Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Ekki er verra að prjóna eftir auganu.

Það er nú alveg stórkostlegt að sjá konur prjóna umvörpum úr íslenskri ull, nú um stundir, en sú er þetta ritar vill einmitt frekar prjóna án uppskrifta og þar kemur augað við sögu, frekar en eyrað.

Það hlaut að koma að því að íslenska ullin af sauðkindinni fengi uppreisn æru, en öðruvísi manni áður brá fyrir nokkrum árum síðan.

Sjálf hefi ég hins vegar ekki haft auka tíma til þess að prjóna nokkurn skapaðan hlut síðan í vor sem leið þegar ég prjónaði peysu og heklaði húfu á litlu frænku mína, eftir auganu.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Prjónað eftir eyranu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auka þarf þorskkvótann en láta loðnuna í friði þetta ár.

Ég ætla rétt að vona að menn falli ekki í þann pytt að hlaupa til og veiða allt sem finnst af loðnu sem hefur verið ofveidd undanfarin ár í hamagang hinnar meintu " verðmætaaukningar ".

Sjávarútvegsráðherra ætti að hafa haft bein í nefinu til þess að auka þorskkvóta nú þegar um 50.000. tonn, sem að ósekju er óhætt að bæta við nú þegar án áhrifa á lífríkið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fundu loðnu við Austurland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hefst þá hrun Evrópusambandsins.

Hrynji sá gjaldmiðill sem skal þjóna upphaflegu efnahagsbandalagi þjóða, þá er nokkuð víst að annað komið á eftir.

Hugmyndafræðin varðandi það atriði að róa í gegn stjórnarskrárhugmyndum sambandsins var og er að mínu viti upphafið að því að samband þetta myndi riðlast í sundur.

EF til vill þurfa menn þar á bæ að hefjast handa við naflaskoðun fyrr en síðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óttast að evran hrynji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guði sé lof.

Megi englarnir áfram vaka yfir Árna því hann er einstakur dugnaðarforkur það verður ekki af honum skafið, hvað svo sem á gengur.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Árni Johnsen velti bíl sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsældir núverandi meirihluta í Hafnarfirði, kunna að velta á niðurstöðu íbúakosningar.

Það er engin tilviljun að íbúar í Hafnarfirði skuli hafa safnað undirskriftum að nýju varðandi starfssemi álversins í Straumsvík, hvað varðar leyfi um stækkun, því starfssemin hefur all mikið að gera með afeidd störf í sveitarfélaginu. 

Fyrir dyrum eru hins vegar sveitarstjórnarkosningar og niðurstaða kosninganna hvað varðar það atriði að íbúar kunni að hafa skipt um skoðun og vilji nú leyfa stækkun, sem aftur yrði þá væntanlega ákvörðun sitjandi bæjarstjórnar, kann vissulega að hafa áhrif á vinsældir sitjandi aðila við stjórnvölinn.

Afar fróðlegt verður því að fylgjast með því hvort kosning þessi verði leyfð samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni, eða verði með sveitarstjórnarkosningum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stækkun álvers í brennidepli á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á að sameina Landlæknisembættið og Lýðheilsustofnun.

Það er ekki langt síðan að sú er þetta ritar, lagði þetta til þ.e að sameina embætti Landlæknis og Lýðheilsustofnun, þar sem þessar tvær stofnanir hafa eðli máls samkvæmt hlutverk sem fer heim og saman og því óþarft að viðhafa kostnaðarsamar stjórnunarstöður í tveimur stofnunum.

Útgjaldamesti málaflokkur þjóðarinnar er heilbrigðiskerfið og þar þarf svo sannarlega að færa til fjármagn þar sem grunnþjónusta við heilbrigði fær nægilegt fjármagn, sem skkvyldi sem aftur virkar sem forvörn alls er á eftir kemur.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Stjórnsýslustofnanir sameinist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar fróðlegt, verður þar Ungmennaráð og Öldungaráð eins og hefur verið í Hafnarfirði.

Að Garðabær verði " fyrstur " til þess að móta lýræðisstefnu, kemur mér nokkuð á óvart satt best að segja, því svo vill til að Hafnarfjörður, mitt sveitarfélag á hrós skilið fyrir það að gera tilraun til þess að viðhafa íbúalýðræði svo mest sem verða má, varðandi það atriði að bjóða til dæmis fulltrúum ungmenna og eldri borgara að borðinu varðandi ákvarðanatöku með sérstöku ráði á báðum stöðum.

Sú hin sama aðferð hefur verið viðhöfð hér síðasta kjörtímabil og slíkt ber að þakka því ég tel það af hinu góða.

kv.Guðrún María.


mbl.is Garðabær fyrstur með lýðræðisstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhæfingarleysið flýtur upp á yfirborðið.

Það kemur mér ekki á óvart að nú séu uppi deilur millum forstjóra stofnanna í heilbrigðisgeiranum, þ.e þegar kemur að niðurskurði þar á bæ.

Raunin er sú að fyrir löngu, löngu síðan hefði átt að vera tilkomin mun meiri samvinna á samvinnu ofan varðandi afar marga þætti heilbrigðisþjónustu þar sem liggur við að segja að hver hafi verið að vinna eitt sem annar fékk ekki upplýsingar um og því um ákveðna tegund ofþjónustu að ræða í því sambandi með tilliti til gæða þjónstu og nýtingar skattpeninga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forstjórar Kragasjúkrahúsanna ósáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið efnahagslega öngþveiti einnar þjóðar.

Það er og verður áleitin spurning hvers vegna sitjandi ráðamenn í ríkisstjórn landsins, hafi lagt fram frumvarp á Alþingi Íslendinga þess efnis að bjóða upp á ríkisábyrgð á samningagerð,  sem óljóst er um hvort þjóðin standi undir.

Hver er ábyrgð þeirra hinna sömu ?

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Skuldatryggingaálag lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn hefur staðið vaktina á Alþingi til upplýsingar um icesavemálið.

Þingmenn Framsóknarflokksins eiga heiður skilið fyrir það atriði að stuðla að því upplýsa þjóðina um icesavemálið í heild, með fyrirspurnum á þingi og umræðu um málið í samfélaginu.

Það eitt skiptir miklu máli fyrir skoðanamyndum að á hverjum tíma séu dregnar fram staðreyndir mála eins og þær blasa við þingmönnum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eðlilegt að undirbúa viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband