Ætla vinstri menn að sökkva þjóðarskútunni með skattlagningu ?

Ég tel að ráðamenn séu fjarri raunveruleika þorra fólks í landinu varðandi það atriði að láta sig dreyma um að hækka skatta í því ástandi sem efnahagshrunið og aðgerðaleysið hefur orsakað nú þegar fyrir fólkið í landinu og fyrirtækin. Ríkisstjórnin siglir þjóðarskútunni beint á skerið með þeim hugmyndum sem fram hafa komið, svo mikið er víst.

Hvernig væri að hefjast handa við að aftengja aðalskaðvald eins efnahagskerfis, verðtrygginguna, áður en hafist er handa við eitthvað annað ?

Andvaraleysi sitjandi stjórnmálamanna þess efnis gegnum tíð og tíma hefur verið algjört og því alltaf verið að stoppa í alls konar göt hér og þar sem skaðvaldurinn verðtrygging hefur valdið og veldur áfram ef ekkert verður að gert.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Steingrímur: Ágæt samstaða um skattamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Guðrún María, æfinlega !

Það er löngu ljóst; að heimili og fyrirtæki þurfa að fara að vígvæðast, með alvöru tækjum og tólum, eigi ekki verr að fara, en orðið er.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 01:09

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já rétt er það Óskar Helgi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.11.2009 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband