Evrópusambandið gengur sér til húðar.

Stjórnarskrárhugmyndir þær sem Brusselvaldið hefur búið til um það að gera Evrópu að einu ríki eru því miður í ætt við heimskulega tilraun sem áður var gerð í álfunni, undir annars konar formerkjum en af sama tagi. Ég hef spáð því áður og spái því enn að nákvæmlega þetta muni gera það að verkum að þjóðríki munu ekki una því hinu sama valdi og sambandið liðast í sundur, smátt og smátt í kjölfarið.

Í raun og veru er verið að búa til valdabandalag þeirra stærstu og mestu með stjórnarskrárbundin yfirráð yfir öllum þeim er innganga í þetta bandalag, og njóta sín lítils vegna smæðar.

Í raun er þetta atlaga að lýðræði almennt og mannréttindum þar að lútandi að mínu viti, ekkert annað og stórfurðulegt að andstaðan við það hið sama skuli ekki meiri en raun ber vitni innan þeirra sem þar eru nú með aðild.

Þetta heitir að snúa hjólum afturábak í þróun hvers konar og því með ólíkindum að hlusta á menn verja tilvist slíks yfirstjórnunarkerfis til handa Evrópuþjóðum eingöngu, því heimurinn inniheldur ekki eina álfu heldur fleiri.

Allur málatilbúnaður þeirra sem aðhyllast aðild að þessu ríkjasambandi er því miður með því móti að þar er á ferð nær einhliða áróður um ágæti, án útskýringa þess hins sama.

Með öðrum orðum stjórnmálaleg trúarbrögð, með þann tilgang að stækka flokka sem aðhyllast eitt ríki í Evrópu allri.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband