Eftirfylgni laga hér á landi og lagasetning.
Fimmtudagur, 3. desember 2009
Alls konar atriði eru leidd í lög frá Alþingi, og ef eitthvað er höfum við allt of mikið flóð af alls konar lögum er rekast hvert á annars horn, án þess þó að slíkt marki í heild ramma sem nauðsynlegur er því sífelldar breytingar á þeim hinum sömu lögum eru árlegt fyrirbæri.
Framkvæmd laga er síðan annar kapítuli þar sem lög kveða oft á um alls konar möguleika til þess að setja reglugerðir og heimildir hér og þar um hitt og þetta.
Með öðrum orðum málamiðlanatilhneigingin við lagasetningu hefur náð nýjum hæðum á undanförnum áratugum hér á landi, þar sem loðið orðaval hefur gert túklun afar víðtæka.
Í stað þess að hið háa Alþingi hafi ígrundað þau lög sem sett hafa verið og framkvæmd þeirra af sjálfsdáðum hafa hinir ýmsu hagsmunaaðilar hér og þar verið þeir aðilar sem komið hafa að tillögum um breytingar til baka um sett lög og þingmenn hafa hlaupið eftir eins og ég fæ best séð.
Þetta hefur ekki verið til þess fallið að auka virðingu löggjafans að mínu viti, nema síður sé.
Mun nær væri að taka eitt þing í það að skoða gildandi lög og framkvæmd þeirra, og taka úr notkun lög og samræma við önnur gildandi lög um sama efni og minnka flókindi og verkefni dómstóla hvers konar eðli máls samkvæmt.
Allt þetta tilstand kostar nefnilega fjármuni og ein lagabreyting getur orsakað svo og svo miklar kröfur hér og þar um hitt og þetta af hálfu einhvers í garð annars, á einhvern veginn, sem telur sig hafa misst spón úr aski sínum, vegna þessa.
Hvers konar réttarbætur sem menn telja sig ná fram með því að leiða hitt eða þetta í lög sem engin eftirfylgni er við, í framkvæmd mála eru ólög.
með lögum skal land byggja en ólögum eyða.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.