Aðeins úrræði fyrir þá sem eiga íbúðir og bíla, eða hvað ?

Rétt eins og fyrri daginn virðast úrræði á greiðsluvandamálum miðast við þá sem eiga/ hafa fest kaup á eignum, aðra ekki, þ.e sem tekið hafa bílalán og lán til kaupa á húsnæði.

Ekki er reiknað með þvi að þeir aðilar sem eru á leigumarkaði hafi einnig tekið lán sem hækkað hafa upp úr öllu valdi í verðbólgusprengingunni.

Mér sýnist sá hópur falla utan garðs sem ekki hefur getað eignast húsnæði, sökum þess að tekjur nægja ekki til þess að festa kaup á eignarhúsnæði, og heyrði til gamla verkamannaíbúðakerfisins sem eitt sinn var við lýði.

Hvað veldur því að allir skuldarar eru ekki í jafnstöðu hvað greiðslujöfnun varðar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Samningar um úrræði vegna skulda einstaklinga undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Og hvað með þá sem hafa lent á vanskilalista? Og þegar misst sitt húsnæði og bíl? Þeir eru útilokaðir líka. Þetta regluverk er fyrir þá sem hafa ráð á kreppu. Ekki fyrir þá sem orðið hafa undir..

Óskar Arnórsson, 2.11.2009 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband