Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Auðvitað vantaði peninga í velferðarþjónustuna alla eins og hún leggur sig.
Föstudagur, 9. mars 2007
Þegar ekki tekst að skattleggja helstu fjármálaumsýslu sem við lýði er í einu landi , þ.e framsal og leigu aflaheimilda í sjávarútvegi þá gefur það augaleið að eitthvað verður undan að láta og jú fjármunir sem landsmenn hafa greitt í áratugi af sköttum og nota átti í Framkvæmdasjóð aldraða þá er allt í einu farið að nota í rekstur þeirra þjónustustofnana sem fyrir hendi voru á einhverjum tímapunkti. Skattleysismörk voru fryst við fátæktarhungurmörk sem aftur virkaði síst af öllu hvati á atvinnuþáttöku láglaunafólks sem þar með hafði verið gert að þrælum á skattagaleiðunni. Síðustu áramót árið 2007 var þessi ríkisstjórn að reyna að hisja upp um sig buxurnar af þessari óráðsíu með hækkun skattleysismarka , hafandi svikið allt sem má svíka frá hinnum vinnandi manni hér á landi síðustu kjörtímabil við störf við stjórnvölinn með rauntengingu skattleysismarka við verðlagsþróun. Alls konar þjónustugjöld í opinbera þjónustu , okurverðlag hins annars guðdómslega markaðssamfélags sem gumað er af koma til viðbótar sem baggi á hinn almenna launamann á vinnumarkaði. Og enginn þykist skilja neitt þegar sérfræðingar draga fram ástand þetta æ ofan í æ með útskýringum þar að lútandi. Aldraðir , börn , launþegar hafa fengið nóg, af slíku skipulagi mála í voru samfélagi og það þarf að breyta um í aðferðafræðinni við uppbyggingu þjóðfélags til framtíðar sem tekur mið af þörfum allra.
kv.gmaria.
Tilfærsla auðs og misskipting hófst með kvótakerfi sjávarútvegs.
Föstudagur, 9. mars 2007
Þegar einn góðan veðurdag verður til ákvörðun af hálfu Alþingis þess efnis að stimpla svo og svo mikið magn óveidds fiskjar úr sjó, sem hverja aðra viðskiptavöru manna á milli, gegn gjaldi komu til sögu Mestu mistök stjórnvalda á allri síðustu öld. Ákvörðun þessi var útskýrð " hagræðing " augnablik " hagræðing " í þágu hverra. Við lýði var nefnilega kerfi sem hafði verið tekið í notkun skömmu áður og kallast kvótakerfi þar sem handhafar kvóta voru þeir sem á þriggja ára tímabili veiddu mest á Íslandsmiðum um 1980, og bara þeir engir aðrir komu til sögu í framhaldinu þótt menn á því tímabili sem ötulir sæktu sjóinn og öfluðu vel hefðu óvart verið með skipin í slipp eða verið frá vegna veikinda þessi þrjú viðmiðunarár. Þetta heitir offar stjórnvaldsaðgerða sökum endurskoðunarleysis ákvarðanatöku er bitnar óréttlátlega á þegnunum. Því til viðbótar GLEYMDIST ég endurtek GLEYMDIST að setja gjaldtöku sérstaka við tilfærslu aflaheimilda/kvóta millum útgerða landshorna á milli, það bara gleymdist þið fyrirgefið öðru vísi er ekki hægt að líta á málið því engin heil brú er í því að eitt fyrirtæki hoppi á einni nóttu með alla atvinnu úr einu sjávarplássi því hvorki fólkið , eignir þess, þjónustumannvirki uppbyggð , höfn og allt saman fer ekki samtímis með þeirri fjárumsýslu óveidds fiskjar millum aðila á sömu stundu. Hefði fyrirtækjum verið gert að greiða gjald fyrir gjörðina hefði málið litið öðru vísi út en það var ekki gert , það gleymdist.
Þess vegna hafa öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurft að hækka útsvar í topp, þess vegna hefur ekki verið hægt að lækka tekjuskatt á tekjur undir fátæktarmörkum, þess vegna hefur ekki verið hægt að hækka bætur almannatrygginga og þess vegna er misskipting og gjá milli ríkra og fátækra á Íslandi.
kv.gmaria.
Samtök Atvinnulífs með iðnþing.......?
Föstudagur, 9. mars 2007
Eftir því sem fram kemur á bloggi fyrrum félaga úr Frjálslynda flokkunum. er Iðnþing á vegum S. A. þar sem Illugi , Ingibjörg og Steingrímur eiga að viðra sín sjónarmið um framtíðarvelferð þjóðarinnar fyrir dyrum. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að Illugi Gunnarsson muni koma þar fram með fiskakenningu sína um hina verðlausu fiska er synda í sjónum, því ef svo er að við Frjálslyndir fáum ekki fulltrúa þar vegna fyrirframskipulagðar dagskrár sem ekki getur lotið breytingum, stórkostlega hjákátleg leiksýning einhliða sjónarmiða að sjá má, þar sem hagsmunaaðilar hafa þá með sem þeim hinum sömu virðist henta. Mér best vitanlega er Landssamband Íslenzkra útgerðarmanna aðili að Samtökum Atvinnulifsins og LÍÚ vill ekki breytingar á hinu annars arfavitlausa kvótakerfi sjávarútvegs en það vill Frjálslyndi flokkurinn hins vegar.
kv.gmaria.
Offjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu ?
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Þegar hvorki samgöngumannvirki, þjónusta, íbúðabyggingar haldast í hendur við fjölgun íbúa, á einu svæði, er þá ekki skýringa að leita í skipulagi atvinnuvega á landsvísu ? Það hlýtur að vera ef meiningin er að byggja Ísland allt. Mikilvægi þess að snúa við fólksflótta utan af landi með til dæmis breytingum á kvótakerfi sjávarútvegs, hefur reynst þessari ríkisstjórn of erfiður ljár í þúfu og fær því falleinkunn hvað framtíðarsýn varðar til handa voru þjóðfélagi. Það er ekki nóg að dansa fyrir þessar kosningar kring um ákvæði um sameiginlegar auðlindir í stjórnarskrá , halelúja, amen, eins og ekkert sé. Ónei allsendis ekki. Nýlíðun í sjávarútvegi er ENGIN, sama á við um landbúnað þar er nýliðun ENGIN heldur. Ríkisstjórnin þorir ekki að anda á hagsmunasamtök óumbreytanleika núverandi kerfa, af ótta við fylgistap. Svo allt í einu átta menn sig á því að borgarbúar eru að drepa sig á svifryki sökum allt of margra bíla á nagladekkjum á sama svæði landsins í einu í kyrru veðri. Þetta var náttúrulega alveg ómögulegt að reikna út fram í tímann eða hvað ? Nei nei bara byggja endalaust upp á við og út í frá og allir í miðbæinn til og frá einhvern veginn. Fylla Vatnsmýrina af flugvélum og bílum, kanski hægt að byggja bílastæði undir flugvellinum ?????? Bílaferju frá Hafnarfirði yfir í Reykjavík á annatímum ? Skipulagt kaos hefði einhver sagt einhvern tímann. Undirliggjandi vandamál liggur hins vegar með rætur í hinn gamla aðalatvinnuveg Íslendinga fyrst og síðast fiskveiðistjórnarkerfið og skipulagið þar á bæ.
kv.gmaria.
Andaktug kyrrðin og suðandi brimhljóðið.
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Mikið er maður fljótur að gleyma hve kyrrðin er yndisleg. Komst að því þegar ég þurfti að skreppa austur í sveit, þar sem brimið suðaði í eyrum og vitinn í Dyrhólaey blikkaði vitann á Stórhöfða, líkt og venjulega gegn um árin. Stjörnubjartur himininn með smávegis Norðurljósabandi yfir Jöklinum gerði allt tilkomumeira en ella. Já maður er fljótur að gleyma hvað kyrrð er, en ágætt að fara á svona upprifjunarnámskeið öðru hvoru.
kv.gmaria.
Lögin um fiskveiðistjórn eru ónýt lagasetning þar sem ákvæði laganna stangast á.
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Lög sem hvoru tveggja kveða á um að tiltekin auðlind sé sameign þjóðarinnar sem ekki myndi eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimild í þessu tilviki kvóta GETA ekki einnig innihaldi ákvæði um að handhafa sé heimilt að framselja sín á milli þessa heimild með gjaldtöku. Lögin sjálf eru því ónýt og framkvæmd þeirra eftir því eðli máls samkvæmt. Kanski vantar Framsóknarflokkinn lögfræðinga til þess að átta sig á þessu áður en menn þar á bæ heimta að það fari í stjórnarskrá að auðlindir séu sameign þjóðarinnar sem orð á blaði í stjórnarskrá , hver veit ?
kv.gmari
Þarf ekki Stjórnlagadómstól á Íslandi ?
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Það er nú orðið nokkuð langt síðan ég minntist síðast á Stjórnlagadómsstól en ég sé ekki betur en nauðsyn þess að koma slíkum dómsstól á fót hér á landi sé enn fyrir hendi ekki hvað síst þegar menn eru að vissu leyti að velta því fyrir sér að setja ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir sem þjóðareign þótt núverandi stjórnarskrá kveðið á um slíkt í útfærslu laga og í lögum um stjórn fiskveiða til dæmis sé skýrt á kveðið um það atriði að fiskimiðin skuli VERA SAMEIGN þjóðarinnar í fyrstu grein laganna. Jafnframt er kveðið á um að forræði einstakra aðila yfir aflaheimildum myndi ekki eignarétt né óafturkallanlegt forræði einstakra aðila. Hins vegar ínota bene í sömu lögum sem var sett inn í lögin síðar er leyft að framselja og leigja aflaheimildir. Frá því ég las þessi lög fyrst hefi ég aldrei getað skilið að þessi tvö fyrirmæli innan sömu laga geti staðist því þau rekast hvort á annars horn alfarið og lögin ónýt í framkvæmd sinni í raun. Það atriði að setja ákvæði í stjórnarskrá lagar ekki sjálfkrafa ónýt lög í framkvæmd.
kv.gmaria.
Frjálslyndi flokkurinn hafnar núverandi kvótakerfi.
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Frjálslyndi flokkurinn hafnar með öllu núverandi útfærslu kvótakerfisins, vegna þess að það veldur,....,, Hruni byggða og fækkun íbúa....... Minni atvinnu með sölu tilfærslu kvótans....... Árangursleysi við uppbyggingu á stofnum botnfiska....... og Sóun á verðmætum með rangri nýtingu fiskimiðanna. Við viljum færa Strandveiðiflotann í sóknarkerfi og Aðgreina flotann í fjóra útgerðarflokka í áföngum. Frjálslyndi flokkurinn er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur ígrundað fiskveiðistjórnun og þær nauðsynlegu breytingar sem gera þarf á því sviði og því fyrr því betra. Ég hvet menn til þess að kynna sér þær tillögur okkar til breytinga sem finna má í Málefnahandbók flokksins og sjá má á x.f.is.
kv.gmaria.
Blaðurmennskan og skotgrafirnar.
Mánudagur, 5. mars 2007
Það er alveg stórkostlegt að fylgjast með þróuninni ef þróun skal kalla í hinni íslensku pólítik nútímans. Hinar ýmsu aðferðir sem notaðar eru og nýttar til þess að vekja athygli á sjálfum sér umfram málefni þau sem teljast til samfélagsverkefna eru hreint og beint sagnfræðilegt verkefni við að fást ef vel er að gáð. Ef ekki er verið að nota fjósaskófluna við að moka skít á andstæðinginn þá er verið að ræða áhuga viðkomandi á afþreyingu svo sem fótbolta og leikurum og keppnum hvers konar þar sem einhvers konar mæling á ágæti millum manna fer fram og menn skipa sér í lið og flokka allra handa líkt og beljur á bása. Þið fyrirgefið ég verð bara að leyfa mér að hafa svolítið gaman að þessu og kíma í kampinn.
kv.gmaria.
Stærsta auðlind Íslendinga er hafið og lífríki sjávar kring um landið.
Mánudagur, 5. mars 2007
Ég hef gagnrýnt málflutning sjálfsskipaðra umhverfisverndarpostula sem farið hafa mikinn á einskorðuðu sviði umræðunnar um þessi mál þ.e sýn þeirra nær ekki út fyrir landssteina á hafið og hafsbotn sjávar og lífríki það sem hulið er sjónum en er eigi að síður matarforðabúr þjóða heims. Þótt bann við veiðum með botnvörpu á hafsbotni hafi nú þegar legið fyrir á borði hjá Sameinuðu þjóðunum hafa Íslendingar ekki virt þá umræðu viðlits sem heitið getur. Sama máli gegnir um aðferðarfræði almennt við fiskveiðar í ljósi árangur kerfis í gangi við uppbyggingu verðmesta fiskistofnsins þorsksins. Hvar er umhugsun um kóral á hafsbotni sem einungis vex í öldum talið og hvað með óafturkræf áhrifa aðferða þar að lútandi ? Er það sóun að henda fiski í hafið eða er það allt í lagi ? Hve mikið af auðlindum jarðar fer í það að brenna olíu á verksmiðjufiskiskip meðan ekki má veiða á króka og handfæri eins og staðan er hér á landi nú ?
kv.gmaria.