Hefur Össur kynnt sér íslenskan sjávarútveg með sams konar ferðalagi ?

Seint mun ég gleyma því í kosningabaráttu 2003, þegar Össur og Ingibjörg voru svokallað tveyki SF, í þeim kosningum þar sem kvótakerfið var ofarlega á baugi.

Framlag Össurar þá var ein grein í Mogganum um frjálsar krókaveiðar að mig minnir og fannst mér það vægast sagt lélegt.

Framlag Ingibjargar í umræðuna þá var svo sem ekki öllu meira, og hún virtist koma af fjöllum sem jólasveinn um íslenskan sjávarútveg meira og minna, en síðar fór hún í ferðalag með sáttagjörð til LÍÚ, þar sem ýmsum samflokksmönnum var nóg boðið.

Það er því áleitin spurning hvort utanríkisráðherrann hafi kynnt sér eins vel málefni íslensks sjávarútvegs, og hann virðist vera að gera utan landsteinanna ?

Skyldi þetta ferðalag vera í boði ESB ?

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Spánska útgerðarauðvaldið tók Össuri opnum örmum. Því með ESB-aðild
geta þeir farið að fjárfesta í ísl. útgerðum í gríð og erg, og komist þannig
yfir kvótann á Íslandsmiðu Guðrún. Hlustandi oft á Útvarp Sögu. Hef
ALDREI skilið þar málflutning Eiriks Stefánssonar í kvótamálum, þar sem
hann er mikill ESB-sinni og vill þá í raun galopna íslenzk fiskimið fyrir
ERLENDUM kvótabröskurum. Helt að það væri nóg að hafa þessa íslenzku.
Þeir borga þó allan virðisaukan og tekjuskattsveltuna til íslenzka ríkissins,
sem hinir ERLENDU myndu aldrei gera.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.11.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Guðmundur. Þú mátt nú ekki ætla þér það stórvirki að skilja Eiríka öskurapa Stefánsson, það gerir enginn. Hann er ESB maður eins og Jón Magnússon og fleiri góðir vinir hans. Andstaða hans við kvótakerfið held ég að byggist bara á öfund út í þá sem ná peningum út úr því en ekki á því óréttlæti sem viðgengs bæði til úthlutunar og framsalsþáttarins. Hann er ekki heilsteyptur maður. Að pæla í honum er að henda tíma sínum og það er alveg algert flopp. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.11.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband