Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Hvað næst ?
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Verða næst minningatónleikar um gamla Útvegsbankann, Alþýðubankann, Glitni eða gamla Kaupþing, eða jafnvel Búnaðarbankann ?
Ósköp og skelfing finnst mér þetta eitthvað ófrumlegt framtak, en kanski er það bara neikvæðni af minni hálfu.
Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi og við munum kanski sjá hóp listamanna minnast gömlu bankanna með tilheyrandi uppákomum þar að lútandi í Tónlistarhúsinu sem er að rísa við höfnina í höfuðborg landsins, hver veit ?
Halda minningartónleika um sparisjóðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jafnaðarmannaforsjárhyggjan og hagræðingarkrafan.
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Svo vill til að ungt fólk vill heldur láta vísa sér leiðina en reka sig áfram og ég tel reyndar að slíkt gildi um allan aldur og ráðstafanir sem þessar sem lúta að einum aldurshóp umfram annan sem hefur rétt til bóta þessara, kunni að orka verulega tvímælis, þegar kemur að jafnréttissjónarmiðum þeim er allir þjóðfélagshópar skulu vera jafnir að samkvæmt stjórnarskrá.
Svo virðist sem fálmkenndar tilraunir ráðuneyta til sparnaðar sé um að ræða, þar sem eins og áður er ekki um það að ræða að ráðast að rót vandans og reyna að auka atvinnu heldur stjórna því með ríkisumsvifum hvaða úrræði standa ungu fólki til boða.
kv.Guðrún María.
Auka úrræði fyrir ungt fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver á þessi ummæli ?
Mánudagur, 30. nóvember 2009
" Beggars can t be choosers "
Hvaða maður talar svona um sína þjóð og hvaða flokki tilheyrir hann ?
kv.Guðrún María.
Styrmir rasskellti Jón Baldvin í Silfrinu.
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Var að horfa á þá Styrmi Gunnarsson og Jón Baldvin Hannibalsson i Silfri Egils áðan, og sjaldan hefi ég séð skemmtilegri umræðu.
Jón náði því auðvitað að tala í hring um annars vegar það að við Íslendingar myndum ekki afsala okkur fullveldi yfir auðlindum, og hins vegar að viðurkenna að svo væri, þegar Styrmir spurði hann beinnar spurningar um hvort hann væri sammála ummælum Össurar, þess efnis að undanþágur frá fiskveiðistjórnun væru ekki nauðsynlegar.
Það var unun að sjá þá tvo takast á , ekki hvað síst þegar pólítíkusinn Jón innrammaði vandann samkvæmt hinum póltísku landamærum sem Styrmir ræddi um að þyrfti að útrýma.
Góður þáttur.
kv.Guðrún María.
Megi friður jólanna færa kærleik og von.
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Blessuð jólaljósin veita birtu og yl í hjörtun, og sem aldrei fyrr er slíkt kærkomið til handa okkar þjóð í þeim hremmingum sem ofgnótt efnislegra gæða hefur valdið og þeirri aðferðafræði sem maðurinn hefur tileinkað sér í sérstakri dýrkun sinni á magni peninga og hatrammri baráttu frumskógarlögmála er fara í gang við uppgjör hinna efnislegu gæða hvers konar.
Sem aldrei fyrr skyldum við auðga kærleiksneistann í hjörtunum til þess að eignast von, og jólaljósin eru von og vilji til þess að lýsa veginn áfram.
kv.Guðrún María.
Jólaljósin tendruð á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skipa vinnuhóp á kostnað skattgreiðenda, út af áhyggjum......
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Alveg stórkostlegt að lesa þessa frétt um það að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hafi skipað vinnuhóp til þess að vega og meta tilfærslu aflaheimilda millum byggðarlaga, halelúja.......
Hvar er vinnuhópurinn eða nefndin sem átti að skila tillögum að breytingum á kerfisfyrirkomulaginu sjálfu sem ef til vill myndi ráðast að rót vandans...?
Sú vinna er örugglega enn í gangi og búið að skipa annan hóp út af áhyggjum að virðist.
Það er eins gott að það verði vinna svo við skattgreiðendur getum borgað þetta tilstand allt ásamt skattahækkunum allra handa.
kv.Guðrún María.
Hugsanleg jarða- og skipasala veldur áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnsýsla hins opinbera kærir aðra stjórnsýslu til útlanda.
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Ég velti því fyrir mér hvað þetta kæruferli kostar okkur skattgreiðendur, sem og hvers vegna eitt sveitarfélag getur ekki talað við annað öðru vísi en að það þurfi að ganga leið kæruferlis með tilheyrandi kostnaði.
Liggur flokkspólítík þar undir steini ?
kv.Guðrún María.
Rannsaka stuðning við Stáltak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Voru kjörnir fulltrúar almennings í öllum flokkum, ekki með vitund um þróun mála ?
Föstudagur, 27. nóvember 2009
Hver vissi það ekki að loftbóla markaðshyggjuþokumóðunnar myndi ekki endalaust ganga áfram upp, upp og upp ?
Gagnrýnin á markaðshyggjuþokumóðuna fór ekki hátt enda fáir fjölmiðlar tilbúnir til þess að vera frjálsir og óháðir til gagnrýni á samsöfnun auðs á fárra hendur.
Dönsuðu stjórnmálamenn eftir fjölmiðlunum sem ekki gagnrýndu, eða tóku fjölmiðlarnir mið af andvaraleysi stjórnmálamannanna ?
kv.Guðrún María.
Hagvöxturinn fenginn að láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru ofar, stefnuskrá Samfylkingarinnar í Evrópumálum.
Föstudagur, 27. nóvember 2009
Hræðslupólítik ráðherra, formanns Samfylkingarinnar um frostavetur, undirgangist Íslendingar ekki hvað sem öðrum dettur í hug að leggja okkur í fang, er eitthvað sem ég vísa út í hafsauga.
HVAÐA flokkur hafði forgöngu um að blanda þessum tveim málum saman, annars vegar icesavefjármálahrunsafleiðingum og hins vegar aðildarumsókn að ríkjasambandi Evrópu, sem Samfylkingin hefur EINN íslenskra stjórnmálaflokka haft á stefnuskrá sinni ?
Jú það var formaður Samfylkingarinnar forsætisráðherra í ríkisstjórn landsins, því miður.
Hrunadans samstarfsflokksins VG, hefur verið með ólíkindum, annað verður ekki sagt.
Þessir tveir flokkar þykjast vera að endurreisa fjármálakerfi í einu landi í sömu mynd og það var að sjá má, með tilheyrandi handapataúrlausnum allra handa, ásamt því að senda landsmönnum reikningana af gerningum hrunsins.
Þvílík stjórnkænska, eða hitt þó heldur.
kv.Guðrún María.
Frostavetur falli Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðildarumsókn að Evrópusambandinu VERÐI dregin til baka eins og skot.
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Sé að það kemur fram í þessari frétt að utanríkismálanefnd muni á fundi sínum í fyrramálið fjalla um afskipti ESB af afgreiðslu Alþingis á icesave.
Ekki veitir af, og vonandi verða þar raddir uppi um það umsóknin verði dregin til baka á þessum tímapunkti, það er eina vitræna andsvarið sem hægt er að viðhafa að mínu mati.
kv.Guðrún María.
Enn sautján á mælendaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)