Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Ógnvænlegar uppsagnir í gangi í voru samfélagi.
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér , hver áhrif atvinnuleysi í þeim mæli sem horfir muni hafa á efnahag fólks í landinu.
Það er vægast sagt lélegur vitnisburður um öflugt markaðssamfélag sem stjórnvöld hafa viljað guma sig af, að fyrirtæki þurfi að segja upp öllum starfsmönnum til að forða gjaldþroti.
Hvað með almenning í landinu ?
kv.gmaria.
Öllum sagt upp hjá Ræsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Norðmenn mynda brottkast fiskjar í Norðursjó.
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Norskt skip var myndað af norsku landhelgisgæslunni við þá iðju að henda veiddum fiski í sjóinn, sem sjá mátti í fréttum í kvöld.
Að við skulum með heilli há geta tekið undir slíka verðmætasóun sem kerfi fiskveiða innihalda er ótrúlegt meðan hluti mannkyns hefur ekki í sig eða á.
Þvílik verðmætasóun ætti að vera saknæm og kerfi fiskveiða að innihalda það atriði að ALLUR VEIDDUR FISKUR skyldi að landi borinn.
Hve lengi á slík umgengni við auðlind sjávar að lýðast af ´hálfu viti borinna manna ?
kv.gmaria.
Landeigandi getur hamlað för manna um lönd sín.
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Ekki skil ég nokkurn hlut í því sem hér er haft eftir Sigurði Líndal, og er fyrirsögn þessarar fréttar.
Mér kemur það verulega spánskt fyrir sjónir að " menn verði að þola ferðir manna um lönd sín " og ég spyr síðan hvenær ?
Annars tek ég skringilegt í þessu máli varðandi það atriði að setja upp skilti við veg að strönd að þar taki ekki einhver opinber aðili ábyrgð í málinu með almannnaheill í huga.
Hin nýja tíska er hins vegar að vísa hver á annann, því miður.
kv.gmaria.
Þurfa að þola saklausa för um lönd sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er sagan um Bakkabræður hluti af stjórnmálum dagsins í dag ?
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Þegar svo er komið að sitjandi stjórnvöld í landinu þora ekki að taka fæturna upp úr vatni stjórnvaldsathafna til þess að axla ábyrgð athafna sinna þá er illa komið.
Samfylkingin er að vísu nýkomin í ríkisstjórn og hafði fyrir stjórnarsetu gagnrýnt fyrri samstarfsflokk Sjálfstæðisflokks , Framsóknarflokkinn harðlega.
Raunin er hins vegar sú að tilkoma SF í stað Framsóknarflokks hefur engu breytt utan það atriði að geta ekki talað fyrir stefnu sitjandi ríkisstjórnar í stjórnarsáttmála sem gerður var heldur á móti honum að hentugleikum til þess að dansa um sem línudansarar tækisfærismennsku allra handa við hin ólíklegustu tækifæri.
Forsætisráðherra hefur því verið að leiðrétta hitt og þetta svo sem varðandi ESB áherslur sitt á hvað á þeim tíma sem stjórn þessi hefur starfað.
Betra Ísland og Fagra Ísland eru þar orð á blaði, í frumskógi þeim er framgangi markaðshyggjulögmála hefur verið fundinn farvegur og efnahagsástand þjóðarinnar og afkoma almennings í landinu eins konar afgangsstærð í flakki ráðamanna um víða veröld í framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Framboðstilstandið hefur þó ekki orðið til þess að hægt væri enn sem komið er að hefjast handa við leiðréttingu mannréttinda hér innlanlands í gölluðu kerfi atvinnuvega er hamla aðkomu manna að atvinnu við fiskveiðar.
Sú hin sama hneisa situr því enn á herðum stjórnvalda og þar hefur enginn þorað að taka fæturna upp úr vatninu frekar en Bakkabræður forðum daga.
kv.gmaria
Hrávinnsla og útflutningsverðmæti einnar þjóðar.
Mánudagur, 28. júlí 2008
Þegar svo er komið að Íslendingum finnst nóg um það að kaupa sér ýsu í soðið vegna þess hvað kílóið kostar mikið, er þá ekki verið að flytja út ferskan fisk til fullvinnslu erlendis ?
Hvers vegna í ósköpunum fullvinnum við ekki okkar afurðir hér innanlands og seljum þær utan sem fullunna vöru í ríkara mæli en verið hefur ?
Hvers vegna hefur ekki verið hægt að aðskilja veiðar og vinnslu í kvótakerfinu álíka því og nú er verið að gera varðandi orkumálin að mér skilst þar sem forsendur eru jú aðkoma manna að möguleikum til nýtingar verðmæta og jöfn samkeppnisskilyrði ?
Hvers vegna erum við ekki að flytja út lifrænar landbúnaðarafurðir eins og Finnar sem eru þó norðar á breiddargráðu en við ?
Það vantar ekki ræktað land til framleiðslu hér á landi , það bíður eftir okkur án þess að hafa verið notað og nýtt um tíma.
kv.gmaria.
Götumynd Laugavegar í Reykjavík og listaskóli.
Mánudagur, 28. júlí 2008
Hver bauð út það verkefni að láta senda inn skipulagstillögur í verðlaunasamkeppni ?
Var það Reykjavíkurborg eða einhver annar ?
Hvaða meirihluti af þeim þremur sem verið hafa í borginni ber ábyrgð á þvi ?
Hafa ekki allir borið ábyrgð á stjórnun höfuðborgarinnar ?
Geta þeir ekki komið sér saman um niðurstöðu sem kjörnir borgarfulltrúar ?
kv.gmaria.
Nýr skóli þarf að aðlaga sig betur götumynd Laugavegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagshugleiðing um samfélagið.
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Það kreppir að í íslensku samfélagi, og aðgerðaleysi stjórnvalda á þessum timum er því miður vitnisburður um skort á vitund gagnvart þeim aðstæðum sem fólk í landinu lifir við, á hinum almenna vinnumarkaði , þar sem lág laun og of mikil skatttaka af þeim hinum sömu launum er aðalorsakavaldur.
Langur vinnutími foreldra frá ungum börnum sínum skapar ekki fjölskylduvænt samfélag og stytting vinnuvikunnar hefur hreinlega ekki verið á dagskrá hér á landi af hálfu þeirra er semja um kaup og kjör á vinnumarkaði.
Húsnæðismálin og möguleikar fólks til þess að koma þaki yfir höfuðið hefur ekki verið atriði sem hægt er að hrósa stjórnvöldum fyrir undanfarna áratugi.
Hluti fólks á vinnumarkaði sem ekki hefur laun sem nægja til húsnæðiskaupa hefur mátt gjöra svo vel að verða að leiguliðum á rándýrum leigumarkaði eða í biðröð eftir félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga.
Innkoma bankanna á húsnæðislánamarkað og brotthvarf þeirra hinna sömu þaðan er eitthvað sem sannarlega þyrfti að skoða betur.
Í raun hefur hið meinta markaðssamfélag verið að búa til flokkun og gjár millum þjóðfélaghópa eftir tekjum meira og minna á sama tíma og kerfi eins og kvótakerfið hamlar aðkomu manna að atvinnu sem er nú viðurkennt sem brot á mannréttindum í einu landi.
Hugmyndafræði markaðssamfélagsins um færri stærri einingar á flestum sviðum hefur gengið sér til húðar nú þegar en kostað byggðir landsins mikið, sem og samfélagið allt, því allir skattgreiðendur eru þáttakendur í þvi hinu sama skipulagi.
Sjálfbærni eins samfélags er ekki lengur hægt að miða við gróða einstakra rekstareininga burtséð frá öðrum þáttum þegar kapítuli eins og olíuverð skekkir alla myndina verulega.
Uppbygging samgangna til langvegaaksturs manna í vinnu staða á milli er ekki lengur hægt að reikna sem hagkvæmni heldur hlýtur uppbygging atvinnu þar sem fólk býr að skipta mun meira máli, eðli máls samkvæmt.
Sitjandi stjórnvöld í landinu eru í sólbaði meðan fjarar undan lífskjörum almennings, og ekki einu sinni hvatningu að finna til handa almenningi í formi orðræðu, hvað þá athafna.
Það er nefnilega hægt að LÆKKA SKATTA, við þessar aðstæður þvi ríkissjóður er rekin a núlli samkvæmt frásögn ráðamanna.
Lækkun skatta er í raun einungis eðlileg vinnubrögð við þessar aðstæður.
kv.gmaria.
Skyldi vera kominn tími til að menn fari að huga að reglugerðarvaldi ráðherra ?
Laugardagur, 26. júlí 2008
Var að lesa niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis í þessu málí og það verður að segjast eins og er með ólíkindum má telja að menn skuli þurfa að vera að leita réttlætis vegna þess að ósamræmis gætir í reglugerðum gagnvart hagsmunum manna.
Mín skoðun er sú að verulega þurfi að skoða það vald sem ráðherra hefur varðandi setningu reglugerða hvers konar svo ekki sé minnst á það atriði að reglugerðasetning gangi gegn lögum og stjórnarskrá.
Þetta á við öll ráðuneyti alveg sama hvaða málasvið er á ferð, en flóð reglugerða sem aldrei koma til umræðu innan Alþingis, eru ár hvert sett hér á landi sem ekki beinlínis einfaldar þann mikla lagafrumskóg sem til staðar er en magn laga er mikið, of mikið að mínu viti.
kv.gmaria.
Reglugerð um tollinn" hefur ekki lagastoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hraðferð í Þykkvabæinn í dag.
Laugardagur, 26. júlí 2008
Rétt tyllti við fæti í Þykkvabænum í dag en þar var Kartöflusúpudagur en einnig var þar uppsett að hluta menningarsögulegt verkefni þar sem verið er að færa gamlar myndir af húsum á álþynnur og síðan á skilti við bæina.
Stórkostlegt framtak, svona við ég sjá sögu landsins færða millum kynslóða eins og þarna er verið að gera.
Þúsund ára sveitaþorpið Þykkvibær, geymir mikla sögu um dugnað og atorku manna til að hemja náttúruöflin þar sem hlaðin var varnargarður með handafli til að varna ágangi ánna yfir tún og engi.
Óska Þykkbæingum til hamingju með gott framtak.
kv.gmaria.
Munu Vinstri Grænir taka þátt í mótmælaaðgerðum ?
Laugardagur, 26. júlí 2008
Sá það í fréttum í dag að Álfheiður Ingdóttir þingmaður VG fagnaði mótmælahópnum sem hér hefur verið að hlekkja sig við hitt og þetta, hér og þar undanfarið við mótmæli gegn álverum.
Verður það næsta sem við fáum að sjá að þingflokkurinn taki þátt í mótmælaaðgerðunum ?
kv.gmaria.