Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Ríkisforsjárhyggjuformúlan og hið meinta " markaðssamfélag ".
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Ríkisumsvif og alls konar skilyrðaflóð stjórnvalda um það hvernig einstaklingar verði að haga sér í íslensku samfélagi á sama tíma og stórfyrirtækjum hefur verið sleppt lausum út á túnið á beit, er all undarlegt fyrirbæri á síðari tímum hér á landi.
Því miður er það nokkuð í ætt við einokunar og lénsherraskipulag það sem Íslendingar máttu upplifa á öldum áður en er nú kallað hér á landi " markaðssamfélag " .
Nær helmingur vergra þjóðarútgjalda fer í umsvif hins opinbera sem ekki hefur fært verkefni frá sér til einstaklinga í þeim mæli sem vera ber.
Örfáir aðilar hafa nú yfir að ráða veiðiheimildum til þess að fiska á Íslandsmiðum eftir eitt það mesta ævintýrabrask sem um getur með heimildir til veiða á þurru landi millum manna sem illu heilli var leitt í lög á Alþingi Íslendinga.
Örfáir aðilar drottna og dýrka yfir matvörumarkaði í landinu.
Örfáir aðilar hafa með fjölmiðlamarkað að gera og ríkið einn af þeim.
Svo mætti lengi telja en hvar er frjáls samkeppni þar sem einstaklingurinn hefur möguleika til þess að hasla sér völl án þess að selja sig einokunarfyrirtækjum á meintum markaði ?
kv.gmaria.
Veldur skattkerfið, og prósenta í tekjuskatti, launaþenslu eitt og sér ?
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Þegar láglaunamaðurinn finnur varla hvata til vinnu eftir greiðslu skatta af sínum 124 þúsund krónum í heildarmánaðarlaun, til síns samfélags, hvað þá með þá sem hærri hafa laun ?
Ofsköttun atvinnutekna skilar sér illa eða ekki, og alls konar endurgreiðsutilraunir hins opinbera í formi vaxtabóta sem eingöngu nýtast þeim sem eiga eignir og búa í þeim, öðrum ekki þýða þar sértæk úrræði til handa ákveðnum þjóðfélagshópi er skuldar, hinir mega eiga sig.
Reyndar eru húsaleigubætur til staðar en eins og endurgreiðsla í formi vaxtabóta kostar það úrræði sitt við allra handa útreikninga og ráðstafanir í praxís.
Því til viðbótar greiða allir virðisaukaskatt af vöru og þjónustu , ásamt þjónustugjöldum allra handa við leitun í heilbrigðisþjónustu og ýmsa aðra þjónustu hins opinbera.
Skyldi þurfa að skoða skattkerfið ?
kv.gmaria.
Til hamingju með daginn Vestmanneyingar.
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Þjóðhátið í Eyjum er einstök og Brekkusöngurinn toppurinn, enda hefur maður ekki betur getað séð en sá siður hafi í æ ríkara mæli verið tekinn upp á fastalandinu, við hvers konar hátíðahöld, sem er vel.
Fátt er skemmtilegra en að sitja saman í hópi fólks og syngja.
Mér til mikillar ánægju fáum við nú að heyra beina útsendingu í útvarpi, frá Eyjum frá þessum viðburði á Þjóðhátíð, þar sem Árni hrífur fólk með sér í stemmingu.
til hamingju Vestmannaeyingar.
kv.gmaria.
![]() |
Stærsti kór Íslandssögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að geta lifað af launum sínum.
Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Það hefur verið talið til sjálfsagðra mannréttinda á Vesturlöndum að geta lifað af launum sínum, og við Íslendingar boðið innflytjendur til landsins á vinnumarkað velkomna til að vinna á launatöxtum sem nema heilum 124 þúsund krónum fyrir fulla vinnu á mánuði.
Byrjunarlaun á vinnumarkaði samkvæmt töxtum verkalýðsfélaganna sem gilda jafnt um þá sem hingað eru nýkomnir til vinnu sem aðra sem búið hafa hér.
Það væri ekki úr vegi að spyrja þá sem hafa samið um þessi laun hvernig að hægt sé að lifa á þeim á Íslandi dagsins í dag ?
Formenn verkalýðsfélaga í landinu sem flestir þiggja laun nokkuð ofar þeim 124 þúsund krónum sem hinum almenna launamanni á vinnumarkaði er ætlað að draga fram lífið af á Íslandi.
kv.gmaria.
Íslendingar munu ekki lifa á óveiddum fiski úr sjó.
Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Fyrirkomulag fiskveiða undanfarna áratugi hér á landi er sorglegt dæmi um þjóðhagslega verðmætasóun frá upphafi til enda, þar sem stjórnvöld hafa allan þann tíma látið hjá líða að skoða þá annmarka sem kerfisfyrirkomulagið óhjákvæmilega inniheldur.
Menn hafa þegjandi horft á hrun landsbyggðarinnar, þar sem atvinna hefur í stórum stíl verið færð á brott á einni nóttu, líkt og slíkt væri eðlilegt.
Slík tilfærsla atvinnu sem þar var á ferð hefur þýtt hreina eignaupptöku íbúa í sjávarþorpum allt í kring um landið og með ólíkindum að það óréttlæti skuli ekki hafa verið hægt að draga sterkar fram á stjórnmálasviðinu.
Allur sá tilgangur og þau markmið sem finna má í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða hefur snúist upp í öndverðu sína, s.s. það að byggja upp verðmesta stofninn, og viðhalda byggð í landninu.
Þótt ekki hafi tekist að byggja upp stofninn samkvæmt því sem Hafrannsóknarstofnun telur, hefur heldur ekki verið hægt að skoða aðferðafræðina í því sambandi.
Íslendingar munu ekki lifa á óveiddum fiski úr sjó, hvorki nú eða fyrr.
kv.gmaria.
Baráttan fyrir byggðunum.
Laugardagur, 2. ágúst 2008
Það er þjóðarhagur að byggja Ísland allt, en ekki aðeins hluta þess.
Til þess þarf aðkomu manna að atvinnu og meðan stjórnvöld þrjóskast enn við að hefja nauðsynlega endurskoðun fiskveiðikerfisskipulagsins hér við land, er áhorf á atvinnuuppbyggingu í formi orkunýtingar til atvinnuskapandi verkefna, eðlilega á dagskrá.
Offjölgun á höfuðborgarsvæði er afleiðing af misviturri ákvarðanatöku í atvinnustefnumótun í heild.
Því miður dettur manni það stundum í hug að engin heildarsýn hafi í raun verið á ferð í þessu efni hér á landi, nokkuð lengi og alls konar málamyndaaðgerðir þess efnis að færa störf út á land, af hálfu hins opinbera sé næstum hægt að telja á fingrum annarrar handar.
Ég er ekkert sátt við það sem skattgreiðandi til 32 ára að hluti grunnskólamannvirkja í landinu standi auður og tómur úti á landi, meðan skólar hér á Stór Reykjavíkursvæðinu anna vart nemendafjölda.
Sama má segja um heilsugæslumannvirki um allt land, og landsbyggðasjúkrahús, sem mitt skattfé gegnum árin hefur verið notað í að byggja upp, þar er sama sagan og á sér stað með nýtingu skólamannvirkja.
Heildaryfirsýn um atvinnustefnu einnar þjóðar á ríkisstjórn á hverjum tíma að hafa til staðar, hver svo sem við valdatauma situr.
Sú hin sama stefna þarf og verður að taka mið af því sem hefur verið gert og skrefum fram á veg í því efni.
kv.gmaria.
Burt með verðtryggingu fjárskuldbindinga, hér á landi.
Föstudagur, 1. ágúst 2008
Hve mörg ár þarf hinn vinnandi maður að horfa á rýrnandi kaupgetu launanna við að greiða afborganir af lánum meðan stjórnvöld huga ekki að afnámi verðtryggingar ?
Verðtryggingar þar sem fjármálastofnanir þurfa enga áhættu að taka af þróun verðlags en mismunurinn lendir á lántakanda eingöngu.
Það er með ólikindum að hér skuli ríkisbankar verið einkavæddir og seldir með verðtryggingu þeirra hinna sömu, sem kaupbæti á kostnað fólksins i landinu.
Annað hvort eru markaðslögmálin með eðliegum forsendum eða þau eru það ekki.
Að mínu viti skortir þar verulega á skilning sitjandi valdhafa við stjórnvölinn.
kv.gmaria.