Hver bannar Rafiðnaðarsambandinu að mótmæla opinberlega ?

Vonandi er ekki svo komið að einhver EIN RÉTT SKOÐUN, sé það sem menn eru að óska eftir úr ranni verkalýðshreyfingarinnar.

Satt best að segja er það nú svo að meira og minna hefur það verið þannig áratugum saman að hinir ýmsu leiðtogar í verkalýðshreyfingu hafa farið leiðitamir á sína bása og þagað allt eftir því hvaða flokkum og stjórnmálaöflum þeir hinir sömu tilheyra.

Er það slik þöggun sem Rafiðnaðarsambandið er að kalla eftir ?

Reyndar hefur ekki heyrst mikið frá Rafiðnaðarsambandinu frá því að meint vinstri stjórn tók hér við völdum eftir kosningar, hvað svo sem veldur, en mikið heyrðist frá þeim hinum sömu þegar meint hægri stjórn var við völd.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fáir ekki talsmenn fjöldans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband