Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Gott að vita að maður hugsar með báðum heilahvelum...... eða hvað ?
Föstudagur, 25. maí 2007
Forvitnin rak mig áfram til þess að taka próf um hvort heilahvelið maður notar og nýtir. Niðurstaðan var þessi.
Maria, you are Balanced-brained
That means you are able to draw on the strengths of both the right and left hemispheres of your brain, depending upon a given situation.
When you need to explain a complicated process to someone, or plan a detailed vacation, the left hemisphere of your brain, which is responsible for your ability to solve problems logically, might kick in. But if you were critiquing an art opening or coming up with an original way to file papers, the right side of your brain, which is responsible for noticing subtle details in things, might take over.
While many people have clearly dominant left- or right-brained tendencies, you are able to draw on skills from both hemispheres of your brain. This rare combination makes you a very creative and flexible thinker.
The down side to being balanced-brained is that you may sometimes feel paralyzed by indecision when the two hemispheres of your brain are competing to solve a problem in their own unique ways.
Afar intressant.
kv.gmaria.
Brýtur núverandi skattkerfi mannréttindi ?
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Tekjutengingar í skattkerfinu hafa fyrir löngu síðan bitið í skottið á sér og skerðingar bóta almannatrygginga sem tilkomnar eru af tekjum maka eru aðför að persónufrelsi einstaklinga og með ólíkindum að slíkt skuli hafa verið við lýði sem hluti af skattkerfi í langan tíma. Hin mikla hringavitleysa sem tekjutengingar hafa orsakað í almannatryggingakerfinu eru dæmi um ægilegan klaufaskap í áraraðir. Skattkerfið á ekki að vera stjórntæki til þess að færa eina krónu úr vinstri vasa stjórnvalda yfir í þann hægri líkt og verið hefur varðandi bótaskerðingar tekjutengingatilstandsins. Það kostar einfaldlega nokkuð að standa í slíku og á það hefur margsinnis verið bent án þess að ráðamenn hafi lagt eyru við. Þess er vonandi að vænta að þessu veriði breytt.
kv.gmaria.
Hinir " mjúku stjórnmálamenn" og skoðana og ákvarðanaleysi í íslenskum stjórnmálum.
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Samfylkingin hefur í raun verið að hluta til stefnulaus flokkur en kemur nú að stjórnarborði íslenskra stjórnmála, með Sjálfstæðisflokknum sem hefur við formannaskipti all nokkuð einkennst af miklu skoðanaleysi formanns á málum almennt frá því hann tók við. Skoðana og ákvarðanaleysi stjórnmálamanna almennt er lítt til þess fallið að auka áhuga á stjórnmálum hvað þá að lýðræðisvitund almennings sé vakin þegar moðsuða skoðanaleysis veltur áfram.
Það hefur hins vegar einkennt pólítik Samfylkingar á síðasta kjörtímabili gagnvart þeirri ríkisstjórn sem sat þá að menn voru afar uppteknir af allra handa upphlaupum og persónulegum ádeilum alls konar oftar en ekki gagnvart algjörum aukaatriðum og agnúagangi ýmis konar sem lítið hafði með þróun eins þjóðfélags að gera til lengri tíma litið. Flokkurinn hefur ekki haft skoðun í málefnum sjávarútvegs fyrir kosningarnar sem nýliðnar eru.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur flotið áfram með aðstoð Framsóknarflokksins í ríkisstjórnarsamsstarfi þar sem síðarnefndi flokkurinn hafði með að gera ráðuneyti sem standa þurftu fyrir ákvarðanatöku sem umdeildar voru umfram önnur ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Af því tók sá síðarnefndi fallið án efa í síðustu kosningum. Það hlaut að koma að því. Hvorugir þessara flokka hafa treyst sér til þess að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið sem er handónýtt.
Það heillar ekki við nýjan stjórnarsáttmála að sá hinn sami einkennist af skoðana og ákvarðanaleysi þar sem næstum enga congret ákvarðanatöku er að finna, það er afar slæmt fyrir íslenskt þjóðfélag.
kv.gmaria.
Þarf Frjálslyndi flokkurinn að fræða ráðamenn enn frekar um kvótakerfið ?
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Til hamingju Guðni, þakka þér Jón.
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Formannaskipti í Framsóknarflokknum eru komin til sögu og óska ég Guðna til hamingju með að takast á við formennskuna en vil jafnframt þakka Jóni Sigurðssyni fyrir dvöl hans á stjórnmálasviðinu, en einhverra hluta vegna fannst mér þar fara maður sem átti erindi í stjórnmálin hér á landi þótt ekki sé þar með sagt að ég hafi talið flokkinn á réttri leið í stjórnarsamstarfinu síðasta.
kv.gmaria.
Hinn nýji stjórnarsáttmáli, segir ósköp lítið.
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Þá er kominn fram sáttmáli hinnar nýju ríkisstjórnar og virðist þar um að ræða ágætlega orðað plagg þar sem soðið hefur verið saman stefnuleysi flokkanna beggja á hinum ýmsu málasviðum. Afskaplega fátt og lítið sem hönd er á festandi utan vilja til þess að gera þetta og hitt og setja mál í nefndir. Þó er að finna einstaka undantekningar en þó ekki í þeim málum sem varða þjóðina hvað mestu svo sem varðandi íslenskan sjávarútveg. Að vísu á að gera úttekt á aflamarkskerfinu með tillits til byggðarþróunar en ekkert segir til um hvenær það skuli gert. Vitundarleysi flokkanna beggja gagnvart hinni erfiðu stöðu sem byggðirnar standa frammi fyrir er þvi algert. Ég held að þetta vitundarleysi sé ekki akkúrat það sem menn þurfa nú um stundir hvorki gagnvart stöðu byggðanna né heldur stöðu heimilanna í landinu og skattkerfi þar sem hinir tekjulægstu bera hvað þyngstar byrðar. Sáttmálinn í heild gæti svo sem heitið " because you´re mine, I walk the line.... "
kv.gmaria.
Frjálslynd umbótastjórn ?
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Varaformaður SF lýsir stjórnarmyndun við Sjálfstæðisflokkinn sem þar sé komin " frjálslynd umbótastjórn " og óhjákvæmilega veltir maður fyrir sér hvað hann á við í því sambandi. Getur það verið að samsuða Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar leiði af sér aðferðarfræði sem við í Frjálslynda flokknum höfum verið að boða í íslensku þjóðfélagi ? Minni skattbyrði á þá tekjulægstu, afnám verðtryggingar, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, og almenna leiðréttingu á velferðarhallanum í íslensku þjóðfélagi ? Það kemur í ljós í fyrramálið hversu " frjálslynd stefna " kann þar að koma til sögu.
kv.gmaria.
Stóriðjufjármagnsbraskið heldur áfram undir forystu Landssambands Íslenskra Útgerðarmanna.
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Það mætti stundum halda að Landssambandi Íslenskra Útgerðarmanna komi þetta þjófélag ekkert við þótt þeir starfi og lifi í því hér á landi á stundi sjávarútveg og félagsmenn fái úthlutað aflaheimildum ár hvert. Þótt markmið fiskveiðistjórnunarlaganna sé enn það atriði að viðhalda byggð og atvinnu í landinu með fiskveiðium þá hafa einkahagsmunagróðasjónarmið einstakra fyrirtækja, alfarið varpað fyrir borð vitund um þjóðhagslegar afeiðingar þess að selja og leigja aflaheimilidir millum aðila landið þvert og endilangt. Grétar Mar Jónsson nýkjörinn þingmaður okkar Frjálslyndra var í Kastljósi í kvöld þar sem hann ræddi nýlegar rannsóknir þess efnis að hér við land væru margir þorskstofnar og sökum þess þyrfti að viðhafa svæðisbundna stjórn fiskveiða sem best væri fyrirkomin í sóknarstýringu. Fulltrúi LÍÚ, Björgólfur Jóhannsson, var ekki þess umkominn að ræða það frekar en fulltrúar þessa hagsmunasambands annars hafa yfirleitt verið umkomnir að ræða ástand fiskistofna hér við land undanfarna áratugi, líkt og hagsmunasömtökunum komi það bara ekki við. Meðan lögin um fiskveiðistjórn eru svo vitlaus að það kosti hvorki krónu eða eyri, fyrir fyrirtæki í greininni að selja og leigja frá sér atvinnu úr heilu þorpi með tilheyrandi verðmætasóun, og eignaupptöku , atvinnuleysi osfrv, þ.e. að ekkert stemmi stigu við slíku , þá eru afleiðingar eftir því.
kv.gmaria.
Hvernig á að skera sjúkra og almannatryggingar í sundur ?
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Mér best vitanlega er almannatryggingakerfið sem nú er við lýði samvaxinn frumskógur reglugerða þar sem oftar en ekki kemur til sögu hinn félagslegi þáttur svo sem tekjur þegar sjúkrakostnaður sjúklinga við leitun í kerfið er metinn með tilliti til greiðsluþáttöku hins opinbera sérstaklega samkvæmt ýmsum lögum og enn fleiri reglugerðum varðandi hina ýmsu sjúkdóma. Ef til vill er meiningin að taka einungis ellilífeyri yfir í félagsmálaflokkinn, en ekki örorkubætur, hver veit ? Einn af þeim annmörkum sem nú eru til staðar til dæmis í þessu kerfi er það atriði að þegar öryrki kemst á ellilífeyrisaldur þá lækka bætur hans frá örorkubótum yfir í ellilifeyri eins stórfurðulegt og það nú er. Kanski hinn nýji heilbrigðisráðherra hyggist ráðast í það verkefni að endurskoða samninga við sérfræðinga annars vegar og útgjöld til stofnanna og grunnþjónustu hins vegar eins og einn forveri hans í embætti réðst í á sínum tíma en þá tel að ekki veiti af að safna orku því sú tilraun endaði að mig minnir með því að sá hinn sami fékk hóp sérfræðinga upp á móti sér sem réðust í blaðaskrif og hamagang þegar taka átti upp tilvísanakerfi. Má í því sambandi minna á það að þá var það landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins sem kom í veg fyrir þá framgöngu þess ráðherra Sighvats Björgvinssonar á þeim tíma sem sló á putta nokkurs konar breytinga í þessu efni.
kv.gmaria.
Láglaunafólk á Íslandi situr með skattaáþján og verðtryggingu í viðbót við kvótakerfið.
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Skattbyrði hinna tekjulægstu hefur þyngst svo um munar og frysting skattleysismarka á sínum tíma hneisa og skömm sitjandi stjórnvalda í landinu. Verðtrygging fjárskuldbindinga tryggir lánveitandann frá áföllum en lántakinn borgar brúsann og hinn fyrrnefndi því aldrei í mikilli áhættu einungis sá síðarnefndi. Skyldi það vera skrítið að fólk óski þess að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun þannig að hugsanlega sé mögulegt að borga af verðtryggðu lánunum ? Sjaldan eða aldrei hafa stjórnvaldsaðgerðir hér á landi innihaldið eins mikinn fáránleika í raun þegar upp er staðið og litið á hve illa aðgerðir samræmast gagnvart hinum vinnandi manni í þjóðfélaginu sem og bótaþegum almannartrygginga er taka mið af lægstu launum. Þessu til viðbótar kemur síðan til sögu kerfi fiskveiðistjórnunar sem fer eins og sinueldur um landsbyggðina og hrekur fólk eignalaust á mölina, ásamt atvinnumissi þar sem enginn hefur áhyggjur af því þótt fólk sé hrifið brott af ættjörð sinni, nauðugt í raun. Stjórnarfar sem þetta kallast offar í stjórnvaldsaðgerðum og Íslendingar fengu´nóg af slíku allt til aldamóta síðustu hér á landi.
mál er að linni.
kv.gmaria.