Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Hefur ríkisstjórnin gert sér grein fyrir hve vitlaust var að sækja um aðild að Esb, um þessar mundir ?
Föstudagur, 31. júlí 2009
Hin pólítiska tímaskekkja þess að senda inn aðildarumsókn að Esb, undir þeim efnahagslegu kringumstæðum sem þjóðin býr við eftir bankahrunið, til þess eins að þjóðir geti aftur sett á okkur þumalskrúfu þvingana, eru alvarleg mistök flokka við stjórnvölinn.
Það ber ekki vott um stjórnkænsku gagnvart hagsmunum landsins til framtíðar svo mikið er víst, og ótrúlegt að hin blinda trú Samfylkingar á Evrópusambandið hafi orðið tilefni þess sem á eftir hefur komið, ásamt undirlægjuhætti samstarfsflokks í ríkisstjórn VG, til þess að ýta þessu máli gegn um þingið gegn eigin flokksstefnu á alvitlausum tímapunkti stjórnmálalega af öllum tímum.
Fyrst átti að ganga frá icesave, svo var hægt að taka umsókn að Esb á dagskrá, það var eðlileg forgangsröðun eðli mála vegna.
kv.Guðrún María.
Vonast eftir láni í lok ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fróðleg skýrsla, skyldulesning kjörinna alþingismanna.
Föstudagur, 31. júlí 2009
Grunnstoð lýðræðisins veltur á þvi hvernig umgjörð kosningaskipulags og kosningakerfis í einu landi er og eftir að hafa lesið skýrslu ÖSE, sé ég að dregið er fram í skýrslu þessari ýmislegt sem þarf að lagfæra hér á landi.
Nægir þar að nefna það einfalda atriði að dómsmálaráðuneytið sjái til þess að staðlað form, undirskrifta frambjóðenda og meðmælenda sé það sem öll framboð skuli nota.
Jafnframt er ánægjulegt að sjá að tillögur eru um að leiða þurfi í lög að framboðum sé gefinn kostur á útsendingatíma til kynningar á framboði.
Mismunandi niðurstöður kjörstjórna annars vegar í Reykjavík N og S og hins vegar annars staðar á landinu er einnig dregið fram, og hvatt til samræmingar.
Misvægi atkvæða og fleira sem laga þarf.
kv.Guðrún María.
Atkvæðavægi átalið af eftirlitsnefnd ÖSE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar fróðlegt, " samlagssjóður " í eigu lífeyrissjóða, og banka kaupir hlut í " Handpoint " sem hver á ?
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Hér er nýja markaðshyggjuþokumóðan að virðist á ferð á hinum íslenska hlutabréfamarkaði þar sem Nýsköpunarsjóður, lífeyrissjóðir ( án þess að spyrja eigundur fjárs..) og bankar eiga Frumtak sem fyrirtæki, hafa fjárfest í Handpoint sem ekkert kemur fram um hver fer með eignarhald á en sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum á handtölvum fyrir verslanakeðjur.
Hvaða verslanakeðjur ?
kv.Guðrún María.
Frumtak kaupir hlut í Handpoint | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
185 þúsund Íslendingar eiga að greiða fjármagnstekjuskatt, af sparnaði í bönkum !
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Ég er ansi hrædd um að sitjandi stjórnvöld þessa lands muni þurfa að svara fyrir eigin aðgerðir í efnahagsmálum einnar þjóðar, innan skamms, þar sem það er nokkuð ljóst að hér er verið að vega að afkomu fjölda þeirra sem hafa til þessa greitt skatta sína og skyldur með góðu móti til samfélagsins, og lagt sparnað til hliðar af tekjum sem áður hefur verið skattskyldur sem nú er endurskattlagður að sjá má.
Til þessa verkefnis er Tryggingastofnun Ríkisins notuð að sjá má, þar sem persónulegur sparnaður á bankareikningum er samkeyrður við Skattayfirvöld, semsagt ef bótaþeginn hefur lagt inn á reikning til að spara, er það honum til tjóns nú skattalega.
úr fréttinni.
"Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 20,2 milljörðum króna og lækkar um 20% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru 185.000 og hefur fjöldi þeirra nær tvöfaldast frá fyrra ári. Ástæða fjölgunarinnar er fyrst og fremst sú að nú er fjármálastofnunum gert skylt að senda upplýsingar óumbeðið til skattyfirvalda. "
Varla er hægt að hugsa sér heimskulegari aðgerðir en þessa sem hlýtur að valda því að eldra fólk hættir að leggja inn á bankareikninga sem og öryrkjar.
kv.Guðrún María.
Álagning skatta 221,3 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
" Þegar ungir peyjar, hittu glæstar meyjar, voru Vestmannaeyjar... "
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Þegar ungir peyjar,
hittu glæstar meyjar,
voru Vestmannaeyjar,
vísi staðurinn.
kv.Guðrún María.
Straumur manna í dalinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við þurfum að fá ræðuhöldin í fjölmiðlum.
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Ég bíð spennt eftir því að fá að heyra ræðu utanríkisráðherra í Íslendingabyggðum í Kanada.
Vonandi fá fjölmiðlar ræðu ráðherrans senda.
kv.Guðrún María.
Össur talar á Íslendingadögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Offar stjórnvaldsaðgerða.
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Gera verður þá kröfu til hins opinbera og stofnana þess er inna af hendi greiðslur af almannafé að þær hinar sömu greiðslur séu fyrirfram staðreyndar.
Það er gjörsamlega óásættanlegt að greiða út fjármuni af almannafé sem síðan á að innheimta til baka aftur af þeim sem ekki eru í aðstöðu til þess að breyta nokkru í stöðu sinni hvað varðar heilsutap ellegar aldur.
Endurkröfuheimild í þessu sambandi skyldi einungis vera til staðar þegar um hrein bótasvik er að ræða, af hálfu þessarar stofnunnar.
kv.Guðrún María.
Ósáttir að vera krafðir um endurgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver var munur á Edge Kaupþing og Icesave Landsbanka ?
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Spyr sá sem ekki veit !
en hér kemur fram í fréttinni að við skattgreiðendur eigum að leggja fram aðeins 70 milljarða til endurreisnar nýja Kaupþing banka, ef ég skil rétt.
"Íslensk stjórnvöld hyggjast endurfjármagna Nýja Kaupþing að fullu þann 14. ágúst 2009 með um það bil 70 milljarða króna eiginfjárframlagi í almenns hlutafjár þar til fjármögnunin sem samningurinn gerir ráð fyrir er samþykktur en það framlag mun gera Nýja Kaupþing að fullu starfhæfan á meðan. "
kv.Guðrún María.
Búið að greiða út 57 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað voru útrásarvíkingarnir margir, hefur kanski gleymst að ræða fleiri ?
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Það er nokkuð sérkennilegt að umræða um útrásina hefur undanfarið einungis beinst að Björgólfi líkt og hann hafi einn séð um útrásarvíkingastarfssemina ?
Einhverjir fleiri áttu þar hlut að máli en varla eiga þeir fjölmiðlana sem eru að segja frá þessu, getur það verið ???
kv.Guðrún María.
Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur ríkisstjórn Samfylkingar og VG, kyrrsett eignir þeirra ?
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Því miður heyrist afar fátt af rannsókn mála og hvernig tök stjórnvalda á til dæmis þessum upplýsingum sem hér koma fram, ganga yfir höfuð.
Auðvitað ætti að vera búið að kyrrsetja eigur manna, sem iðka slikt þar sem notkun þeirra hinna sömu á upplýsingum verður til þess að þeir koma sínum eignum undan og flýja frá falli bankans.
kv.Guðrún María.
Millifærðu hundruð milljóna milli landa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |