Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Í sífelldu kapphlaupi að hefja sem mest vora hylli,.....
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Hlaupandi fram og til baka öfganna á milli.
Eigum vart orð yfir eigin ágæti og snilli.......................
og svo kemur hvað ?
Lýsi eftir góðum botni !
kv.gmaria.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skattkerfið er allt of flókið, ríkisforsjárhyggjukerfi, með tekjutengingum öllum.
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Ég hef jafnan tekið undir þær hugmyndir hvaðan sem þær koma að einfalda þurfi skattkerfi landsmanna öllum til hagsbóta, jafnt fátækum sem ríkum. Þegar svo er komið að skattkerfi beinlínis letur til vinnuþáttöku hluta landsmanna sem geta lagt af mörkum vinnuframlag, með hlutavinnu á vinnumarkaði, vegna tekjutenginga og skerðinga þar að lútandi, þá er illa komið. Það ætti ekki að eiga sér stað að einstaklingur á vinnumarkaði, sem innir af hendi fulla vinnuþáttöku á lágmarksbyrjendalaunum samkvæmt töxtum verkalýðsfélaga, megi þurfa að standa uppi með tekjur eftir skattgreiðslur sem flokkar þann hinn sama undir lágmarksframfærsluskilgreiningum hins opinbera á félagsmálasviðinu.
Með öðrum orðum hlutfall skatta af þeim upphæðum sem nálægt eru lágmarksframfærslu getur þannig ekki verið jafn hátt og af öðrum og hærri tekjum, vegna skilgreininga hins opinbera um lágmarksframfærslu sérstaklega. Jafnræðisregla stjórnarskárinnar skal gilda um alla, og stjórnvaldsákvarðanir um hlutfall skatta af tekjum manna í þessu sambandi einnig, mér best vitanlega.
Ákveði stjórnvöld á hverjum tíma að hafa skattprósentu það háa að, lágtekjufólk lendi upp til hópa undir skilgreindum framfærslumörkum þá hlýtur annað hvort að þurfa að hækka skattleysismörkin eða endurskoða lágmarksframfærslumörk, svo eitthvert samræmi sé að finna.
Síðan má velta því alvarlega fyrir sér hvers vegna skrifað er undr samninga um kaup og kjör undir þessum formerkjum af hálfu þeirra sem með það umboð hafa að gera.
kv.gmaria.
Stormur í vatnsglasi, stríð um meint verðsamráð á kjúklingaleggjum... ?
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Það er með ólíkindum hve mjög aukaatriðin verða oft að aðalatriðum hér á landi. Hagsmunir neytenda felast ekki í því hvort frampartur af kjúkling kosti einni krónu meira hér eða þar í dag eða á morgun, heldur í verðlagningu og verðmyndun vörunnar frá upphafi frá ferli framleiðanda til neytanda. Framleiðsluferlið og skipulag mála hvað varðar eignarhald og samruna fyrirtækja á matvælamarkaði og heildarmarkaðshlutdeild eru stóru málin í þessu sambandi, sem haft skyldi til haga i þessu sambandi.
kv.gmaria.
Ekki veitir af að gera atlögu að fíkniefnaóþverranum, hinni miklu meinsemd í íslensku þjóðfélagi.
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Fíkniefnavandamálið kostar íslensku þjóðina stórkostlega fjármuni á ári hverju og því betur sem lögregla og yfirvöld öll eru í stakk búin til þess að takast á við þessa tegund glæpa, því meiri möguleiki til þess að forða megi fleiri einstaklingum til þess að lenda í klóm glæpamanna sem ástunda iðju sem slíka hér á landi. Allur sá hinn mikli harmleikur þeirra er lenda í viðjum fíknar er enn falinn að hluta til innan fjölskyldna þar sem sektarkenndin gagnvart ástandi fíkilsins verður ef til vill til þess að loka umræðu um málin. Aðgerðir lögreglu til að ráðast að rót vandans eru góðar en jafnframt og samhliða þarf að taka málefni meðferðarúrræða föstu taki og sinna sem skyldi.
kv.gmaria.
![]() |
Lögreglan lagði hald á vopn í félagsheimili Fáfnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrsta skref ráðamanna út úr markaðshyggjuþokumóðunni.
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur ber að fagna þess efnis að ógilda, samruna eigna almennings annars vegar og hagsmuna einkafyrirtækja hins vegar. Traust almennings er og verður ætíð forsenda þess að fela kjörnum fulltrúum stjórnartauma.
Ætla Reykvíkingar að láta hafa sig að fífli ?
Það getur hver heilvita maður séð að með samruna fyrirtækja og samningum þar að lútandi var verið að setja eign almennings á silfurfat einkaaðila til þess að braska með sem verslunarvöru í útlöndum. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að Reykvíkingar ætli að láta sér það lynda að þannig sé að málum farið.
kv.gmaria.
VERÐTRYGGÐIR VEXTIR....... síðan hvenær er þetta í lagi ?
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Mér er það óskiljanlegt að einkabankar hér á landi með starfssemi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum skuli enn þann dag í dag , hafa barn síns tíma verðtryggingu hér innanlands, í formi laga frá Alþingi sem skjól og hlíf starfsseminnar, þegar hið opinbera hefur dregið sig út úr eignarhaldi bankastarfssemi. Verðtryggingu átti í síðasta falli að fella úr gildi við breytingu á eignarhaldi bankanna. Þar er um að ræða mistök sitjandi valdhafa, mistök sem þarf að leiðrétta sem fyrst.
kv.gmaria.
![]() |
Kaupþing hækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætla Reykvíkingar að láta hafa sig að fífli ?
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Það getur hver heilvita maður séð að með samruna fyrirtækja og samningum þar að lútandi var verið að setja eign almennings á silfurfat einkaaðila til þess að braska með sem verslunarvöru í útlöndum. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að Reykvíkingar ætli að láta sér það lynda að þannig sé að málum farið.
kv.gmaria.
![]() |
Júlíus Vífill er ósammála skilgreiningu borgarlögmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Burt með Verkalýðshreyfinguna úr verðkönnunum, atlaga ASÍ að Bónus, vegna gagnrýni Bónus á kannanir.
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Ekki hefði mér nú dottið í hug að ég myndi fara að verja núverandi markaðsfákeppnisaðila á matvörumarkaði EN hér er maðkur i mysunni varðandi það atriði að gagnrýni Bónus á verðkannannatilstand verkalýðshreyfingarinnar sem ónákvæmt virðist svarað með ásökunum um verðssamráð aðila, líkt og þar gæti hugsanlega verið um miklar upphæðir að ræða í því sambandi. Samfylkingin er komin í ríkisstjórn og ruv var með fréttina studd af 5 eða 10 aðilum sem hugsanlega myndi endurvekja traust á verðkönnunum ASÍ hinnar heilögu kýr sem tekið hefur sér sjálfkrafa á hendur eftirlit með markaði án sérstaks umboðs launþega, til þess arna. Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi.
kv.gmaria.