Hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru ofar, stefnuskrá Samfylkingarinnar í Evrópumálum.

Hræðslupólítik ráðherra, formanns Samfylkingarinnar um frostavetur, undirgangist Íslendingar ekki hvað sem öðrum dettur í hug að leggja okkur í fang, er eitthvað sem ég vísa út í hafsauga.

HVAÐA flokkur hafði forgöngu um að blanda þessum tveim málum saman, annars vegar icesavefjármálahrunsafleiðingum og hins vegar aðildarumsókn að ríkjasambandi Evrópu, sem Samfylkingin hefur EINN íslenskra stjórnmálaflokka haft á stefnuskrá sinni ?

Jú það var formaður Samfylkingarinnar forsætisráðherra í ríkisstjórn landsins, því miður.

Hrunadans samstarfsflokksins VG, hefur verið með ólíkindum, annað verður ekki sagt.

Þessir tveir flokkar þykjast vera að endurreisa fjármálakerfi í einu landi í sömu mynd og það var að sjá má, með tilheyrandi handapataúrlausnum allra handa, ásamt því að senda landsmönnum reikningana af gerningum hrunsins.

Þvílík stjórnkænska, eða hitt þó heldur.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ég veit ekki hvaða æsingur er í ykkur út af ESB,Þjóðin fær að kjósa um þetta fyrir rest,veri þið bara róleg þið í þessari svokölluðu stjórnarandstöðu,sem eruð á móti öllu,eftir að þið settuð allt á hausinn

þorvaldur Hermannsson, 27.11.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband