Umsamin laun nægja EKKI til framfærslu eftir SKATTA, og skuldsetning er þrautalendingin.

Þau lámarksmannréttindi sem við Íslendingar höfum þóst guma okkur af lengst af varðandi það atriði að standa vörð um það að lágmarkslaun fyrir fulla vinnu  að lokinni greiðslu skatta,nægi til framfærslu einstaklings, eru ekki og hafa ekki verið fyrir hendi hér um tíma, því miður. Frysting skattleysismarka á sínum tíma var afar heimskuleg aðgerð sem hvorki stjórnvöld né verkalýðshreyfingin hafa áttað sig á að leiðrétta til handa mjög stórum hópi fólks á vinnumarkaði sem og þeim er njóta bóta almannatrygginga. Enn berja menn hausnum við steininn og þykjast ekki koma auga á eða viðurkenna þá hina stóru staðreynd að lágmarkstaxtar launa á vinnumarkaði nægja víða ekki til framfærslu að lokinni skattöku sem ákveðin er af stjórnvöldum. Það er því vel tímabært að menn fari að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru og aukning yfirdráttalána í bönkum segir sína sögu um hlutina og hefur gert nokkuð lengi.

kv.gmaria.


mbl.is Yfirdráttarlán í sögulegu hámarki og gengisbundin lán heimila vaxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Hæ,

Nafnið Frjálslyndiflokkurinn, gefur nú til kynna að maður eigi sjálfur að láta markaðinn virka og finna sér bestu mögulegu launinn miðað við búsetuskilyrði það er að segja húsnæðisverð. 

    Svo á fólk bara ekkert að vera að eyða um efnifram, fólk sem ekki er með menntun og þess vegna plebbar í hvaða landi sem er í heiminum er að leyfa sér alskonar og telur það vera eitthvern rétt sinn að ganga í nýjum fötum frá dýrum merkjum hönnuða eiga nýja síma og bíla og það má aldrei spara afþví að þá er leiðinlegt og makinn verður fúll eða börninn. Fólk verður bara að stunda fjármál af skynsemi sem hæfir fullorðnu fólki.

   En ég er innilega sammála þér með persónuafslátt, fátækrarmörk eru reiknuð 60% af meðaltekjum (3mill á íslandi) þar af leiðandi eru fátækrar mörk 150.000 á mánuði og af þeim peningum ætti ekki að greiðast neinn skattur.  Svo er ríkið með mest af sinni skattheimtu falda í virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. Sem augljóslega kemur ofaná vöruverð og rýrir kjör okkar allra.

Johnny Bravo, 5.9.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband