Hreinn Loftsson er stjórnarformaður Birtings.

Fann með smávegis upplýsingar úr fréttum um hver er ábyrgðarmaður fyrir Birting, sem og eignarhald.

" Innlent - þriðjudagur - 4.11 2008 - 21:40

Hreinn Loftsson, „herforingi Baugs”, kaupir DV og Birtíng

hreinnloftsson.jpgVísir.is segir að félagið Austursel ehf, sem er í eigu Hreins Loftssonar stjórnarmanns í Baugi, hafi keypt útgáfufélagið Birtíng ehf.  sem gefur út DV og fjölmörg tímarit.

Aðaleigandi Birtíngs fyrir þessi viðskipti var Stoðir Invest, sem er í meirihlutaeigu Gaums, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Austursel átti fyrir kaupin innan við 10% í Birtíngi.

Útgáfufélagið Birtíngur gefur út DV, heldur úti fréttavefnum  dv.is og gefur að auki út 11 tímarit. Meðal tímarita félagsins má nefna Séð og heyrt, Gestgjafann, Hús & híbýli og Mannlíf.

Hreinn Loftsson er lögmaður og var um tíma stjórnarformaður Baugs þar sem hann er enn stjórnarmaður. Undanfarin misseri hefur aðalstarf hans falist í því að vera stjórnarformaður Birtings auk þess sem hann hefur sinnt ýmsum verkefnum fyrir feðgana Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson í Bónus, meðal annars í tengslum við Baugsmálið. Hefur hann stundum í gamni og alvöru verið kallaður “herforingi Baugs”.

Heimildir Eyjunnar herma að Hreinn hafi verið mjög afskiptasamur um daglegan rekstur Birtings. Hann hafi oft tekið ráðin af framkvæmdastjóranum Elínu Ragnarsdóttur í sambandi við ráðningar starfsfólks og brottvikningar. Þá er talið að náið samband sé á milli hans og Reynis Traustasonar ritstjóra og megi merkja það á skrifum DV og dv.is.

Hreinn reyndi á sínum tíma fyrir sér um framboð á vegum Sjálfstæðisflokksins, var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar í forsætisráðuneytinu um skeið en upp úr vinskap þeirra slitnaði í upphafi Baugsmálsins. Þá var Hreinn lengi formaður einkavæðingarnefndar ríkisins.

Elín Ragnarsdóttir og ritstjórarnir og feðgarnir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, eiga lítinn hlut í Birtingi á móti Austurseli Hreins.

Fréttin um kaup Hreins Loftssonar á DV og Birtingi hefur verið staðfest á dv.is.

Þar er haft eftir honum: ,,Þjóðin þarf frjálsa fjölmiðla á þessum örlagatímum. Það er barist upp á líf og dauða en við treystum því að almenningur standi með blaðinu sínu. Haldi salan á DV áfram að aukast eins og gerst hefur undanfarnar vikur og mánuði er ég þess fullviss að blaðið eigi góða framtíð”.  Hann segir að vissulega sé rekstur Birtíngs, eins og annarra fjölmiðlafyrirtækja, erfiður í þeirri kreppu sem nú sligar íslenskt samfélag. ,,En það kemur dagur eftir svartnættið og ég trúi því að félagið verði sterkt þegar landið rís að nýju,” segir Hreinn. "

þá veit maður það.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Frjálst og óháð , það er málið kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.12.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já já Kolbrún.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.12.2009 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband