Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Stór stund í sögu íslenskrar knattspyrnu.

Ég fylltist stolti að horfa á íslenska kvennalandsliðið vinna sigur í kvöld, þar sem þetta afrek er að vinna okkur enn einn áfangann á sviði íþrótta sem þjóð á meðal þjóða.

Það tel ég mig vita fyrir víst að þessar knattspyrnukonur hafa sannarlega sáð fyrir því sem þær eru nú að uppskera og baráttan við að stunda þessa íþrótt hér verið mikil.

Óska þeim og þjóðinni innilega til hamingju.

kv.gmaria.


mbl.is Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir EM kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakannanir sem fullyrðingar um vilja fólks í þessu máli, nægja ekki.

Það er með ólíkindum að hlusta hér á formann Samfylkingarinnar halda því fram á Alþingi að meirihluti þjóðarinnar hafi þessa skoðun eða aðra, hér um aðild að Esb, án þess svo mikið að slíkt hafi komið til atkvæða áður til handa þjóðinni.

Jafnframt getur formaðurinn þess í ræðu sinni að ASÍ sé sömu skoðunar varðandi þessi mál, en þar var um að ræða tvö hundruð og eitthvað fulltrúa sem lagt höfðu blessun sína undir ályktun án þess að slíkt hafi verið borðið sérstaklega undir atkvæði meðal launamanna allra í félögunum mér best vitanlega.

Þvílíkt lýðræði !!!

Það kom ekki fram í ræðu formannsins að LÍÚ og Sjómannasambandið legðust gegn aðild að heyra mætti, en svo vill til að yfirráð Íslendinga yfir eigin fiskimiðum er spurning um sjálfsákvarðanarétt þjóðarinnar og sjálfstæði og engan varanlegar undanþágur okkur til handa í boði, það er vitað af þeim sem vilja vita.

kv.gmaria.

 


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völdum fylgir ábyrgð.

Það er nokkuð til í því að stjórnarfarið í landinu sé við " mörk fáránleikans " þegar menn virðast í spretthlaupi frá því að vera við völd sumir hverjir.

kv.gmaria.


mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin er í ríkisstjórn sömu stjórnarhátta.

Hafi einhverjum dottið í hug að þáttaka Samfylkingar í ríkisstjórn myndi breyta einhverju um hvað varðar stefnu frá því sem fyrir var, þá mátti sjá það fyrir að svo yrði ekki.

Flokkurinn hafði samsamað sig flestu því sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði borið á borð í sínum stjórnarháttum þar með talið kvótakerfi sjávarútvegs og áframhaldandi markaðsvæðingu alls konar án sýnilegra landamæra.

Báðir flokkar dásömuðu hina miklu útrás og alls konar ferðalagatilstand einkenndi hveitibrauðsdaga ráðherra í ráðuneytum m.a hvað varðar orkuiðnað í Asíu, ásamt ferðalögum í einkaþotum að virðist til þess að reyna að koma landinu i Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þvert og endilangt um hnöttinn.

Í heilt ár var lítið sem ekki neitt sem ríkisstjórn þessi lét frá sér fara sem stjórnvaldstilburði varðandi efnahagsmál s.s. viðskiptahalla þjóðarinnar, skuldastöðu heimilanna, ofurlaun fjármálamógúla, ofar skilningi alls þorra almennings.

Síðan tók við fimulfamb ráðherra er töluðu sitt á hvað úr sitt hvoru ráðuneyti um sömu mál, ekki hvað síst varðandi orkunýtingu svo ekki sé minnst á Esb aðild.

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði athugasemd við íslenska kvótakerfið sem brot á mannréttindum en ekkert hefur enn gerst til umbreytingar á því hinu sama af hálfu stjórnvalda.

Samfylkingin settist upp í þennan vagn og ber því ábyrgð af því hinu sama rétt eins og samstarfsflokkurinn.

kv.gmaria.

 

 


Er þetta ekki fínt núna... ?

 


Heiðursmenn í Færeyjum.

Færeyingar eiga allar góðar óskir skyldar fyrir hug sinn til Íslendinga, en þeir vita vel af þrengingum sem þeir hafa mátt ganga gegnum.

Við getum margt lært af lífsbaráttu þeirra sem þjóðar á eyju í Norður Atlantshafi ekki hvað síst við skipan mála í fiskveiðum.

kv.gmaria.


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES, frelsi án marka, orsakaði það bankahrunið ?

Getur það verið að alþjóðasamningar þeir sem Íslendingar skuldbundu sig í EES með því móti að heimila frjálst flæði fjármagns millum landa hafi gert það að verkum að umsvif bankakerfisins hér á landi gat vaxið með því móti sem varð raunin ?

Síðan þegar vandræði og kreppa á heimsmörkuðum heimsótti umhverfið þá vissi enginn hver ætti fyrstur að taka fæturna upp úr vatninu vegna óljósrar ábyrgðar þessa efnis í hinu óendanlega frelsi sem enginn vissi hver mörkin hefði.

Seinvirkar eftirlitsstofnanir, sofandi stjórnvöld með alla sína trú á embættismönnum, og kerfisfyrirkomulaginu , þar sem aldrei hafði reynt á mörk þess hins sama, líkt og slíkt ætti mönnum ekki að hafa getað verið sýnilegt.

Frelsi er ekkert frelsi, nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.

kv.gmaria.

 

 


Glæsilegt Steingrímur, þú kannt þetta....

Ég verð nú að hrósa Steingrími fyrir þessa skammarræðu þótt oftar hafi ég nú kímt í kampinn í eldhúsdagsumræðum undir skammarræðum hans.

kv.gmaria.


mbl.is Steingrímur skammaði Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra Sjálfstæðisflokksins segir þetta.....

Í Helsinki varðandi efnahagsbandalag Evrópu og Ísland sem virðist í ætt við stjórnarsáttmálann.

kv.gmaria.


mbl.is Ekki tímabært að ræða um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra Samfylkingar ræðir þetta ......

Í Helsinki, þrátt fyrir það atriði að það hið sama sé ekki að finna í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem sá hinn sami situr í .

kv.gmaria.


mbl.is Ísland endurskoði ESB-afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband