Sunnudagshugleiðing um samfélagið.

Það kreppir að í íslensku samfélagi, og aðgerðaleysi stjórnvalda á þessum timum er því miður vitnisburður um skort á vitund gagnvart þeim aðstæðum sem fólk í landinu lifir við, á hinum almenna vinnumarkaði , þar sem lág laun og of mikil skatttaka af þeim hinum sömu launum er aðalorsakavaldur.

Langur vinnutími foreldra frá ungum börnum sínum skapar ekki fjölskylduvænt samfélag og stytting vinnuvikunnar hefur hreinlega ekki verið á dagskrá hér á landi af hálfu þeirra er semja um kaup og kjör á vinnumarkaði.

Húsnæðismálin og möguleikar fólks til þess að koma þaki yfir höfuðið hefur ekki verið atriði sem hægt er að hrósa stjórnvöldum fyrir undanfarna áratugi.

Hluti fólks á vinnumarkaði sem ekki hefur laun sem nægja til húsnæðiskaupa hefur mátt gjöra svo vel að verða að leiguliðum á rándýrum leigumarkaði eða í biðröð eftir félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga.

Innkoma bankanna á húsnæðislánamarkað og brotthvarf þeirra hinna sömu þaðan er eitthvað sem sannarlega þyrfti að skoða betur.

Í raun hefur hið meinta markaðssamfélag verið að búa til flokkun og gjár millum þjóðfélaghópa eftir tekjum meira og minna á sama tíma og kerfi eins og kvótakerfið hamlar aðkomu manna að atvinnu sem er nú viðurkennt sem brot á mannréttindum í einu landi.

Hugmyndafræði markaðssamfélagsins um færri stærri einingar á flestum sviðum hefur gengið sér til húðar nú þegar en kostað  byggðir landsins mikið, sem og samfélagið allt, því allir skattgreiðendur eru þáttakendur í þvi hinu sama skipulagi.

Sjálfbærni eins samfélags er ekki lengur hægt að miða við gróða einstakra rekstareininga burtséð frá öðrum þáttum þegar kapítuli eins og olíuverð skekkir alla myndina verulega.

Uppbygging samgangna til langvegaaksturs manna í vinnu staða á milli er ekki lengur hægt að reikna sem hagkvæmni heldur hlýtur uppbygging atvinnu þar sem fólk býr að skipta mun meira máli, eðli máls samkvæmt.

Sitjandi stjórnvöld í landinu eru í sólbaði meðan fjarar undan lífskjörum almennings, og ekki einu sinni hvatningu að finna til handa almenningi í formi orðræðu, hvað þá athafna.

Það er nefnilega hægt að LÆKKA SKATTA, við þessar aðstæður þvi ríkissjóður er rekin a núlli samkvæmt frásögn ráðamanna.

Lækkun skatta er í raun einungis eðlileg vinnubrögð við þessar aðstæður.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún María.

Mjög þörf yfirlitsgrein um stöðu mála.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband