Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Missti stýrið undan sér ?

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson missti stýrið undan sér hvað svo sem í því akkúrat kann að felast tæknilega en ljóst má telja að skipið sé bilað. Þá vaknar spurningin hefur viðhald ekkert verið og í því framhaldi, hafa Íslendingar engan metnað þegar kemur að rannsóknarstarfi á fískimiðunum ?

kv.gmaria.


mbl.is Bjarni Sæmundsson dreginn til Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógnarmat á lífríki sjávar við Ísland ?

Hvað ógnar fiskistofnum við landið ? Er það aðferðafræði mannsins, kerfið sem er notað við fiskveiðar með tilheyrandi tólum og tækjum í notkun eða upplýsingaskortur um ástand fiskimiðanna ? Hafa íslenzk stjórnvöld á reiðum höndum upplýsingar um það hvers vegna þurfti að minnka veiðar á þorski svo um munar fyrir þjóðfélagið ? Hér er um að ræða útflutningsverðmæti sem nema rúmum helming alls útflutnings úr landinu og því stór efniviður í þá þjóðarköku sem ár hvert er mögulegt að baka. Það er afar ófaglega að verki staðið að neðansjávarmyndatökur á hafsbotni hafi einungis náð til ca. 1/3 af fiskislóðum enn sem komið er.

 

kv.gmaria.


Faglegt ógnarmat, hvað næst ?

Innra öryggi eða utanaðkomandi ógn eru þetta ekki þættir sem hugsanlega kunna að skarast eða er ef til vill hægt að flokka og skilgreina þetta í sundur með nógu mikilli skilgreiningu , nógu margra ógurlegra sérfræðinga er hafa til að bera fagþekkingu á málinu ?

kv.gmaria.


mbl.is Unnið að gerð ógnarmats fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó Keflavík,,,, einstaklega fallegt lag og ljóð.

Ég vil óska Reykjanesbæ til hamingju með lagið fyrir Ljósahátíð sem sýnir það og sannar að tónlistin er þeim í blóð borin Suðurnesjamönnum. Innilega til hamingju þetta lag er frábært og á eftir að lifa og verða vinsælt.

kv.gmaria.


Að við skulum ekki skammast okkar Íslendingar, með erlenda verkamenn í vinnu, óskráða og ótryggða.

Hið opinbera sem á að tryggja að hér séu ekki starfandi menn á vinnumarkaði sem ekki eru skráðir hér á landi hefur ekki staðið sig i eftirlitshlutverkinu. Og ef hið opinbera stendur sig ekki þá er náttúrulega leikinn sá leikur að fara kring um þau lög sem gilda, hvað annað líkt og fyrri daginn. Öllum hlutaðeigandi til skammar, einkum og sér í lagi þar sem við gumum okkur af mikilvægi þess að fá erlent vinnuafl á vinnumarkað á hátíðastundum.

kv.gmaria.


Setja þarf nefnd á fót við endurskoðun KVÓTAKERFIS, í sjávarútvegi hér á landi, strax.

Það er hvoru tveggja sjálfsögð og eðlileg krafa að núverandi stjórnvöld í landinu skipi nefnd til þess að endurskoða aðferðir við fiskveiðistjórnun sem ekki hefur skilað tilætluðum árangri við uppbyggingu verðmesta fiskistofnsins þorks. Kerfið með tillögum ráðgjafa um veiði til ráðgjafa um hagkvæmnisforsendur þjóðhagslega, þarf endurskoðunar við í ljósi þróunar.

kv.gmaria.


" Tekinn við akstur undir áhrifum fíkniefna " " talið að ölvun hafi átt sér stað ".......

Fíkn í áfengis og vímuefni er sjúkdómur sem þarf að takast á við og meðhöndla þegar ferlið er komið á það stig að flokkast sem vandamál sem ógnar öryggi samborgaranna. Með réttu má segja að lögregla hafi undanfarið staðið vel að verki við að koma einstaklingum úr umferð við stjórn ökutækja undir slíkum kringumstæðum en það er ekki nóg ef ekki er hægt að höndla vandann í heild og úrræði eru til staðar þegar þeirra er þörf við að losa fólk úr viðjum fíknar.

kv.gmaria.


Áfengis og vímuefnavandinn, " komdu á morgun , það eru bara innlagnir á daginn "

Til hvers í " ........... " eru bráðadeildir geðdeilda ? Geðdeilda Landsspítala Háskólasjúkrahúss sem meðhöndla eiga vanda áfengis og vímuefnaneyslu samkvæmt skilgreindum formúlum allra handa en hafa þó ákveðinn opnunartíma til viðtals eins skrítið og það er. Það nægir þó ekki að koma rétt fyrir lok opnunartíma þessa því þá er sagt " klukkan er alveg að verða þetta..... læknirinn er farinn , þú verður að koma á morgun "  Ef viðkomandi er ekki " nógu veikur " eða hefur ekki valdið " meiriháttar skandal " síðustu klukkutímana , burtséð frá því hver saga hans kann að vera sem til er í apparati sjúkrahúss þessa, breytir engu , " komdu á morgun "  " það er líka allt fullt ".  Deildir sem heita bráðadeildir eiga ekki að heita slíku nafni ef allt er " fullt " þær þarf að nefna eitthvað annað. Biðlista og skrifstofumenning sjúkrahússapparatsins íslenska er eitthvað sem þarfnast skoðunar við, verulegrar skoðunar að mínu viti og þar tala ég af reynslu sem spannar tvö mismunandi tímabil aðkomu að slíkum málum, fyrir tuttugu árum síðan um það bil og nú í dag. Því miður ég endurtek því miður virðist lítil sem engin þróun hafa átt sér stað í formi þjónustu sem telja má að skuli til staðar, með laganna hljóðan í því efni. Allt öðru máli gegnir ef maður fótbrotnar á fjöllum upp þá er send þyrla af stað of maðurinn sóttur og sendur í aðgerð og lið fólks kallað út til þess þar sem bráðadeildir standa undir nafni.

kv.gmaria.


Stjórnvöld hafa látið reka á reiðanum í húsnæðismálum frá því Verkamannakerfið var aflagt.

Það er fyrir löngu síðan ljóst að hluti fullvinnandi fólks hér á landi hefur ekki efni á því að festa kaup á eignarhúsnæði hvað þá að leigja á almennum leigumarkaði, og nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur hefur þokast í mörg herrans ár varðandi einhvers konar umbreytingu á þessu ástandi. Biðlistar hafa því hrannast upp hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæði eftir leigu á félagslegum íbúðum meðan húsnæði sem byggt var úti á landi til slíkra nota hefur aftur staðið autt og orðið baggi á sveitarfélögunum þar sem byggt var umfram þörf ellegar atvinna fluttist sjálfkrafa milli staða á einni nóttu. Nú er komin nefnd að sjá má í fréttum með ASÍ og BSRB og Samtökum Atvinnulífsins innanborðs sem ég verð að segja fyrir mig að ég sé ekki alveg hvers vegna eiga endilega að sitja í slíkri nefnd, því umsamin laun millum félaganna og atvinnurekenda á vinnumarkaði þ.e. launataxtarnir hafa ekki dugað til framfærslu hvað þá kaupa á húsnæði. Ég ætla að vona það innilega að ekki standi til að fara að prjóna saman eitthvað tilstand millum kjarasamningagerðar sem nú er fyrir dyrum, annars vegar og félagslegum úrræðum stjórnvalda á hverjum tíma hins vegar.

kv.gmaria.


Hvers vegna hefur ekki tekist að byggja upp þorskstofninn við Íslandsstrendur ?

Ég tel að við Íslendingar hvoru tveggja þurfum og verðum að leita skýringa á því hvers vegna það hefur ekki tekist að byggja upp þorskstofninn hér við land, í tuttugu ár í kerfi sem sett var með það að markmiðí sérstaklega, en samkvæmt þeim niðurskurðartillögum sem koma fram í veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar íslenzku hafa þau markmið farið veg allrar veraldar. Það er nefnilega ekki hægt að kenna því um að einhverjar verulegar breytingar hafi verið gerðar við ákvörðun stjórnvalda um heildarafla í þorski ár hvert allan þennan tíma. Öðru máli kann hins vegar að gegna um veiðar á loðnu en Hafrannsóknarstofnun hefur ekki gert neinar athugasemdir við það atriði og því skýtur það skökku við ef slíkt er ekki tekið með í reikninginn í heildarmyndina en stofnunin sem vísindastofnun í hlutverki ráðgjafa er að mínu viti sá aðili sem gera ætti athugasemdir við stjórnvöld varðandi slíkt ef talið væri að hefði áhrif á vöxt og viðgang annarra fiskistofna. Sama má segja um aðferðir við veiðar með tilliti til álags á lífríki sjávar, það er rannsóknarstofnunar sem er ráðgjafi að vekja athygli á því ef rannsóknir skortir sem nauðsynlegar teljast í þessu efni. Þorskstofninn hrynur ekki allt í einu upp úr þurru án skýringa.

kv.gmaria.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband