HVAR eru tillögur Landssambands Íslenzkra Útgerðarmanna um framþróun í sjávarútvegi ?

Í fyrsta lagi eru strandveiðar fyrsta skrefið að breytingum í sjávarútvegi varðandi veiðar við strendur lands með notkun og nýtingu mannafla í formi þekkingar ásamt tólum og tækjum, allt frá bátum til hafnarmannvirkja, sem nota ber og nýta.

Í öðru lagi er þar stigið ófullkomið skref í átt til umhverfisvænni aðferða sem útfæra má betur en gert var í þessu sambandi.

Í þríðja lagi eru umhverfisvænar veiðar það sem gilda mun á mörkuðum framtíðar hvarvetna í veröldinni þar sem hvoru tveggja er að finna sparsemi í olíukostnaði, nýtingu landgæða fjarða og flóa við legu að fiskmiðum og mannafla að störfum sem aftur áskapar þjóðhagslega hagkvæma nýtingu fiskimiðanna.

Mér leikur forvitni á því hvað Landssamband Íslenzkra Útvegsmanna vill gera varðandi breytingar á fiskveiðistjórn þar sem fiskistofnar hafa sannarlega ekki verið byggðir upp hér á landi heldur þvert á móti hefur þeim hinum sömu hnignað alltént verðmesta fiskinum þorski ?

Það er ekki nóg að hrópa nei nei nei, sí og æ heldur endilega að heyra hvað vilja þessi samtök gera.

kv.Guðrún Maria.

 


mbl.is Misheppnaðar strandveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband