Ofur Framsóknarmaður á Suðurlandi ?

Mér dettur helst í hug Johnseninn þegar ég fylgist með skrifum Bjarna Harðarsonar hér á þessum þráðum við innkomu í Sunnlenska pólítík. Bjarni er líflegur og því ber að fagna og ef sá hinn sami fer að huga að skipulagi sjávarútvegs og landbúnaðar af viti , hver veit nema þá komi til sjónamið nýjunga. Ekki veitir af í haftakerfum núverandi ríkisstjórnar að " ferskir vindar komi inn "  og nýjir vendir ku  jú sópa best.  Hvað vill ofur Framsóknarmaðurinn gera varðandi það atriði að allir þeir fjámunir sem varið hefur verið gegnum tíð og tíma í það að rækta land til nytja á Suðurlandsundirlendinu með ræktunarstyrkjum, skurðgreftri og girðingum og fl. komi til með að nýtast kynslóðum framtíðar sem skynsamlega vörðu fjármagni til landbúnaðarmála, með tilliti til þess að stór hluti hins ræktaða lands er nú í auðn, vegna fækkunar og stækkunar búa ?

Spyr sá sem ekki veit.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úps,- ekki veit ég hvort ég er ofurframsóknarmaður! en varðandi landbúnaðarstyrki sem nú grotna niður á eyðibýlum víðsvegar um landið og reyndar víðar meira en á miðsuðurlandi þá þori ég ekki að segja meira en þetta: takist sem ég hef alla trú á að markaðssetja íslenskar landbúnaðarvörur vestanhafs tel ég allar líkur á að sveitir sem nú eru í eyði muni byggjast upp aftur og þá er miklum áfanga náð. ef það ekki tekst er ég aftur á móti hræddur um að við eigum enn eftir að sjá sveitir fara í eyði og þar með tapast mikið í íslenskri menningu... bjarni framsóknarmaður

bjarni harðarson (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 05:54

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Svo vill til að ég deili sömu vonum með þér í þessu efni varðandi það að markaðssetning skili sér og sveitir dafni og blómstri á ný, en það þarf stefnu og markmið og smærri einingar ásamt stærri eru framtíðin í réttu hlutfalli að mínu áliti.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband