Alltaf batnar það, hver samdi þessi " lög " ?

Oft hefi ég gagnrýnt lélega lagasetningu af hálfu hins háa Alþingis en svo virðist sem menn séu endalaust að toppa sig í því efni, og nú á að setja lög sem jafna skuldastöðu, halelúja......

Önnur grein frumvarps til laga er hér....

 

"

2. gr.
Einstaklingar og heimili.

    Í samningi milli kröfuhafa og skuldara um eftirgjöf skulda eða breytingu á skilmálum skuldabréfa og lánssamninga skal fyrst og fremst horft til þess að laga skuldir að greiðslugetu og eignastöðu viðkomandi einstaklings eða heimilis. Skal miðað að því að hámarka gagnkvæman ávinning samningsaðila af því að gefa eftir tapaðar kröfur og komast hjá óþarfa kostnaði og óhagræði. Heimilt er eftirlitsskyldum aðilum á fjármálamarkaði að móta með samkomulagi sín á milli samræmdar verklagsreglur um skuldaaðlögun sem gildi tímabundið "

Þessi lagagrein inniheldur vægast sagt afar loðin skilaboð og ekki öfunda ég dómstóla af því að reyna að túlka þessa lagagrein, svo sem " fyrst og fremst... " og " heimilt er... " og " móta... " einnig  því að  " gildi tímabundið .... " 

Sjálfsagt góður vilji en..................................

kv.Guðrún María. 


mbl.is Frumvarp um skuldir lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HUGI

365 dagar lidnir. Kemur of seint fyrir morg heimili og fyritaekni. Skuldirnar voru ekki vandamalid, heldur tekju missir. Nu er ekki nog blessun GUDS, Nuna GUD hjalpi Islandi og folki thess

HUGI, 17.10.2009 kl. 05:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekkert í þessum lögum sem tekur á raunverulegum vanda heimilanna.  Þetta frumvarp er ekkert annað en aumt yfirklór eins og annað sem þessi ríkisstjórn hefur gert.  Haft var eftir Heilagri Jóhönnu að aðgerðir í þágu heimilanna mættu ekkert kosta (það hafa farið svo miklir fjármunir í AFSKRIFTIR lána fyrir útrásarvíkingana) það sýnist mér vera gegnumgangandi í þessu frumvarpi.

Jóhann Elíasson, 17.10.2009 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband