Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Hvernig væri að gefa Samfylkingunni frí ?
Þriðjudagur, 25. maí 2010
Það er engum stjórnmálaflokki hollt að vera einráður við stjórnvölinn, alveg sama hvað sá flokkur heitir og ef til vill þarf Samfylking að fara í frí.
Reynsla undanfarinna ára hefur einnig sýnt, að mínu viti, að ekki er gott að hafa sömu flokka við stjórn sveitarfélaga og fara með landsstjórnina
Sjálf tek ég þátt í framboði Framsóknarflokksins núna, i mínum heimabæ og þar er einvala lið í efstu sætum, hugsjónafólk með hugmyndir um ný vinnubrögð í stjórnsýslu hins opinbera, fullt af atorku og dugnaði, ásamt reynslu og menntunar til starfa.
Framsóknarflokkur hefur ekki setið í bæjarstjórn síðustu fjögur ár, heldur einungis þrír flokkar Samfylking með meirihluta og VG og Sjálfstæðismenn í minnihluta.
Það er því valkostur að gefa nýju fólki tækifæri.
kv.Guðrún María.
![]() |
Samfylkingin með mest fylgi í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn eitt stjórnleysisástandið í ríkisstjórnarherbúðum Vinstri Grænna.
Mánudagur, 24. maí 2010
Því miður hefur þessi ríkistjórn á stundum verið álíka sjónleik, þar sem hver höndin er upp á móti annarri ef til vill í öðrum flokknum sem tekur þátt.
Brotthvarf Ögmundar úr ráðherrastóli og nú úrsögn Lilju úr fjárlagahópi verður til vangaveltna um það hvort menn geti virkilega ekki rætt sig niður á lausnir í þeim hópi sem heitir ríkisstjórn, nema að ganga út og inn, fram og til baka.
Með fyllstu virðingu fyrir viðkomandi þingmanni Lilju Mósesdóttur.
Einvern tímann hefði verið rætt um að flokkar væru óstjórntækir við slíkar aðstæður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segir sig úr ríkisfjármálahópi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Ísland á leið inn í gamla ráðstjórnarfyrirkomulagið ?
Mánudagur, 24. maí 2010
Bankarnir eiga meira og minna öll fyrirtæki og Bankasýsla ríkisins hefur með bankanna að gera.
Eða hvað ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Íslensku bankarnir uppfullir af steypu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvítasunna, tími vonar.
Sunnudagur, 23. maí 2010
Vonin sem vorkoman færir með því að klæða jörðina í græna litinn kærleikans, er til staðar á Hvítasunnu nú sem endranær.
Við megum ekki missa vonina, það þýðir ekki og áfram skulum við þrauka þátt fyrir eldgos og alls konar fjármálafár hér á landi.
Allt leitar jafnvægis, einnig efnahagsleg kreppa, og við skulum vona að eldvirkni minnki, og við fáum frið af völdum hamfara, til að byggja upp vort land til framtíðar.
Land sem á miklar vonir í æsku landsins, sem bæði veit og getur svo margt sem ekki var áður vitað.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úr 14 milljörðum í tæpa 3 milljarða, eignir fjármálastofnanna.
Sunnudagur, 23. maí 2010
Ekki nóg með það, heldur eru útlán og kröfur 70 % af þessum þremur milljörðum, var einhver að tala um loftbóluþjóðfélag ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Eignir bankanna dragast verulega saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vímuefnavandamálið í íslensku samfélagi.
Sunnudagur, 23. maí 2010
Stundum finnst mér Lögreglan vera alein að vinna í vímuefnavandanum, en auðvitað er svo ekki, við eigum meðferðaúrræði ýmis konar þar sem allt er reynt til þess að koma ungu fólki út úr þessum vanda, en gengur misvel, eins og með ofnotkun áfengis.
Eigi að síður tel ég að við Íslendingar þurfum að taka þessa hluti fastari tökum varðandi börn og ungmenni sem ánetjast vímuefnum, og lokaðar meðferðarstofnanir eru lausnin, annað ekki.
Börn eiga ekki að geta gengið út úr opnum meðferðarúrræðum meðan þau eru börn, þar skortir mörk.
Hinn stórkostlegi samfélagslegi kostnaður sem hlýst af því að missa ungt fólk í viðja vímuefnanotkunar er ómældur að ég tel, þar sem dóms, félags og heilbrigisráðuneyti ásamt menntamálaráðuneyti borga brúsann.
Þá er ótalin þjáning fjölskyldna varðandi þessi mál sem seint mun verða mælanleg eining.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fundu kannabis á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjársektir á fjárlagahalla, brandari ársins.
Laugardagur, 22. maí 2010
Evrópusambandið er enn á " Hrunadansleiknum " að virðist og ræðir nú um að taka upp fjársektir við fjárlagahalla, ef ég skil rétt.
Hvað næst ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Sameinast í vörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aukin skattheimta lamar atvinnulífið.
Laugardagur, 22. maí 2010
Orkuskattur á stóriðju verður væntanlega til þess að þau hin sömu fyrirtæki hugsa sér til hreyfings, og atvinnuleysi eykst, eða hvað ...?
Það verður fróðlegt að lita hugmyndir um aukna skattheimtu í útfærslu þessari en
ég sé það ekki gera annað að verkum en lama atvinnulíf sem er þó nógu veikt fyrir.
kv.Guðrún María.
![]() |
Skattar eiga að hækka um 11 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrap hráolíutunnunnar endurspeglar hagkerfi heimsins.
Föstudagur, 21. maí 2010
Enn sem komið er, hefur verð á olíu mikið að gera með neysluvísitölu einstakra ríkja, þar sem samgöngutækni nútimans er háð þeim hinum sömu orkugjöfum.
Að öllum líkindum mun verð olíutunnunnar því stilla hagkerfi um veröld víða, nú niður á við eftir ofþenslu undanfarin ár.
Vonandi skilar þessi lækkun sér htatt til okkar Íslendinga, ekki veitir af.
kv.Guðrún María.
![]() |
Olían hrapar í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varaformaður Framsóknarflokksins, óskar upplýsinga um launahækkun Seðlabankastjóra.
Föstudagur, 21. maí 2010
Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að efnahags og skattanefnd fái útskýringar á starfssemi Seðlabankans varðandi launahækkanir sem engin vildi kannast við að hafa lofað.
Hafi Birkir Jón, heiður og þökk fyrir.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ræða starfskjör bankastjórans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |