Skynsamir unglingar í Hafnarfirði mótmæla því að spara eigi aurinn, en kasta krónunni.

Ég tek ofan hattinn fyrir unglingunum í mínum heimabæ, sem hér mótmæla því að þau hin sömu fái ekki lengur athvarf til sömu félagsaðstöðu og þau hin sömu hafa haft vegna sparnaðaraðgerða.

Ef það er eitthvað sem getur forðað börnum og ungmennum frá því að leiðast á braut til dæmis vímuefna þá er það athvarf sem slíkt.

úr fréttinni.

Við erum að mótmæla niðurskurðinum og því að við höfum aldrei verið spurð um þær skipulagsbreytingar sem verið er að gera,“ sagði Gauti. Hann sagði að búið sé að skera niður framlög til félagsmiðstöðva í bænum um fjórðung og að það muni koma niður á hópastarfi og annarri starfsemi. Enn meiri niðurskurður standi til.

Þá sagði Gauti að skera eigi niður stöðugildi og segja öllum forstöðumönnum félagsmiðstöðvanna upp. Í framtíðinni eigi einn forstöðumaður að vera yfir hverjum þremur félagsmiðstöðvum. Hann sagði unglingana vilja að niðurskurðurinn verði ekki meiri en hann er nú þegar orðinn. 

Formenn nemendaráða grunnskólanna í Hafnarfirði ætla að hitta bæjarráðsfulltrúa á fundi kl. 11 í fyrramálið. „Við ætlum að fá útskýringar og spyrja hvers vegna við vorum ekki spurð. Líka hvað eigi að gera ef þessi breyting virkar ekki,“ sagði Gauti. "

Raunin er nefnilega sú að verulegur árangur hefur náðst í forvarnarstarfi þar sem forstöðumenn félagsmiðstöðva í skólum,  hafa gegnt lykilhlutverki í samstarfi við aðra aðila svo sem lögreglu og bæjaryfirvöld.

Sökum þess heitir þessi sparnaður það að spara aur en kasta krónu til framtíðar litið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Unglingar mótmæla niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get alveg vitnað til um það, forstöðumenn félagsmiðstöðvanna og almennt starfsfólk þess skilar góðu starfi og ber það árangur, allavega í mínu hverfi. Þetta má ekki skera mikið meira niður því að niðurskurðurinn er nú þegar allsvaaaaðalegur, það má varla gera neitt vegna skorts á fjármagni. Sem betur fer eru starfsmennirnir með ímyndunarafl á heimsmælikvarða, það er hægt að gera svo margt og mikið án þess að henda endalaust peningum í það.

Árni Freyr Helgason (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband