Afreksmenn í íþróttum eru þjóðarstolt.

Mikið lifandis skelfingar ósköp getum við Íslendingar verið stolt yfir silfurpeningi á verðlaunapalli á Olympíuleikum, sem nú þegar er í höfn. 

 Fari svo að það verði gull, þá er það aðeins einum leik meira, sem unnin er.

Það er annars ótrúlegt að upplifa slíkt og einhvern veginn hefur maður verið haldinn einhverjum óskiljanlegum tilfinningum sem maður kannast ekki við áður, því ekki er sú er þetta ritar vön því að innbyrða of miklar væntingar fyrirfram í formi spennu þess efnis.

Iðkun íþrótta ekki hvað síst keppnisíþrótta, kennir margt svo sem félagsfærni, samvinnu, metnað, ásamt því að halda líkamanum í lagi. Svo fremi kapp innihaldi einnig forsjá, og iðlkun i hófi sé það sem lagt er upp með.

Megi betra liðið sigra og ef það erum við þá verð ég að sjálfsögðu í skýjum eins og aðrir.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Við íslendingarnir eru "stórastir", hvað annað?

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.8.2008 kl. 03:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já nefndu það bara, mestir og bestir, kóngar allir sem einn....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.8.2008 kl. 03:47

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl mín kæra, ekki gleyma hinni miklu landkynningu sem Ísland hefur fengið vegna glæsilegs árangurs strákanna okkar.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 24.8.2008 kl. 13:06

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta fór vel þetta er eitt af bestu liðum heims í Handbolta og það er ekkert smá í þrjúhundruð þúsund manna þjóðfélagi.Það verða svo allir sem geta fara á móttökustað og hilla þá.Eigðu  góðan dag frænka.

Guðjón H Finnbogason, 24.8.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband