Áfengis og fíkniefnavandamál einnar þjóðar.

Til þess að taka á vanda þarf samhæfingu þeirra er vinna að málum fyrir tilstuðlan af opinberum fjármunum, og þeir hinir sömu fjármunir þurfa að vera skilyrtir til þess hins arna, þar að lútandi.

SÁÁ hefur unnið gott starf, en alltaf má gott bæta, og til þess að þjóna ofangreindum markmiðum vildi ég sjá að samstarf Barnaverndaryfirvalda annars vegar varðandi fíkniefnavandamálið væri fyrir hendi millum SÁÁ og nefnda er hafa með slíkt að gera, að öðrum kosti verður ekki til nauðsynleg samhæfing, varðandi inngrip í líf ungra einstaklinga er lenda í viðjum fíkniefna.

Jafnframt þarf að vera fyrir hendi náið samstarf millum LSH og SÁÁ sem sjúkrastofnanna er báðar meðhöndla vandamál þessi sem og allra þeirra aðila er koma að málum.

Til þess að skýra ögn nánar það sem ég á við er það ekki ásættanlegt að 15 ára barn sem ef til vill hefur verið vistað neyðarvistun vegna fíkniefnaneyslu ef til vill á Stuðlum neyðarvistun ríkisins, fari í meðferð á Vogi og geti gengið þaðan út eftir nokkra klukkutíma að vild eftir inngrip barnaverndaryfirvalda og foreldra í neyðarvistun.

Með öðrum orðum stofnanir sem starfa að málum sem lúta að barnavernd hvoru tveggja þurfa og verða að lúta samræmingu í þessu efni.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Áskorun um óskert framlög til SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband