Nagladekkin eru stórkostlegt heilsufarsvandamál í þéttbýli.

Kreppan hefur vissulega jákvæðar afleiðingar og ein þeirra jákvæðu afleiðinga er sú að minna er um að fólk aki milli staða að nauðsynjalausu á nagladekkjum sem aftur bætir heilsu þeirra er þjást af öndunarfærasjúkdómum og búa í þéttbýli.

Það hefur hins vegar ekki tekist hjá okkur Íslendingum að stjórna því hvort ökumenn aki innanbæjar á auðum götum vetrartímabilið á nagladekkjum eða ekki, hvorki með skattlagningu eða öðrum aðgerðum.

Vandamál af völdum svifryksmengunar er mun meira en menn gera sér grein fyrir og venjulega er það svo að um leið og nagladekk eru komin undir bíla þá hefst sjúkdómatímabil hér í þéttbýlinu en enn skortir rannsóknir þar að lútandi sem sannarlega mætti vera meira um.

Ég tek ofan hattinn fyrir íbúum sem mótmæla.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Íbúar mótmæltu svifryksmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband