Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Umræðustjórnmál ættuð úr Hafnarfirði ?
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Formaður fjárlaganefndar Gunnar Svavarsson er einnig formaður bæjarstjórnar í Hafnarfirði, fjármálaráðherra Árni Mathiesen er Hafnfirðingur, og forstjóri Ríkisendurskoðunar Sigurður Þórðarson einnig Hafnfirðingur. Grímseyjaferjan umtalaða er í viðgerð hvar ? Jú auðvitað í Hafnarfirði. Ef Spaugstofan væri starfandi væri þetta án efa talið " eitt stórt samsæri " eða hvað ?
kv.gmaria.
Vegagerðin og fjármálaráðuneytið skiptust á skoðunum um Grímseyjarferju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju, stórt skref stigið fram á veg, varðandi tök á fikniefnavandamálum.
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Það kemur ekki oft fyrir að ég hrópi upphátt húrra fyrir fréttum, hvað þá þrisvar en það gerði ég nú í kvöld þegar ég hlýddi á sjónvarpsfréttir um það samkomulag sem dómsmálaráðuneyti, SÁÁ og lögregla hafa gert með sér um eitt pláss verður til staðar á Vogi þegar lögregla kann að þurfa á að halda vegna einstaklinga í fíkn. Jafnframt verður hægt að dæma menn í meðferð sem er stórt skref fram á veg í þessum málum að mínu viti.
kv.gmaria.
Víðtækt samstarf um áfengis- og fíkniefnamálefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samhæfing og samvinna fólks að störfum við sömu markmið er grundvöllur alls er á eftir kemur.
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Aukið menntunarstig skilar árangri að því marki að viðkomandi einangrist ekki innan sinna fagfræða án áhorfs á umhverfið sem við er að fást í raunveruleikanum. Við höfum horft upp á baráttu hinna ýmsu fagstétta í opinbera geiranum hér á landi sem er góð og gild í sjálfu sér en tekur oftar en ekki mið af öðru en fagmenntaðir aðilar séu að störfum einungis sem ekki er raunin. Menntun þarf því að taka mið af því að starfssemi hvers konar í þjóðfélaginu innihaldi samstarf með " ófaglærðum " því fyrr því betra og þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar í námi hvoru tveggja mega og verða að innihalda það að störf að loknu námi endurspegli raunveruleikann sem við er að fást í þessu sambandi til dæmis hvað varðar til dæmis leikskólamál í höfuðborg landsins. Samhæfing og samvinnu ALLRA er vinna að sama markmiði þarf því að róa að öllum árum hvarvetna er kemur að hvers konar störfum við uppeldi og aðhlynningu mannsins. Allir hlutaðeigandi þurfa þvi að stuðla að slíkri samvinnu svo markmiðin þjóni tilgangi sínum.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samningar til handa fólki á vinnumarkaði þurfa að innihalda kjör sem duga til lífsafkomu í voru þjóðfélagi.
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Við launþegar höfum ekkert við það að gera að greiða félagsgjöld til verkalýðsfélaga og iðgjöld í lífeyrissjóði, ef fyrir það fyrsta félögin eru þess ekki umkomin að semja um laun sem nægja einstaklingi til framfærslu á hverjum tíma fyrir fulla vinnu á vinnumarkaði, sem og að lífeyrissjóðir taki sér vald til þess að skerða sjóðgreiðslur til félaga af fé sem fólk hefur innt af hendi í sjóði þessa gegnum tíðina. Hvers konar viljayfirlýsingar af hálfu verkalýðsfélaga um þetta eða hitt við stjórnvöld varðandi eða af hálfu stjórnvalda við félögin eiga EKKI erindi í samninga um kaup og kjör svo mikið er víst frekar en að ASÍ eigi að sjá um verðlagseftirlit sem er að mínu viti fáránlegt. Stjórnvöld hafa til þess tæki að mæla neysluvísitölu á hverjum tíma sem félögin hljóta að taka mið af. Ég vil fara að sjá hér alvöru leiðtoga félaga í forystu fyrir launþega þessa lands sem ganga erinda þess sem hér er áður nefnt.
kv.gmaria.
