Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Framkvæmdastjóri L.Í.Ú. gumar af aðgerðum stjórnvalda til verndar hafsbotnsins.
Sunnudagur, 10. desember 2006
Viðtal við framkvæmdastjóra Landssambands Íslenskra Útgerðarmanna vakti athygli mína þess efnis að sá hinn sami sagði það ekki rétt að stjórnvöld hefðu ekkert að gert hvað varðar vernd gegn botnvörpuveiðum á hafsbotni.
Hvað á hann við og hvenær og hvernig kom það til að stjórnvöld létu sig mál þetta varða allt í einu sem breytingar á hinu annar alfullkomna kvótakerfi til þessa.
Jú á haustdögum nú árið 2006 er að finna allt í einu alveg óvænt fullt af reglugerðum frá ráðuneyti sjávarútvegs um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á afmörkuðum svæðum hér og þar í kring um landið .
Mjög sérstakt að þessar reglugerðir skuli koma alveg óvænt allar á sama tíma af hálfu viðkomandi stjórnvalda sem ekkert hafa séð athugavert til þessa en henda síðan fram fullt af reglugerðum úr ráðuneytinu sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtakanna LÍÚ er væntanlega nú að nota máli sínu til stuðnings.
Ég spyr um öll árin áður en árið 2006 kom til ?
kv. gmaria.
Stjórnmálaútskýringar Spaugstofunnar eru snilld.
Sunnudagur, 10. desember 2006
Það er sjaldan að maður nú orðið taki bakföll af hlátri en það gerði ég nú í kvöld við sýningu Spaugstofunnar á " Frjálslynda hliðinu " og ég held að raunsannari frásögn finnist varla af ágreiningsefnum okkar Frjálslyndra í raun. Lokaatriðið var einnig afar áhrifamikið þar sem kveðið var, " Nú kveður við hápólitískur hvellur " kvæðið er búið , tjaldið fellur " ...... Hvaða tjald skyldi annars falla ef maður veltir þvi fyrir sér , jú ríkisstjórnin er fallin ef Frjálslyndir halda áfram á þeirri siglingu sem nýleg fylgiskönnun 13 % ber vitni um. Það eitt veldur aftur stórkostlegri hræðslupóltík af hálfu núverandi kjötkatlahandhafa sem svo sem má sjá í hinum ýmsu birtingamyndum hér og þar.
kv.gmaria.
Sjá fjármálaráðherrar " skóginn fyrir trjánum " ?
Fimmtudagur, 7. desember 2006
Að spara aurinn en kasta krónunni, er setning sem eins vel á við nú og fyrir tíu árum síðan hvað varðar heilbrigðismálavettvanginn og reyndar fleiri svið samfélagsins þar sem opinber þjónusta er innt af hendi og kostnaði er haldið í járnum ár frá ári með yfirvinnu starfsmanna eins og nýleg dæmi er að finna um á Landsspítala háskólasjúkrahúsi. Ráðherrar heilbrigðismála reyna hvað þeir geta að fá fjármagn en fjármálaráðuneyti þarf að sýna sparnað og ef sitt hvor flokkurinn stjórnar sitt hvoru ráðuneytinu, þá er fínt af hálfu annars að kenna hinum um þegar að kosningum kemur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur komist hjá þvi að axla ábyrgð heilbrigðismála um langan tíma en fjármálaráðuneytið hefur verið hans verkefni meðan Framsóknarflokkurinn hefur taka afföllum af skorti á fjármagni á ákveðnum sviðum heilbrigðismála. Sannleikurinn er sagna bestur í þessu efni og ráðherrar Framsóknarflokksins á þessu málasviði hafa sannarlega reynt að fá áorkað umbreytingum hvað varðar fjárveitingar en því miður áherslur fjármálaráðherrana þess efnis að mikilvægara sé að guma sig af tekjuafgangi ríkisins en því að leysa biðlistavanda og mannaskort, virðist hafa orðið ofan á.
kv.gmaria.
Bókhald stjórnmálaflokka.
Fimmtudagur, 7. desember 2006
Því ber að fagna að stjórnmálaflokkar á þingi skuli hafa komið sér saman um lög og reglur til að fara eftir í því efni. Það var reyndar löngu tímabært að sömu reglur giltu sem og að endurskoðun færi fram í þjóðfélagi sem kallar sig markaðsþjóðfélag.
Hvort þau mörk upphæða styrkja til flokka eru akkúrat þau einu réttu skal ég ekki um segja en tel að hér sé eigi að síður verið að styrkja grundvalllarstoðir lýðræðis og koma í veg fyrir að fjársterkir einstaklingar eða fyrirtæki allt að því kaupi sig inn í starfssemi stjórnmálaflokka með einhverju móti og flokkar eða einstaklingar í flokkum telji sig háðir þeim aðilum.
kv.gmaria.
Frjálslyndi flokkurinn mun verja velferðarþjóðfélag fyrir alla.
Þriðjudagur, 5. desember 2006
Málefni aldraðra og sjúkra sem og hagsmunir láglaunafólks fara saman, þar sem skattkerfi sem vegur að lífsafkomumöguleikum þessarra hópa í voru þjóðfélagi hefur verið við lýði í rúman áratug.
Stjórnvöld munu verða að gjöra svo vel að taka frekara tillit til þeirra hagsmuna sem hér er um að ræða og snúast um grundvallarmannréttindi þess að eiga lífsafkomu án þess að hið opinbera heimti til sín greiðslur í formi skatta af tekjum sem illa eða ekki geta flokkast sem tekjur fyrir lífsafkomu milli mánaða.
Það getur hver maður séð í hendi sinni að það er ekki heil brú í því atriði að skattaka hefjist við tekjumark sem notast hefur verið við sem flokkun algjörrar lágmarksframfærslu einstaklinga til lifibrauðs í landi voru.
Aðilar vinnumarkaðsins eru ekkert patt í þessu efni þeir hinir sömu bera einnig ábyrgð á skipan mála svo fremi þeir séu aðilar að samningum við stjórnvöld á hverjum tíma. Stjórnvöld bera eigi að síður ábyrgð á leikreglum þeim sem til staðar eru þ.e. hvenær skatttaka hefst sem og hve mikill hluti tekna er skattlagður.
Hvarvetna sem ég sit fundi í mínum flokki eru þessi mál nær efst á baugi þar sem breytinga er þörf.
kv.gmaria.
Skattkerfið og láglaunapólítikin.
Sunnudagur, 3. desember 2006
Lesa má frétt í Mogganum um sex milljarða skattgreiðslur innflytjenda af sínum launum án þess þó að um samanburð sé að ræða í sömu frétt hve mikið hugsanlega væri um að ræða ef Íslendingar væru í sömu störfum, með laun samkvæmt sínum áunnu starfsréttindum á íslenskum vinnumarkaði sem án efa væri nokkuð hærri upphæð. Ef það væri svo vel að fyrirtækin væru að greiða mismuninn í samfélagsneysluna í formi skatta, þá þyrfti ekki að leggja þjónustugöld allra handa á sjúklinga og skera við nögl alls konar samfélagsþjónustu. Því miður allt spurning um forsendur dæma sem fram eru sett í þjóðfélagslegu samhengi ekki hvað sízt hvað varðar sjálfbærni þjóðfélags.
Ef verkalýðshreyfing þessa lands væri ekki orðin hluti af atvinnurekendum gegnum lífeyrissjóðina og brask þeirra á markaði þá væru mál þessi með öðru móti.
Því miður stjórnvöld og verkalýðshreyfing dansa vangadans á markaðsdansleiknum sem orskakað hefur einhverja þá mestu skuldasöfnum heimila í landinu sem um getur í Íslandssögunni með dyggri þáttöku banka sem verndaðir eru með verðtryggingu.
Þar eru gamalmenni , börn og sjúklingar afgangsstærð sökum þess að vera ekki beinir þáttakendur á markaðshlaupabrautinni.
kv.gmaria.