Ónýtt regluverk um fjármálaumhverfi á ábyrgð stjórnmálamanna í Evrópu allri.

Frelsi er ekkert frelsi, nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.

Þegar mörk, þ.e lög og reglugerðir um fjármálaumhverfi leyfa áhættusama starfssemi með fjármuni almennings, þá hlýtur eitthvað að vera að því hinu sama regluverki, alveg sama hver bjó það til.

Stjórnmálamenn sem kjörnir eru setja lög, og ábyrgðin er þeirra varðandi ónýtt regluverk í þessu efni, regluverk sem er jafn ónýtt þótt innleitt sé hér sem EES reglugerð, sem kollegar í Evrópu hafa soðið saman.

Viðskipta og fjármálalíf í einu landi sem fæddi hlutabréfamarkað allt í einu, er loftbólupeningar urðu til í sjávarútvegi á einni nóttu, allt undir formerkjum hins mikla frelsis án marka, setti af stað ævintýralegasta nautaat sem um getur.

Og eftir sátum við Íslendingar með einokunarfyrirtæki, sem stangað höfðu undir sig allt er nöfnum tjáir að nefna í formi tveggja viðskiptablokka mestmegnis hér á landi.

Og auðvitað endaði allt ævintýrið á könnu skattgreiðenda að lokum rétt eins og ýmislegt annað gegnum tíðina.

Stjórnmálamenn á að skylda til að skoða áhrif eigin lagasetningar frá upphafi til enda á hverjum tíma, hvar í flokkum sem standa.

Ekki væri úr vegi að þeir hinir sömu myndu undirgangast próftöku í þvi efni.

kv.Guðrún Maria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alveg sammála Guðrún!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.11.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband