ef Vinstri hreyfingin Grænt framboð getur fengið samstarfsflokkinn Samfylkingu til þess að Ísland segi sig úr Nato, þá erum við án þáttöku í hernaðarsamstarfi hvers konar.

Ekki er víst að það takist á kjörtímabilinu, en hver veit !

kv.Guðrún María.


mbl.is Verið að grafa undan vægi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein þau mestu mistök síðari ára sem gerð hafa verið.

Ég er ansi hrædd um að það sjái enn ekki fyrir endann á þessu stjórnlagaþingsmáli og það atriði að Alþingi standi að þessum hætti mála er í raun óviðunandi, og aðeins verið að henda fjármunum út um gluggann, þar sem ljóst er að hvers konar niðurstöður stjórnlagaráðs munu véfengdar eftir þessa málsmeðferð, alveg sama hvernig á það er litið.

Hver slær hendinni á móti því að þiggja þingmannalaun nokkra mánuði svo fremi það sé í boði af hálfu Alþingis, burtséð frá því hvort tilgangurinn hafi misst marks ?

Svari hver fyrir sig.

kv.Guðrún María.


mbl.is 17 hafa þegið sæti í stjórnlagaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. Sigfússon hefur þegar samþykkt hernaðaraðgerðirnar í ríkisstjórn.

Íslenskir vinstri menn taka nú þátt í stríðsrekstri, í formi flugbanns gegn Líbýu.

Öðruvísi er það ekki.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Tvískinnungsháttur hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, með því að segja NEI:

Það er kjörinna stjórnmálamanna að vinna að efnahagslegu sjálfstæði einnar þjóðar, hvort sem er á erfiðum tímum eða þegar betur árar.

Aldrei skyldu þeir hinir sömu taka áhættu af samningum við aðrar þjóðir er kann að ógna með einhverju móti því hinu sama sjálfstæði, þar sem óvissuþættir fyrir hendi eru með því móti að enginn getur sagt fyrir um hvað sá reikningur kostar sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt í frumvarp til laga, til handa þjóðinni.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að sníða einu þjóðfélagi stakk eftir vexti og aðlaga eigin gjaldmiðil að raunveruleikanum, vinna úr þeim vanda sem fyrir hendi er og skoða stöðu til framtíðar.

Það gerist ekki með óútfylltum tékka líkt og stjórnmálamanna hefur oft verið venja að viðhafa gegnum tíð og tíma, þar sem ábyrgðin hefur verið eitthvað ofan á brauð.. það gerist með því að horfast í augu við ástandið eins og það er og nýta þá kosti sem fyrir hendi eru.

Einkafyrirtæki, það er þeir bankar sem hér störfuðu fyrir hrun skulu bera ábyrgð á sínni starfssemi ekki almenningur í landinu þar sem búið var að selja bankana.

Hlutverk ráðamanna er og verður að standa vörð um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og sé þar vikið af vegi svo sem nú er komið, þá trúi ég því að þjóðin hafni slíkum kostum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Icesave-hópar stækka ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu margar yfirlýsingar og mótmæli fóru frá íslenskum ráðamönnum ?

Beiting hryðjuverkalaga gegn Íslendingum er eitthvað sem hefur ekki lotið miklum mótmælum af okkar hálfu mér best vitanlega.

Klókir stjórnmálamenn hefðu að sjálfsögðu sent frá sér yfirlýsingu þess efnis til Breta að verið væri að skoða málsókn vegna þessa.

Á það hefði mátt minna reglulega.

Það er nokkuð ljóst að regluverk Evrópusambandsins var ónýtt úr því Bretar beittu þessum lögum.

kv.Guðrún María.


mbl.is 86% vilja fara í mál við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband