Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Óska Læknafélagi Íslands til hamingju með nýjan formann.
Sunnudagur, 30. september 2007
Nýr formaður hefur tekið við í Læknafélagi Íslands, Birna Jónsdóttir og óska ég félaginu til hamingju með það. Ályktun félagsins nú þess efnis, að embætti Umboðsmanns sjúklinga verði sett á fót hér á landi er tímabær og enginn fagnar því meira en ég, sem hef talað fyrir því hinu sama í áratug fyrir hönd Samtakanna Lífsvog í ræðu og riti. Heilbrigðiskerfið er nefnilega flókið það vita læknar eins og sjúklingar og því ber að fagna ályktun Læknafélags Íslands í þessu efni.
kv.gmaria.
Hverjir eiga Atorka Group, af hverju fylgir það ekki með þessari frétt ?
Sunnudagur, 30. september 2007
Veit einhver hver á Atorka Group ?
kv.gmaria.
Atorka kaupir í kínversku félagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gefa yfirlæknum fjárhagsramma,.....
Sunnudagur, 30. september 2007
sem ábyrgð bera á að skuli stramma.
Á ársfjórðungi hverjum yfirfara,
og athuga þá hverjum tókst að spara.
(gamall kveðskapur úr skúffunni frá 1997 ).
Auðvitað á að skoða rekstarformið tek undir það með Læknafélaginu.
kv.gmaria.
Heilbrigðisyfirvöld kanni kosti fjölbreyttari rekstarforms á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geir slær Evrópudrauma Samfylkingar út af borðinu.
Sunnudagur, 30. september 2007
Evrópusambandsaðild er ekki á dagskrá á kjörtímabilinu né heldur upptaka Evru en tal ráðherrra samstarfsflokksins út og suður um Evrur og ESB aðild hefur ekki farið framhjá mönnum undanfarið hefur verið vippað út af borðinu af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Svo virðist sem þar vegist á algjörlega andstæð sjónarmið samstarfsflokka í ríkisstjórn og spurning um það hvort ríkisstjórnarssamstarfið verður langlíft. Það verður mjög fróðlegt að fylgast með eldhúsdagsumræðum við upphaf þingsetningar eftir helgi varðandi þær áherslur sem þarna greinir á um í utanríkismálastefnu þjóðarinnar.
kv.gmaria.
AÐSPURÐUR, sagði forseti launafólks ASÍ þetta samkvæmt frásögn fréttamiðils.
Laugardagur, 29. september 2007
Sjáið og takið eftir þessu sem þarna kemur fram. Formaður ASÍ lætur hafa eitthvað eftir sér um stjórn efnahagsmál á landinu, er það hlutverk hans ?
Er hann í Samfylkingunni sem nú dansar fyrir evrum og Evrópusambandsaðild eða fulltrúi launafólks sem tilheyrir fleiri en einum stjórnmálaflokki ?
"
Vill fá niðurstöðu um evruna
"Menn verða bara að hafa þrek til að fara í þetta og komast að einhverri niðurstöðu," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins, spurður um afstöðu ASÍ til umræðu um upptöku evrunnar.
"Við teljum mjög mikilvægt að það verði enn frekari og afdráttarlausari umræða um evruna, hér og nú," segir hann.
Grétar tekur þar með undir með fjölmörgum sem hafa tjáð sig um evrumál síðustu daga, til að mynda Pétri Blöndal formanni efnahagsnefndar Alþingis, og Sambandi ungra sjálfstæðismanna, sem hafa hvatt til umræðu um stöðu krónunnar.
ASÍ hefur ekki markað sér afdráttarlausa afstöðu til upptöku evru eða aðildar að Evrópusambandinu, en innan félagsins hefur þó mikið verið rætt um þessi mál. "Það verður ekkert flanað að svona afdrifaríkri ákvörðun," segir Grétar.
Í Morgunkorni Glitnis í gær kom fram að íslensk heimili skuldi æ meira í erlendum myntum. "Þau velja þannig fremur að taka þá áhættu sem tengist gengissveiflum en að þola háa íslenska vexti," segir þar.
"
spyr sá sem ekki veit ????
kv.gmaria.
Vonandi er að slíkt skili tilgangi sínum til fulls.
Laugardagur, 29. september 2007
Vissulega er ánægjulegt að menn skuli horfa til þróunarríkja varðandi uppbyggingu verkefna á sviði orkumála en því miður finnst mér örla á því að nú ætli allir að hoppa upp á sömu merina í einu í þessu efni. Kemur í ljós .
kv.gmaria.
REI hyggst verja níu milljörðum til jarðvarmaverkefna í Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðalögmál fagstétta í markaðssamfélagi.
Laugardagur, 29. september 2007
" Margur verður að aurum api " segir máltækið og við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af því atriði að tilraun til þess að gera 300 þús manna samfélag að markaðsþjóðfélagi eins og hendi væri veifað, hefur haft sínar birtingamyndir hvarvetna gegnumgangandi í okkar samfélagi. Í raun leggjast þyngri skyldur á þá sem menntað hafa sig faglega til að standa vörð um hlutverk sinnar fagmenntunar hvers eðli sem er, hvað varðar tilgang þess hins sama. Gildir þar einu hvaða fag á í hlut, blaðamaður, læknir, hjúkrunarfræðingur, rafvirki, pípulagningamaður, leikskólakennari, prestur, lögfræðingur, endurskoðandi, útgerðarmaður................ Tilgangurinn þarf að helga meðalið hvarvetna.
kv.gmaria.
ER láglaunastefnan hagstjórnartæki ?
Laugardagur, 29. september 2007
Láglaunapólítik sú er hið opinbera fer fyrir hvað varðar þjónustustörf á vegum hinna ýmsu stofnanna er eitthvað sem hvoru tveggja verður að skrifast á skort á framsýni kjörinna pólítiskra leiðtoga við stjórnvölinn hverju sinni sem og eftirgjöf forkólfa verkalýðshreyfingarinnar í samningum til handa umbjóðendum sínum launþegum á vinnumarkaði.
Þegar þetta tvennt leggst saman er útkoman síður en svo góð fyrir eitt þjóðfélag og endalaus vandi við að uppfylla þjónustuhlutverk sem er lögbundið á vegum ríkis og sveitarfélaga með tilheyrandi þjónustuskorti.
Hin lágu laun fyrir fulla vinnuþáttöku sem nægja illa eða ekki til þess að festa sér t.d. kaup á þaki yfir höfuðið sem aftur lendir á félagslega kerfinu og niðurgreiðslum ellegar annarri þáttöku af skattpeningum til þess að fólk geti lifað í samfélaginu , og heitir að eitt kerfi hafi bitið í skottið á sér í tilgangi öllum í raun.
Því fyrr sem menn fara að átta sig á því að hefja sig upp úr hjólförum staðnaðrar hugmyndafræði í þessu efni því betra, þar sem starfsmenn í þjónustu hins opinbera eru ekki afgangsstærð í formi launaðrar vinnu við sín störf í öldum talið hér á landi.
kv.gmaria.
Já einmitt sama gamla hringarúllettan, hækka vöru og þjónustu áður en skrifað er undir kjarasamninga.
Föstudagur, 28. september 2007
Það hefur verið sama gamla sagan hring eftir hring við hvers konar launabreytingar á almennum vinnumarkaði að fyrirtækin hafa verið búin að undirbúa sig um hækkanir og venjulega er það þannig að sá sem hefur síðast samninga lausa og semur meðtekur það að búið hefur verið þá og þegar að eta upp þær láglúsarhækkanir á launum sem viðhafðar hafa verið, nú í áratugum talið. Málamyndarsjónarspil ekkert annað.
kv.gmaria.
70% stjórnenda gera ráð fyrir verðhækkunum á vöru og þjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ER ekki sama hvaða lög menn brjóta varðandi brottvísun úr landi ?
Föstudagur, 28. september 2007
Var að hlusta á gífurlega fréttaumfjöllun fréttamanna Ríkisútvarpsins um mál konu sem sem fengið hefur bréf um hugsanlega brottvísun úr landi vegna göngu yfir mörk laga í mótmælaaðgerðum og viðtal fréttamanns við forstjóra Útlendingaeftirlitsins vegna þess. Spurning fréttamannsins var stórfurðuleg. " En þetta er hugsjónamanneskja og hún á kærasta hér á landi .......... jafnframt , hún er ekki fíkniefnasali eða ofbeldismaður ...... ? " Eru fréttamenn Ríkisútvarpsins í hlutverki þess er flokkar fólk sem hugsjónamenn ? Er ekki sama hvaða lagabrot eru á ferð og hvaða gildi skyldi meðalhófsregla stjórnarskrár innihalda varðandi brotaflokkun ?
Spyr sá sem ekki veit.
kv.gmaria.