Að taka þvi sem að höndum ber.

Lífið færir okkur mismikið í fang, þannig skrifast saga vor.

Hvað svo sem að höndum ber þá skiptir það máli að halda ró, og standa sjó, hvað svo sem það er sem við megum meðtaka hverju sinni.

Við getum þakkað fyrir að hafa góða heilsu, því án hennar gætum við ekki mikið gert.

Við getum þakkað fyrir að eiga vini og kærleika í kring um okkur.

Við getum þakkað fyrir að búa í landi, náttúrufegurðar allt um kring, hvert sem augað eygir.

Við getum þakkað svo margt, en gerum við það eða tökum við því sem sjálfsögðum hlut ?

Þessi bæn er mitt uppáhald bæna til þess að takast á við lífið hvern dag, án þess að ég hafi mátt þurfa að takast á við áfengi sem draug sérstaklega sjálf.

RIMG0031.JPG

 

 

Að hafa kjark til að breyta því sem þarf að breyta er eitthvað sem leitun er að nú á tímum, því miður, en vitið til þess að greina þar á milli, þarf einnig að vera meðferðis svo vel fari.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband