Undirliggjandi mein í íslensku efnahagslífi er núverandi kvótakerfi sjávarútvegs.

Því fyrr, sem menn átta sig á því að kvótakerfi sjávarútvegs og braskið sem var innleitt, framsalið þ.e. hinn óútfyllti víxill , veðsetningar þess sem enginn vissi hvað fiskigengd veður og vindar kynnu að fylla upp með, og er og verður MISTÖK stjórnmálamanna við lagasetningu á Alþingi, því betra. Lífeyrissjóðirnir ruku til með fjárfestingum í sjávarútvegsfyrirtækjum á hlutabréfamarkaði en hurfu og brott að vörmu spori þegar ljóst var að fyrirtæki í sjávarútvegi voru ekki komin til að vera á hlutabréfamarkanum enda óvissuþættirnir of margir í því sambandi. Markaðsvæðing sjávarútvegs hér á landi hefur mistekist því engir eru fiskmarkaðir innan lands og veiðar og vinnsla á einni hendi, ekki til atvinnusköpunar innan lands heldur til hrávinnsluútflutnings í gámum af hálfu fyrirtækja er teljast handhafar kvótans og skara eld að eigin köku alveg burtséð frá öllu öðru. Sjávarútvegsráðherrann var síðast í gær að nefna samgöngur í sambandi við mikilvægi sjávarútvegs þar sem ferðalagið með gámana um akvegi landsins þar sem fiskur fer óunninn úr landi´, átti að teljast gott. Þvlík og önnur eins óráðsía fyrirfinnst varla um byggð ból, og mál er að linni með umbreytingum til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt og þarna hljóma eina sterka röddin Frjálslynda flokksins.  Þar tala engir aðrir nema í hálfkáki.  Það er því ljóst að við verðum að ´fá brautargengi til að koma þessu máli áfram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband