Fé án hirðis á Vestfjörðum !

Það hefur verið nokkuð forvitnilegt að fylgjast með fréttum af meintum villistofni sauðkinda á Vestfjörðum undanfarið, en þar virðist hafa verið á ferð , fé án hirðis, þ.e. ekki hefur tekist að smala saman sauðunum ár hvert í samræmi við fjölgun.

Fyrstu fréttir gáfu til kynna allt að því stríðsástand við " hin villta stofn " sem samkvæmt minni reynslu af sauðkindinni á láglendi getur nú verið nokkuð útsjónarsamur að fara sínu fram yfir girðingar og skurði´að hentugleikum og manni fannst nú einkennast af frekju einstaklinganna fyrst og fremst.

Mörgum sinnum hefur þurft að ná rollum niður úr klettum hér á landi með öðru en því að hlaupa eftir þeim, það er ekki nýtt og halelújakór varðandi verndun hins meinta villta stofns, hefur nú hafið upp söng þar sem einn þingmaður kjördæmisins kom fram í kvöldfréttum ruv til þess að tala slíku máli, sennilega án vitnesku að búið væri að slakta hluta fjársins.

Auðvitað er aldrei of seint að reyna að slá sig til riddara og sjálfsagt að reyna ......

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Villifénu slátrað á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband