Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Skortur á framsýni í umhverfismálum einkennir Íslendinga.
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Mengunarskattar, ásamt því atriði að innleiða skipulag hvatningar til þess að nota almenningsökutæki með almennilegri upplýsingu um mengun og það heilbrigðisvandamál sem til dæmis svifryk er á þéttbýlum svæðum, skortir og það hefur skort í umræðu þeirra er hamast gegn vatnsaflsvirkjunum hér á landi einnig. Vatnsaflsvirkjanir eru nefnilega umhverfisvænar í sjálfu sér samanborið við annars konar framleiðslu á rafmagni, það vill gleymast. Sveitarfélög í landinu geta áorkað mun meira en þau hin sömu gera nú einungis ef skilaboðin koma frá ríkisstjórn varðandi það atriði að vinna að sjálfbæru samfélagi innan sinna vébanda. Þau hin sömu skilaboð þurfa að vera til staðar gegnum skattöku annað dugar ekki. Því fyrr því betra.
kv.gmaria.
Fátækt.
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Hvað er fátækt ? Er það spurning um hvernig við bökum kökuna eins og Hannes Hólmsteinn ræddi í Íslandi í dag ? Fyrir það fyrsta þurfum við að hafa efni á því að kaupa rafmagn til að kynda ofninn, svo við getum bakað köku eftir skatta. Í öðru lagi að eiga eitthvað eftir af launum eftir skatta til að kaupa efni í köku til þess að baka. Í þriðja lagi þurfum við að vita hvaða hráefni má hræra saman og í fjórða og síðasta lagi kunna að stilla rétt hitastig við baksturinn annars verður kakan ónýt. Núverandi ríkisstjórnarflokkum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks hafa verið verulega mislagðar hendur við sinn kökubakstur, því einungis hefur tekist hjá þessum tveimur flokkum að baka Skattköku fyrir landsmenn, skattköku sem stjórnvöld sjálf skilja illa eða ekki hvað landsmönnum flestum líkar illa. Ofurskattar á laun næstum undir framfærslumörkum , framkalla eðli máls samkvæmt fátækt , flókið er það ekki í raun.
kv.gmaria.