Umsamin laun nægja EKKI til framfærslu eftir SKATTA, og skuldsetning er þrautalendingin.
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Þau lámarksmannréttindi sem við Íslendingar höfum þóst guma okkur af lengst af varðandi það atriði að standa vörð um það að lágmarkslaun fyrir fulla vinnu að lokinni greiðslu skatta,nægi til framfærslu einstaklings, eru ekki og hafa ekki verið fyrir hendi hér um tíma, því miður. Frysting skattleysismarka á sínum tíma var afar heimskuleg aðgerð sem hvorki stjórnvöld né verkalýðshreyfingin hafa áttað sig á að leiðrétta til handa mjög stórum hópi fólks á vinnumarkaði sem og þeim er njóta bóta almannatrygginga. Enn berja menn hausnum við steininn og þykjast ekki koma auga á eða viðurkenna þá hina stóru staðreynd að lágmarkstaxtar launa á vinnumarkaði nægja víða ekki til framfærslu að lokinni skattöku sem ákveðin er af stjórnvöldum. Það er því vel tímabært að menn fari að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru og aukning yfirdráttalána í bönkum segir sína sögu um hlutina og hefur gert nokkuð lengi.
kv.gmaria.
Yfirdráttarlán í sögulegu hámarki og gengisbundin lán heimila vaxa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23 milljarðar í formi fíkniefna, hvað margir milljarðar í formi vandamála tengdum neyslunni ?
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Óhuggulegt hreint og beint en segir sína sögu um umfang þessa vandamáls um allan heim að fabrikkuflutningar í kafbáti skuli til staðar á þessu efni frá Suður Ameríku.
kv.gmaria.
Kafbátur fullur af kókaíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er af sem áður var, að tala trú í sína þjóð eða hvað ?
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Til skamms tíma var það venjulegt að forsætisráðherra landsins, ellegar sitjandi ráðherrar, væru gestir í fjölmiðlum þar sem þeir hinir sömu báru fram bjartsýni og trú um framtíð mála en ekki einungis til þess að svara fyrir vandamál sem uppi eru á lands eða veraldarvísu. Ég sé ekki of mikið af þessu nú til dags að mér finnst og frumkvæði sitjandi ráðamanna í fjölmiðla nú orðið afar lítið. Það skiptir máli að tala fram bjartsýni og kjark á hverjum tíma og "eftir höfðinu dansa limirnir " segir máltækið.
kv.gmaria.
Afar fróðlegt, álagspróf.....
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Alltaf sér maður eitthvað nýtt nú er það álagspróf Fjármálaeftirlitsins, en ég verð að játa fáfræði mína þess efnis að hafa ekki séð eða vitað um að slík álagspróf færu fram reglulega, hvað þá að vita hvað þetta próf innifelur.
kv.gmaria.
Íslensku bankarnir standast álagspróf Fjármálaeftirlitsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig væri að biðjast afsökunar á bruðlinu ?
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Samgönguráðherra þvær hendur sínar í ofboði og fjármálaráðherra þrefar við Ríkisendurskoðun, varðandi Grímseyjarferjuna. Að menn skuli ekki láta sér detta það í hug að biðjast afsökunar á mistökum sem orðið hafa og axla þar með ábyrgð að hluta til í þessu máli ! Gæti trúað að slíkt væri farsælla.
kv.gmaria.
Hlutdeild sveitarfélaga í fjármagnstekjuskatti.
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra var í Kastljósi kvöldsins í viðtali vegna umræðna um það atriði að sveitarfélög fái til sín hlutdeild í fjármagnstekjuskatti. Jóhanna á hrós skilið fyrir það hve skýr og skelegg hún er í fyrirsvörum en það kom fram að vinnuhópur væri starfandi er myndi skila tillögum í nóvember, varðandi verkefni, verkefnatilflutning, og tekjur. Það er vonandi að það gangi eftir að skipta skattakökunni betur innbyrðis til hinna ýmsu nauðsynlegu verkefna hins opinbera, en hallað hefur á sveitarfélögin í þessu sambandi.
kv.gmaria.