Hvítasunna, tími vonar.

Vonin sem vorkoman færir með því að klæða jörðina í græna litinn kærleikans, er til staðar á Hvítasunnu nú sem endranær.

Við megum ekki missa vonina, það þýðir ekki og áfram skulum við þrauka þátt fyrir eldgos og alls konar fjármálafár hér á landi.

Allt leitar jafnvægis, einnig efnahagsleg kreppa, og við skulum vona að eldvirkni minnki, og við fáum frið af völdum hamfara, til að byggja upp vort land til framtíðar.

Land sem á miklar vonir í æsku landsins, sem bæði veit og getur svo margt sem ekki var áður vitað.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband