Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Borgarstjóri er ekki í Frjálslynda flokknum.
Föstudagur, 8. ágúst 2008
Sitjandi borgarstjóri er ekki Frjálslynda flokknum, frekar en ýmsir þeir aðilar er sá hinn sami hefur skipað til hlutverka í ráð og nefndir borgarinnar, og er þar um að ræða fólk sem tók þátt í þingkosningum að hluta til fyrir síðustu kosningar hjá flokki Ómars, sem ekki náði mönnum á þing.
Þetta hafa fjölmiðlar enn sem komið er ekki kosið að rýna í þótt þar sé um að ræða vægast sagt stórar siðferðisspurningar í þvi sambandi gagnvart þvi atriði að kippa fólki inn í ráð og nefndir sem engan veginn hafa tengst viðkomandi framboði til kjörs ellagar eru félagsbundnir í öðrum stjórnmálaflokkum.
Slík aðferðafræði á sveitarstjórnarstiginu er ekki til eftirbreytni að mínu viti, og skipan mála í höfuðborg landsins og sú pólítík sem þar hefur verið rekin undanfarið kjörtímabil, er engum til sóma, hvar í flokkum sem menn standa og miklu meira en nauðsyn að þar komi nýtt fólk að borðinu.
kv.gmaria.
![]() |
Tæp 2% borgarbúa kysu F-lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ummæli Friðriks Arngrímssonar hjá LÍÚ um Ásmund Jóhannsson.
Föstudagur, 8. ágúst 2008
Friðrik Arngrímsson var í viðtali á Stöð 2 í kvöld þar sem hann líkti sjómanninum Ásmundi Jóhannssyni við " þjóf " án þess þó að Ásmundi hafi verið birt ákæra hvað þá sá hinn sami hlotið málsmeðferð yfirvalda.
Það er greinilegt að framkvæmdastjóri LÍÚ taldi það í lagi að blanda sér í mál þetta með þvi móti sem hann gerði sem er í samræmi við það sem þessi samtök hafa látið frá sér fara varðandi það atriði að þau hin sömu telja að þau " eigi Íslandsmið ".
Svo er ekki.
kv.gmaria.
Erfiðir tímar kalla á aukna vinnu við stjórn landsins, ekki andvaraleysi.
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa við völd hér á landi flokka sem virðast fjarlægir vitund um afkomu þegnanna þar sem hvoru tveggja kaupmáttur launa og eignir brenna upp á báli óðaverðbólgu og menn láta sem svo að ekki þurfi einu sinni að ræða vandann.
Hve oft og hve lengi hefur landsmönnum verið talin trú um að litlar launahækkanir á undanförnum árum væru undir þeim formerkjum að tryggja hér stöðugleika í einu samfélagi ?
Hvernig væri að aftengja neysluvísitölu verðlagsþróun eins og gert var hér á árum áður, þegar allt var á niðurleið en aldrei hefur verið ríkari ástæða hér þar sem einkum tvennt skekkir myndina oliuverðshækkanir og launaþróun þjóðfélagshópa þar sem himin og haf skilja á milli í krónum talið ?
Það er löngu kominn tími til aðgerða stjórnvalda gagnvart almenningi í landinu sem situr eftir með verðtryggingu og vexti fjárskuldbindinga til handa fjármálastofnunum, sem taka meðal annars mið af stórfurðulegu meðaltali launa í landinu sem "verðlagsþróun" og neysluvísitölu.
Það væri nú aldeilis fínt ef skattleysismörkin hefðu hækkað í samræmi við þá hina sömu þróun en svo er aldeilis ekki um að ræða í því sambandi.
Sitjandi ráðamenn við stjórnvölinn hvoru tveggja þurfa og verða að sýna að þeir hinir sömu séu starfi sínu vaxnir að öðrum kosti eiga þeir að víkja.
kv.gmaria.
Skattafrumskógur stjórnvalda hér á landi.
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Það er löngu tímabært að hafin verði heildarendurskoðun á skattalagaumhverfinu hér á landi, með tilliti til þess annars vegar að tekjustofnar skili sér í þjónustuverkefni og hins vegar að skattkerfið standist jöfnunarreglu stjórnarskrárinnar gagnvart þegnunum.
Í mörg ár hafa sveitarfélögin óskað eftir því við ríkið að fá hlutdeild í fjármagnstekjuskatti en ekki orðið að þeirri ósk sinni, sem aftur gefur augaleið um hve mikið misræmi er að ræða varðandi fjölgun einkahlutafélaga með starfssemi í landinu og þeim skorti á tekjum sem þau hin sömu hafa til verkefna.
Mismunur þess að greiða 10 % fjármagnstekjuskatt og þess að greiða 35,72 % tekjuskatt, er mikill en Pétur og Páll sem búa hlið við hlið í sömu götu í sama sveitarfélagi, búa við þetta kerfi af hálfu stjórnvalda, þar sem Páll sem greiðir tekjuskattinn leggur sitt til sveitarfélagsins en Pétur sem greiðir sinn fjármagnstekjuskatt, fær hann ekki til baka í þjónustu í sínu sveitarfélagi.
kv.gmaria.
