Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Oft var þörf, en nú er nauðsyn Sigmundur Davíð.
Mánudagur, 28. febrúar 2011
Sjaldan eða aldrei hefur verið meiri þörf á sterkum leiðtogum á stjórnmálasviðinu hér á landi, leiðtogum sem standa vaktina með þjóðinni.
Ég fagna því mjög að formaður míns flokks muni beita sér í málinu, en kúvending Sjálfstæðismanna er og verður ótrúverðug að mínu viti, alveg sama hvernig á það er litið.
Spunameistarar ríkisstjórnarflokkanna gleypa allt hrátt sem frá sitjandi ríkisstjórn kemur og vinna því brautargengi hvers eðlis sem er, þvi miður og skortur á andstæðum sjónarmiðum er fyrir hendi.
Áhangendur aðildar að Evrópusambandinu virðast hafa hengt hatt sínn á það atriði að samþykkja verði Icesave til þess að ganga kindagötur aðildarumsóknarinnar, þótt ekkert væri eðlilegra en aðskilja það hið sama.
Þannig hefur mál þetta þróast í pólítíska farveginn , svart og hvítt og ekkert þar á milli, þvi miður, þar sem fjölmiðlar hafa ekki gert annað en ganga sama veg sama hvort um er að ræða ríkisfjölmiðla eða aðra.
kv.Guðrún María.
Gæti beitt sér í Icesave-deilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þökk fyrir ábendingu um staðreyndir Ingibjörg Sólrún.
Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Það er sannarlega mikilvægt að leiðrétta staðhæfingar um mál sem þetta ekki hvað síst áður en þjóðin gengur til atkvæða um málið.
Hafi Ingibjörg Sólrún þakkir fyrir.
Mér dettur í hug vers úr gömlum sálmi sr. Mattíasar Jochumssonar , en það er svona.
" Þótt hið sanna liggi lágt,
er lygð til valda hefst.
Það færist samt í sigurátt,
og seinast verður efst. "
kv.Guðrún María.
Ingibjörg Sólrún segir þjóðina ekki skuldbundna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allur er varinn góður.
Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaganum vekur upp umhugsun um almannavarnaáætlanir á svæðinu, ef kæmi til þess að flytja þyrfti fólk af hluta svæðis eða svæðinu öllu.
Það kom mér á óvart hve lítið lesefni er að finna um almannavarnaráætlanir en mér best vitanlega er slíkt á verkssviði sveitarfélaga í samstarfi við Almannavarnadeild hins opinbera.
Svo virðist sem menn treysti all nokkuð á skilaboð gegnum fjölmiðla um leið og eitthvað gerist, en þá er eins gott að rafmagnið sé ekki úti.
Meiri fræðsla væri aðeins af hinu góða.
kv.Guðrún María.
Annar stór skjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég segi NEI, við Icesavesamning ríkisstjórnarinnar.
Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Ég get ekki samþykkt það að sitjandi stjórnmálamenn samþykki fyrir mína hönd ólögvarðar skuldbindingar til handa íslensku þjóðinni að inna af hendi til framtíðar, skuldbindingar sem komnar eru til sögu vegna óráðsíðu ekki aðeins hér innan lands, heldur um veröld víða í fjármálaheiminum.
Þessi grein sem ég set hér link á er fróðleg til lesningar í þessu sambandi og segir í raun það sem segja þarf.
http://www.visir.is/stridid-gegn-islandi/article/2009961273430
kv.Guðrún María.
Íslensk stjórnvöld úti að aka í efnahagsmálum þjóðarinnar ?
Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Treysti stjórnvöld sér ekki til þess að hafa nægilegan sjóð er tryggir innistæður Íslendinga í öllum íslenskum fjármálastofnunum, líkt og hér kemur fram þá eru góð ráð dýr, og hvers konar hugmyndir varðandi það atriði að við skulum taka á okkur skuldbindingar ævintýramennsku fjármálageirans fyrir hrun, út úr korti eðli máls samkvæmt.
Ef fjármálastofnanir hér á landi eru of stórar fyrir hagkerfið þá hlýtur að þurfa að vinna að því að þær hinar sömu minnki, í stað þess að stjórnvöldum sé ómögulegt að tryggja nema hluta innistæðna í þeim öllum.