Eftirlit með lyfjaiðnaði í heiminum.
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Það atriði að stjórnvöld í hverju landi fyrir sig séu í stakk búin til þess að hafa uppi öflugt eftirlit með framboði lyfja á markaði og gæðum er afar mikilvægt.
Þar liggur meginhlutverkið á herðum lækna hvað varðar það atriði ávísa lyfjum við hvers konar kvillum sem og að vita um ágæti þeirra hinna sömu ávísanna til handa heilbrigði sjúklinga.
Þrýstingur lyfjafyrirtækja til þess að fá markaðsleyfi fyrir lyfjum á markað , er án efa mikill og markaður með samheitalyf hvers konar við hvers konar kvillum, sem samkeppnishæft geti talist gæðalega, er væntanlega forsenda þess að leyfisveiting eigi sér stað.
Lægra verð þar sem læknar eru undir þrýstingi stjórnvalda um sparnað, varðandi ávísanir á ódýrari samheitalyf, hlýtur að verða lóð á vogarskálum bestu vitneskju þeirra hinna sömu um hið rétta í því sambandi þar sem þeir verða að treysta á forsendur leyfisveitingar gæðaeftirlits.
ER þetta gæðaeftirlit í lagi ?
Ég hefi efa um það atriði ekki hvað síst vegna reynslu á eigin skinni þar sem mér var ávísað samheitalyfi við sams konar vandkvæðum og áður höfðu hrjáð minn líkama og lyf læknað sem voru frumlyf, en samheitalyfið olli vægast sagt bráðaofnæmi þar sem hendurnar loguðu eldrauðar og í andlitið komu svipuð viðbrögð.
Fullyrt var við mig að sömu innihaldsefni væri um að ræða í samheitalyfinu en læknar þorðu ekki að ávísa mér frumlyfinu vegna þess, og ég mátti sitja uppi með all mikil óþægindi og marið bak um tíma lyfjalaust vegna þessa fyrir nokkrum árum síðan.
Það væri betur að ég væri ein um þessa sögu af samheitalyfjum en svo er ekki og síðar hefi ég fengið að vita að fleiri hafa upplifað aðra verkun lyfja sem sögð eru þau sömu.
Þarna er eitthvað að í gæðaeftirliti, annað fæ ég ekki séð og leyfisveitingar um samheitalyf hljóta að þurfa að uppfylla sömu verkun til handa sjúklingum.
kv.gmaria.
Þó það nú væri að við værum með í þessu.
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Bloggaði um þetta í gærkveldi þar sem það kom fram í frétt þá að landið væri ekki aðili í samstarfi Norðurlanda hér að lútandi.
Það er ánægjulegt að vita að svo sé.
kv.gmaria.
![]() |
Ísland aðili að samningi til að hindra skattaflótta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers konar skattaoffar er við lýði hér á landi ?
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Hvar er að finna lagaheimild til þess að skattleggja styrki sem þessa ?
ER hún til ?
Ég vil leyfa mér að stórefast um það hins vegar er það svo ef einhvers konar framkvæmd nær fram að ganga hér á landi, sem menn láta yfir sig ganga þá virðist það verða að " túklun laga ".
kv.gmaria.
![]() |
Hvattir til að kæra skattlagningu námsstyrkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er verkalýðshreyfingin í sumarfríi ?
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Það heyrist lítið sem ekki neitt í verkalýðsforystunni þessa daganna, þótt kaupmáttur launa og samninga sem gerðir hafa verið á vinnumarkaði hljóti að hafa raskast verulega.
Því til viðbótar eru gjaldþrot á gjaldþrot ofan og atvinnumissir fjölda fólks.
Hverjum er ætlað að standa vörð um hagsmuni hins almenna launamanns i landinu ?
kv.gmaria.
Hvers vegna eru Íslendingar ekki með í þessu ?
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Það væri mjög fróðlegt að vita hvers vegna við erum ekki með í þessu annars mikilvæga máli, til handa hverri þjóð fyrir sig ?
kv.gmaria.
![]() |
Norðurlönd semja við Ermasundseyjarnar um skattaupplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aukið aðhald lögreglu í umferðinni, hefur skilað árangri.
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Það er afar ánægjulegt til þess að vita að tekist hafi að umbreyta að einhverjum hluta til umferðarmennningu hér á landi, með stórauknu umferðareftirliti og hraðasektum.
Fyrir nokkrum árum var ástandið þannig á leiðinni austur yfir Hellisheiði að ökumaður á 90 km hraða var hreinlega fyrir öllum öðrum.
Nú er það fremur undantekning að menn séu að taka framúr manni á þessum hraða.
Sannarlega ber að fagna því sem vel er gert.
kv.gmaria.