Það er ekki nóg að setja lög á lög ofan þar sem hvað á fætur öðru rekst á annars horn, einkum og sér í lagi varðandi efnahagsgrundvöll einnar þjóðar.
kv.Guðrún María.
Ríkið verði að hlaupa undir bagga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ófaglegt viðhorf Háskólalektors..
Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Hvernig getur synjun forseta á lögum leitt til atvinnuleysis, þar sem sá hinn sami gerir það eitt að vísa málinu til þjóðarinnar ?
Viðkomandi lektor virðist að öllum líkindum, gefa sér það að fyrirfram að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu ( sem ekki hefur farið fram ) verði NEI, og lýsingar hans þær sömu og hafðar voru uppi af fylgismönnum stjórnarflokkana við fyrri atkvæðagreiðslu um sama mál.
Lektorinn greinir ekki á milli synjunar forseta annars vegar og þess að bíða verði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu hins vegar, og það er afar ófaglegt.
kv.Guðrún María.
Taldi synjunina auka atvinnuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðuþættir og blaðaskrif sem kynningarefni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu ?
Laugardagur, 26. febrúar 2011
Ég er svo aldeilis hissa, svo virðist sem menn ætli sér ekki að eyða krónu í að kynna málið fyrir þjóðinni, en umræðuþættir og blaðaskrif eru hér nefnd til sögu af ráðherra málaflokksins.
Kanski eigum við bloggarar líka að kynna málið, hver veit ?
kv.Guðrún María.
Kynning á Icesave í skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viti menn ekki hvert þeir ætla, ættu þeir ekki að leggja af stað.
Laugardagur, 26. febrúar 2011
Og þá vitum við það, stjórnarþingmaðurinn Atli Gíslason, hefur ekki meiri hugsjón en svo fyrir málinu en það að hann horfir í aurana þegar kemur að lýðræðislegri framkvæmd þar að lútandi eftir dóm Hæstaréttar og er tilbúinn til þess að taka upp " patentlausnapokann " til þess að leysa málið " einhvern veginn ".
Ef einhver dugur eða vilji væri til staðar hjá þessari stjórn til þess að koma máli þessu áfram þá væri ákvörðun um það að endurtaka kosningar til stjórnlagaþings komin fram, slíkt er ekki að finna og með ólíkindum í raun hve lítils virði lýðræðið og framgangur þess virðist vera og málið allt lítur nú út eins og leiksýning ríkisstjórnarinnar þar sem frambjóðendur til stjórnlagaþings eru þáttakendur ásamt þeim sem kusu.
kv.Guðrún María.
Atli: Horfi bara í aurana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þessi ríkisstjórn mun ekki innleiða ný vinnubrögð á Íslandi.
Laugardagur, 26. febrúar 2011
Það atriði að " leysa Icesavemálið " svo ríkisstjórnin geti nú setið út kjörtímabilið er ef til vill stórt í huga ráðherrans, en ekki í huga almennings í landinu þar sem það er ljóst að fleiri geta stjórnað hér á landi en þessi ríkisstjórn sem nú situr.
Það atriði að láta þjóðina greiða skuldir einkabanka í útlöndum án þess að fyrirfinnist lagagrundvöllur þar að lútandi, skuldir sem enn er óvíst um hverjar verða, til þess að lenda málinu er léleg aðferðafræði sitjandi stjórnmálamanna við stjórnvölinn.
kv.Guðrún María.
Samúð erlendra fjölmiðla ekki nóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alls konar nefndir og ráð skulu stjórna og stýra...
Föstudagur, 25. febrúar 2011
Það er greinilegt að sú staða sem kom upp í stjórnlagaþingsmálinu hefur lítt eða ekki verið rædd til hlýtar i ríkisstjórn en málið þess í stað sett í nefnd allra flokka á þingi, að virðist til þess að drepa málinu á dreif og koma sér undan ábyrgð.
Steingrímur telur að hægt sé að " yfirstiga annmarkana " á skipan manna í stjórnlagaráð en gleymir því að ef skipa á sömu menn og kosnir voru í ógildum kosningum eru menn ætíð í sömu stöðu og málið allt vafa undirorpið.
kv.Guðrún María.
Steingrímur vill stjórnlagaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |